Greinasafn fyrir flokkinn: 35+

Fréttir fyrir 35 ára og eldri

Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Skráning hefst hér með í styrktarkeppni fyrir íslenska landsliðið sem mun keppa á Motocross of Nations í Frakklandi  17 og 18 September.

Keppnin verður haldin í hinni frábæru braut á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Lesa áfram Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi  17&18 September.

Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Lesa áfram Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á brautinni heldur VÍK bikarkeppni.
Keppnisfyrirkomulag er einfalt og á skemmtunin að vera aðalatriðið.
Skráningu líkur föstudagskvöldið 12. ágúst kl: 23.00 Brautin verður opin eftir mótið til kl 17:00.

Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að færa keppendur á milli flokka.
Hópur 1. 85cc kk og kv + Kvenna, B og 40+ flokkur. 10 mín + 1 hringur, tvö moto.
Hópur 2. Unglinga, MX1 og MX2. ( valdir menn úr B og + 40 ) 15 mín + 1 hringur. tvö moto

Kostnaður kr: 3000.

Dagskrá með fyrirvara um fjölda keppenda. 

Nítro býður keppendum uppá sérverð á leigusendum fyrir þessa keppni kr: 3.000. Hafið samband við Nítró til að fá nánari upplýsingar.

Lesa áfram Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

Ljóshraðaþáttur frá 2002

[FB 10150258649178391]

Úrslit úr „hinum“ flokkunum frá Akureyri

Hér eru úrslitin frá þeim flokkum sem notuðu tímatökubólu í endúrókeppninni á Akureyri um síðustu helgi. Úrslitin eru í textaskjali og þar sem stendur name kemur keppnisnúmer þess keppanda sem um ræðir.

Smellið HÉR fyrir úrslitin

Myndband frá Ketilás 1998

Birgir Þór Bragason sá um Mótorsport þætti í mörg ár í kringum aldamótin. Hann hefur verið að setja nokkra þætti á netið sem vekja upp gamlar minningar frá eldri kynslóðinni. Hér er einn þessara þátta þar sem meðal annars er fjallað um endúrókeppni sem fór fram við Ketilás á Fljótum árið 1998.