Allur akstur í nágrenni Þorlákshafnar er stranglega bannaður nema með leyfi landeiganda. Borið hefur á því undanfarið að menn hafi hópast þangað í leyfisleysi og jafnvel án þess að bera neina virðingu fyrir landinu. Örfáir hafa hjólað þarna og þá með leyfi landeiganda. Hafa þeir borið sig þannig að hlutunum að eigendur landsins og aðrir náttúru unnendur hafa skilið sáttir við. Landeigendur eru hinsvegar komnir á það stig að hætta algjörlega að leyfa akstur, jafnvel þó svo óskað sé eftir leyfi með fyrirvara og akstrinum skynsamlega hagað. Vefurinn hefur því verið beðinn um að koma því áleiðis að allur akstur er stranglega bannaður.