Nú styttist í að Reynir og Einar fari út að keppa. Nýjustu fréttir eru að þeir taki þátti í Fast Eddy laugardaginn 20 júlí og nú lítur út yfirr að þeir taki þátt í British MX Championship þann 21 júlí. Sumsé mikið líf og fjör. Gaman að sjá hvernig víkingunum gengur.
Annars er það elst að frétta að 17 júlí nk. kemur út nýjasta heftir Dirt Bike Rider og er þar að finna veglega grein um Íslandsævintýri bresku blaðamannana. Greinin verður um 5 síður, gott mál, og er að finna myndir af hálendinu, keppninni á Klaustri og af öllum íslensku brjálæðingunum sem urðu á vegi þeirra. Svo virðist sem DBR sé ill fáanlegt heima á Íslandi. Ég bendi áhugasömum endilega á að gerast áskrifendur af DBR. Það er hægt í gegnum netið á einfaldan og öruggan hátt. Hverrar krónu virði.
Kíkið á www.dirtbikerider.com og fáið allar helstu upplýsingar um málið.
Kveðjur úr rigningunni á Englandi. 4.