Á fimmtudaginn, kl. 20:30, stendur VÍK fyrir félagsfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Á fundinum verður fjallað um enduroferðir og hvað þarf að hafa í huga þegar svoleiðis ferðalög eru skipulögð, þar með talið val á slóðum. Sérstaklega verður velt upp þeim möguleikum sem við höfum til að miðla upplýsingum um skemmtilegar hjólaleiðir. Í lokin verður farið yfir það helsta sem er að gerast í slóðamálum Kanans, en mikið af skemmtilegum hugmyndun komu fram á slóðaráðstefnunni í Alabama í seinustu viku. Reynt verður að svara spurningunni ‘hvernig getum við gert enduroið betra hér heima?’. Jakob, umhverfisnefnd.