Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Grillaðir íslendingar í Grikklandi

Það munandi vonandi ennþá einhverjir eftir Daða „Skaða“ Erlingssyni #298 en hann hélt til Grikklands í flugvirkjanám á síðasta ári. Hann hefur án ef gert garðinn frægan þar eins og hér. Hann sendi okkur link á þetta video af „trialfíflaganginum“ í þeim snillingum í sólinni – enginn snjór eða ís þarna og ábyggilega ekki mjög leiðinlegt 🙂

 

 

 

Breytt fyrirkomulag í Enduro 2014?

Vefnum hefur borist bréf frá Pétri Smárasyni sem birtist hér fyrir neðan:

Enduro – Miklar breytingar – Allt að vinna – Ekkert að tapa

Þetta sumarið hefur Enduro verið mér ofarlega í huga, sérstaklega eftir þáttöku á Klaustri í vor þar sem voru hátt í 300 keppendur í flottri keppni.

Því miður hefur allt annað verið uppi á tenignum í Íslandsmótinu í Enduro og tók steininn úr í Bolöldu þegar aðeins 33 keppendur tóku þátt í öllum flokkum þrátt fyrir góðar aðstæður, frábæra braut og einstaklega vel lagða þó svo að hringurinn hefði mátt vera styttri.

Ég hef verið í kringum þetta skemmtilega sport í 20 ár, ég tók þátt í minni fyrstu Cross keppni árið 1993 og í minni fyrstu Enduro keppni árið 2000 í Þorlákshöfn þar sem var einn opinn flokkur og svaka stemming allan tímann.  Á þessum 20 árum hefur sportið mikið þróast og miklar framfarir orðið.  Ég er persónuelga rosalega sáttur við þann farveg sem motocrossið er í, í dag þó ég vildi sjá fleiri aldursflokka þar. Í sumar hefur umgjörðin, dagskráin, brautaraðstæður og annað verið til fyrirmyndar og ber sérstakelga að hrósa því.

Að mínu viti er staðan allt önnur þegar kemur að íslandsmótinu í  Enduro.  Því hlýtur maður að spyrja sig hvað sé að og hvað veldur því að aðeins 33 keppendur skrá sig í keppni á einu skemmtilegasta Enduro svæði landssins þar sem brautarlagning og aðstæður eru til fyrirmyndar.  Því vil ég með bréfi þessu koma mínum hugmyndum á framfæri en ég vil sjá breytingar á fyrirkomulagi á Enduro keppnum.  Ég vil taka það sérstaklega fram að ég hef ekkert út á keppnisstaði að setja, né brautarlagningu enda hafa brautirnar í sumar verið vel lagðar og verið skemmtilegar.

Tillaga mín að breyttu mótafyrirkomulagi í íslandsmóti í Endruo.

Lesa áfram Breytt fyrirkomulag í Enduro 2014?

Sportið okkar

Vefnum hefur borist bréf:

Motorhjólamenn og konur.

Ég hef setið nógu lengi á puttunum og lítið sagt um sportið OKKAR lengi.
Eftir að hafað tekið þátt á einhvern hátt síðan 1997 þar sem sportið var í mikilli uppbyggingu og flestir sem óku voru að byggja upp brautir ofl í sameiningu þó það hafi verið keppnismenn eða aðstoðarmenn. Í dag hefur kynslóðin aldeilis tekið snúning þar sem gamla kynslóðin sem byggði upp sportið er komið með nóg af þessu og farnir að sinna öðri sem er alveg eðlilegt og skiljanlegt, en það sem enginn áttaði sig á er að mjög fáir úr þessari nýju kynslóð hjólara nennir ekki að aðstoða við uppbyggingu og treysta á að það verði alltaf einhver sem sér um þetta. Íþróttin er því á hraðri niðurleið og keppendu fækkar mánaðarlega og samkeppni komin í brautir. Fáir nenna í dag að fara hjóla nema brautin sé ný löguð og búið að vökva, t.d viku eftir að Sólbrekka var löguð nennti ekki kjaftur að mæta þar sem hún var komin með nokkrar rákir og ekki vökvuð, brautin aldrei verið skemmtilegri en þetta árið,, fyrir 6-8 árum voru minnst 20-30 hjól alla daga í brautinni eða hinum brautum í dag sést ekki kjaftur nema í nýlagaða braut, já þetta er þróunin okkar og allir kalla þetta enn eitt vælið ,,, allavega hjá þeim sem gera aldrei handtak fyrir sportið,

