Bikarmótið í Sólbrekku

Á verðlaunapalli í MXopen

Bikarmótsdagurinn 10. júlí rann upp þokkalega bjartur eftir rigningu þá um nóttina. Brautin var hæfilega blaut og aðstæður í Sólbrekku hinar bestu þegar keppendur streymdu á svæðið einn af öðrum og komu sér fyrir.

Þátttakan var minni en búist hafði verið við og var ákveðið að keyra saman 3 og 3 flokka og gekk það vel.

Virkilega spennandi og gaman var að fylgjast með keppninni og sýndu margir mjög góða takta.

Aron Ómarsson varð fyrir því óhappi að afturfelgan gaf sig í fyrra motoinu og frambremsurnar í því seinna – sannarlega óvænt. Úrslitin komu því á óvart í sumum flokkum og mátti sjá ný andlit á palli í bland við önnur kunnugleg.

Annars gekk mótið mjög vel og lokaorðin eru eins og keppandi komst á orði “ Takk fyrir heimilislegt og stresslaust mót ! “.

Úrslit:

85 flokkur

  1. Alexander Örn Baldursson
  2. Gylfi Þór Héðinsson
  3. Daníel Kristján Mathiesen

B flokkur

  1. Michael David
  2. Pálmar Pétursson
  3. Guðmundur Óli Gunnarsson

Kvennaflokkur

  1. Björk Erlingsdóttir
  2. Guðný Ósk Gottliebsdóttir
  3. Silja Haraldsdóttir

B 40+

  1. Haukur Þorsteinsson
  2. Sigurður Hjartar Magnússon
  3. Kristján Geir Mathiesen

MX open

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Eyþór Reynisson
  3. Hjálmar Jónsson

Unglingaflokkur

  1. Jóhannes Árni Ólafsson
  2. Kristján Daði Ingþórsson
  3. Jökull Atli Harðarson

Hér er linkur á nánari úrslit

Raggi #0

Allt á fullu

Skildu eftir svar