Juha Salminen KTM sigraði um helgina þriðju umferð GNCC, en hann hefur þá sigrað þær allar. Keppnin var haldin í Steele Creek. Annar varð Charlie Mullins Yamaha, þriðji Glenn Kearney á Suzuki og fjórði Mike Lafferty á KTM. " Þetta var erfitt, ég var fyrstur í brautina, og þegar maður er fyrstur er auðvelt að gera mistök, en hinir hafa einhvern til að elta. Þetta var samt fínt til að byrja með þegar Rodney Smith var með mér, en svo hvarf hann, og þá þurfti ég að hafa meira fyrir að stjórna keppninni svona fremstur " sagði Salminen. Það sem gerðist fyrir gamla jaxlinn Rodney Smith var að hann missti hjólið yfir sig í einni brekkunni meiddi sig og tapaði tíma, þurfti svo að reyna allan daginn að vinna það upp, en hálf sprakk á því og endaði sjöundi.