Árið 2013 hef ég aldrei séð eins lélega samvinnu félaganna. Það buðu sig 3-4 fram  aðstoð sína við endurokeppnina síðustu og maður gat ekki keppt sökum aðstoðaleysi og leti þeirra sem voru ekki að keppa. Mér finnst þeir sem eru ekki að keppa ættu minnst að leggja sitt að mörkum að aðstoða, hvernig haldið þið að sportið væri ef enginn mundi bjóða sig fram?
Lesa áfram Sportið okkar

Landsmót UMFÍ

Nú líður að Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi dagana 4. – 7. júlí, keppt verður í motocrossi að þessu sinni og vonumst við í motocrossdeild UMFS eftir því að sjá sem flesta af toppökumönnum landsins keppa. Keppni á landsmóti er frábrugðin öðrum motocrossmótum þar sem að bæði er verið að keppa sem einstaklingur en einnig fyrir sitt héraðssamband en það eru einmitt héraðssamböndin sem velja sína þáttakendur en hvert héraðssamband hefur rétt til að senda fjóra karla og fjórar konur  til að keppa í motocrossi. Þá kemur upp spurning um flokkaskiptingu en hún er afar lítil vegna þess að einungis er keppt í einum karlaflokki og einum kvennaflokki þannig að þarna er svo sannarlegas hægt að segja að hér sé hægt að krýna besta karl landsins og bestu konu landsins í motocrossi. Verðlaunað er bæði fyrir einstaklingsárangur en einnig vinna þeir sem lenda í tíu efstu sætunum í hvorum flokki sér inn stig sem leggjast við heildarstigasöfnun þeirra sambands og mun lokastigafjöldi hvers sambands ráða úrslitum með það hverjir verða landsmótsmeistarar.

Lesa áfram Landsmót UMFÍ

Tikynning frá VÍFA

Vélhjóla íþróttafélag Akranes er með sína heimasíðu á Fésbókinni. Tengill hér.

Gamla síðan hefur verið lögð niður.

Stjórn VÍFA.

Akstur á motocrosshjóli á skíðasvæðinu í Bláfjöllum

Vefnum hefur borist stutt grein og eru menn vinsamlega beðnir um að lesa og taka tillit til annara útivistarunnenda.

Góðan daginn.
Ég fékk þá frétt í dag að í gærkvöldi kl 20:20 mætti skíðagöngumaður sem var að ganga í skíðaspori á sléttunni við Suðurgilslyftu bláklæddum manni á motocrosshjóli sem ók eftir skíðasporinu og spændi það upp. Göngumaðurinn náði ekki að tala við ökumanninn en ræddi við annann ökumann motocrosshjóls á bílaplaninu við Suðurgilslyftuna um þetta, í allt voru á þessum tíma 5 ökumenn á motocrosshjólum á/við bílastæðið.

Við óskum eftir aðstoð ykkar við að koma því á framfæri við ökumenn motocrosshjóla að þeir virði reglur um bann við akstri utan vega á skíðasvæðinu í Bláfjöllum svo ekki séu skemmd okkar íþróttamannvirki, sem eru skíðabrekkur og skíðaspor, sem lögð eru með ærnum tilkostnaði.

Bestu kveðjur með óskum um góðan íþróttavetur

Þóroddur F. Þóroddsson, formaður Skíðagöngufélagsins Ulls