Greinasafn fyrir flokkinn: 35+

Fréttir fyrir 35 ára og eldri

Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Enduro Cross Country fór fram í dag á Bolaöldusvæðinu. Íslandsmeistarinn Kári Jónsson hóf titilvörnina með góðum sigri en fékk nokkuð óvænta mótspyrnu frá Eyþóri Reynissyni sem hingað til hefur látið motocrossið hafa forgang. Íslandsmeistarinn í motocrossi, Aron Ómarsson varð annar og Daði Erlingsson í þriðja í ECC1 flokknum. Eyþór Reynisson sigraði í ECC2, Bjarki Sigurðsson annar og Haraldur Örn Haraldsson þriðji.

Lesa áfram Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Fjölskylduafsláttur á árskortum

Eins og í fyrra bíður VÍK fjölskyldum afslátt á árskortum í brautir ef keypt eru fleiri en eitt kort. Allir sem kaupa fjölskyldukort þurfa að vera með heimilisfang á sama stað. Hafið samband við birgir@prent.is og leggjið inn pöntun.

Afslátturinn er veittur
við kaup af fleiri en einu korti:
Verðdæmi
Ef keypt eru 3 kort –
afsláttur af öllum kortum 10%
2 kort = 5 % afsláttur
3 kort = 10% aflsláttur
4 kort = 15% afsláttur
Stórt hjól 24.000 kr.
Lítið hjól 12.000 kr.
Lítið hjól 12.000kr.
Samtals 48.000 kr.
afsláttur -4.800 kr.
Þú greiðir 43.200

 

Eitt gamalt og gott

Raggi, Viggó og Reynir börðust hart um titlana fyrir nokkrum árum. Hér er eitt gamalt video úr þættinum Nítró á Skjá Einum, árið er (líklega) 2002.2000.


Gamlársdagstúrinn

Smellið á mynd fyrir stærri
12 harðir

12 harðir kappar mættu í súpu hjá Stebba á Litlu kaffistofunni í hádeginu í dag. Hvað er betra en að kveðja árið með góðum túr?

Gleðilegt nýtt ár.