Liðið fyrir Motocross of Nations verður valið eftir aðeins eina umferð í Íslandsmótinu í motocrossi. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Aron Ómarsson fái tvo nýja liðsfélaga með sér þetta árið, þá Hjálmar Jónsson og Eyþór Reynisson. Eyþór Reynisson er með góða forystu í MX2 flokki og Hjálmar Jónsson er með ágætt forskot í öðru sætinu í MX-Open.
Samkvæmt upplýsingum frá MSÍ verður Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur líkt og í fyrra.
Keppnin verður haldin eftir tvo mánuði eða 25. og 26. september í Thunder Valley motocross Park í Denver í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Þeetta er í 64.skiptið sem keppnin er haldin en Ísland hefur tekið þátt frá árinu 2007.
Keppnin verður í Frakklandi árið 2011 og Belgíu 2012
Mér sýnist Gylfi eiga ágætis möguleika í þetta ef hann grillar Hjalla í næsta móti, er það ekki ?