Páskaendurokeppnin

Það virðist vera nokkur spenningur fyrir þessari skemmtikeppni sem verður á Skírdag og mun ég reyna að koma upplýsingum á netið sem oftast fyrir keppni, en þar sem netskráningin er biluð þurfa keppendur að skrá sig til mín í síma eða á netinu. Ég vil endilega biðja menn að lesa fréttatilkynninguna vel, því flestum spurningunum sem til mín hafa komið er svarað í bréfinu sem kom á netið þegar tilkynnt var um keppnina. Nú eru keppendur byrjaðir að skrá sig í keppnina og með skráningunni hafa komið

ýmsar spurningar til mín. Til að auðvelda keppnisstjórn alla vinnu vil ég biðja menn
sem hafa hug á að keppa að skrá sig sem fyrst. Mér hefur þegar þetta er ritað tekist að betla vinninga fyrir ca. 10 fyrstu sætin í keppninni, en ég á eftir að fá svar frá um 10 aðilum sem ég hef haft samband við.

Þar sem að mér hefur borist  nokkrar spurningar varðandi
Páska-enduro-skemmti-keppnina þá ætla ég að reyna að svara þeim.
Keppendur fæddir 1988 og eldri. Svar: þessi aldurshópur sem er undir 18 ára aldri
þarf sérstakt leyfi foreldra til að taka þátt í aksturskeppni og eru flestir á
þessum aldri í skóla og þar af leiðandi að lesa undir próf það er nógur tími í
framtíðinni fyrir þennan aldurshóp að keppa.
Getur A ökumaðurinn ekið allan tímann ef hann vill og fær þá B ökumaðurinn sem ekur
á móti honum ekkert að keyra? Svar: Meiningin er að hvert lið verði að skipta eftir
hámark 4 hringi, en keppnisstjórn sér á tímum keppnisliðsins hvort A eða B
ökumaðurinn er í brautinni.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson
liklegur@internet.is
GSM: 694-9097
Heima: 588-7939

Skildu eftir svar