Vefnum hefur borist bréf frá Pétri Smárasyni sem birtist hér fyrir neðan:
Enduro – Miklar breytingar – Allt að vinna – Ekkert að tapa
Þetta sumarið hefur Enduro verið mér ofarlega í huga, sérstaklega eftir þáttöku á Klaustri í vor þar sem voru hátt í 300 keppendur í flottri keppni.
Því miður hefur allt annað verið uppi á tenignum í Íslandsmótinu í Enduro og tók steininn úr í Bolöldu þegar aðeins 33 keppendur tóku þátt í öllum flokkum þrátt fyrir góðar aðstæður, frábæra braut og einstaklega vel lagða þó svo að hringurinn hefði mátt vera styttri.
Ég hef verið í kringum þetta skemmtilega sport í 20 ár, ég tók þátt í minni fyrstu Cross keppni árið 1993 og í minni fyrstu Enduro keppni árið 2000 í Þorlákshöfn þar sem var einn opinn flokkur og svaka stemming allan tímann. Á þessum 20 árum hefur sportið mikið þróast og miklar framfarir orðið. Ég er persónuelga rosalega sáttur við þann farveg sem motocrossið er í, í dag þó ég vildi sjá fleiri aldursflokka þar. Í sumar hefur umgjörðin, dagskráin, brautaraðstæður og annað verið til fyrirmyndar og ber sérstakelga að hrósa því.
Að mínu viti er staðan allt önnur þegar kemur að íslandsmótinu í Enduro. Því hlýtur maður að spyrja sig hvað sé að og hvað veldur því að aðeins 33 keppendur skrá sig í keppni á einu skemmtilegasta Enduro svæði landssins þar sem brautarlagning og aðstæður eru til fyrirmyndar. Því vil ég með bréfi þessu koma mínum hugmyndum á framfæri en ég vil sjá breytingar á fyrirkomulagi á Enduro keppnum. Ég vil taka það sérstaklega fram að ég hef ekkert út á keppnisstaði að setja, né brautarlagningu enda hafa brautirnar í sumar verið vel lagðar og verið skemmtilegar.
Tillaga mín að breyttu mótafyrirkomulagi í íslandsmóti í Endruo.
Lesa áfram Breytt fyrirkomulag í Enduro 2014? →