Jólasveinninn er á leiðinni til byggða og tók létta æfingu einhversstaðar mitt á milli fjalls og fjöru…
Greinasafn fyrir flokkinn: 35+
Fréttir fyrir 35 ára og eldri
Akstur á Bolaöldusvæðinu
Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu. Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur!
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja. Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið. Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?
Old boy´s í Motomos sunnudag.
Old boy´s æfing í kvöld í Motomos :)
„Maðurinn“ farinn til KTM
Netheimar hafa logið undanfarna daga eftir að tilkynnt var að Roger DeCoster væri að hætta hjá Suzuki. DeCoster er þekktur undir viðurnefninu „The Man“ enda er hann, og hefur verið síðustu áratugina, án mikils vafa áhrifamesti einstaklingurinn í bransanum í kringum motocross og supercross í heiminum. KTM batt svo enda á sögusagnirnar í gær þegar staðfest var að hann hefði skrifað undir hjá þeim.
Roger DeCoster er fæddur í Belgíu árið 1944. Hann keypti sér sitt fyrsta keppnishjól 17 ára gamall Lesa áfram „Maðurinn“ farinn til KTM
Skráning hafin í MXoN Bikar/styrktarmótið
Uppfærsla:
Þeir sem ekki eiga tímatökusenda!!!! Nítró – MSÍ lána okkur senda í þetta mót.
Verðum með þá á staðnum, Engin vandamál. Engin greiðsla.
Skráning fram að miðnætti Föstudagskvöld.
Veitt verða sér verðlaun fyrir FLOTTASTA búninginn, að mati keppnisstjórnar.
Heiðurmenn eiga séns á að skrá sig á staðnum.
______________________________________________________________________________
Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á laugardaginn á Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Hér eru flokkarnir sem keppt verður í
- Mx Open: MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
- Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
- Mx B: Bestu úr 85cc KK, Unglingaflokkur, +40 )
- H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.
Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12 mín. Keppnisgjald er 4.000 á mann óháð stærð eða aldri.
Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í „Tvímenningsmoto“. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.