Skellti mér á Selfoss í gær (Sunnudag) með Össa #21. Við þurftum að labba hring og týna grjót þar sem brautin var orðin mjög þurr og mikið af steinum farið að grafast upp. Hef heyrt misjafnar skoðanir varðandi stökkpallana í brautinni. Verð þó að segja að það eru einungis tveir pallar sem ég myndi segja að væru það tæknilegir að ekki allir geti stokkið þá. Restin af brautini er mjög fín og mæli með að fólk fari þangað að æfa. Stuttur og tæknilegur hringur, hægt að æfa margt þarna hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir. Við Össi skemmtum okkur mjög vel, og Össi smellti nokkrum myndum af mér sem ég læt fljóta með.