Skráning og undirbúningur gengur ágætlega í keppnina á skírdag og um að gera að skrá sig sem fyrst. Brautin verður væntanlega kláruð í kvöld og lofar góðu. Vegna fjölda fyrirspurna geta keppendur fæddir ’89 og ’90 geta fengið undanþágu til að keppa ef þeir lofa að taka vel á lærdómnum eftir keppnina skv. Hirti 😉
Keppnin er fyrst og fremst hugsuð til gamans en öll keppnisgjöld renna óskipt til framkvæmda á Bolöldusvæðinu og menn eru því að leggja hönd á plóginn þar með því að taka þátt. Hjörtur hefur keyrt þetta í gegnum borgarkerfið af miklum krafti og það er um að gera að sýna alvöru samstöðu og skemmta okkur vel á sama tíma. Skráningin fer fram hjá Hirti í síma 694 9097eða með tölvupósti á liklegur@internet.is
Hjörtur er búinn að safna saman fjölda vinninga um allan bæ þannig að það fara mjög margir með vinning heim eftir keppnina s.s. páskaegg, konfektkassa, dekk, GPS tæki o.m.fl.
Kveðja, Keli formaður