Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Frá WADA

Nýr listi Alþjóða Lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) yfir efni og aðferðir sem bannað er að nota í íþróttum tekur gildi 1. janúar 2005. ÍSÍ hefur sent listann til allra íþróttafélaga og deilda í landinu til kynningar en einnig til héraðssambanda og sérsambanda. Mjög mikilvægt er að listinn verði kynntur íþróttafólki og öllum þeim sem þurfa starfs síns vegna að kunna skila á þeim lyfjum og aðferðum sem bannað er að nota í tengslum við íþróttaiðkun. Sérstaklega skal athuga að fyrirkomulagi um undanþágur vegna notkunnar lyfja af bannlistanum í lækningaskyni hefur verið breytt. Nú þurfa allir að sækja um undanþágur á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vef ÍSÍ. Þetta þýðir að t.d. íþróttamenn sem nota astmalyf þurfa að sækja um undanþágu fyrir notkun þess, ekki dugir að greina frá því þegar viðkomandi er tekin í lyfjapróf.
Nánari upplýsingar má finna á lyfjavef ÍSÍ 

Með kveðju,
Anna Lilja Sigurðardóttir
Íþróttabandalag Reykjavíkur
annalilja@ibr.is
s. 5353706

Þá riðu hetjur

Ég hef verið að lesa bók Njáls er ber heitið Þá riðu hetjur um héruð og ber nafn með sóma. Þarna er sagt frá fyrsta endurotúrnum sem var frá Reykjavík til Hafnafjarðar og tók 19 mín. Einnig er góð lýsing á mótorhjólakeppni sem haldin var 1941 og voru keppendur 120. Oft hefur verið talað um hetjusögur mótorhjólamanna, en í þessari bók eru hetjusögurnar svo margar og ótrúlegar að unun er að lesa (meðal annars fyrstu ferðir yfir Kjöl, Kaldadal og fl. Einnig virðist þarna vera lýsing á fyrsta freestyle stökkvaranum á Íslandi þegar Guðmundur Ágústsson kom akandi að brú sem var fallin og bara stökk yfir til að komast leiðar sinnar. Þetta er bók sem enginn mótorhjólamaður getur verið án og verður að vera til á hverju mótorhjólaheimili.

Til hamingju Njáll og takk fyrir góða bók Hjörtur Líklegur.

Fólk eldra en 30 ára ætti að vera dáið !

Aron Reynis rakst á þessa skemmtilegu grein í Kópavogspóstinum og sendi okkur hana. Maður hefur einmitt velt þessu fyrir sér annað slagið 🙂


Fjöðrunin stillt

Ragnar Ingi Stefánsson skiptir um gorm í afturdempara. Hann segir mikla vakningu meðal hjólafólks um mikilvægi þess að stilla fjöðrun rétt.

EF það er eitthvað eitt á torfæruhjóli sem verður að halda vel við og stilla rétt, þá er það fjöðrunin. Þrátt fyrir það eru ótrúlega margir sem láta það sitja á hakanum að stilla fjöðrunina við sitt hæfi og missa þar með af tækifæri til að láta aksturseiginleika hjólsins njóta sín. Til þess að fá botn í þessi mál skulum við leita til manns sem er flestum fróðari þegar kemur að fjöðrun. Gefum Ragnari Inga Stefánssyni í Vélhjólum og sleðum orðið og athugum hvort hann lumi ekki á góðum húsráðum fyrir hjólafólk.

Ragnar: Það skiptir öllu máli að stilla hjólið fyrir þína þyngd, tegund af akstri og getu. Þegar fjöðrunin virkar rétt ertu líka öruggari, ferð sjaldnar á hausinn og endist lengur við bæði leik og keppni!

Við byrjum á að athuga hvernig hjólið er stillt miðað við þína þyngd og um leið athuga hvort þörf sé á stífari eða mýkri gormum til að fá allt til að virka rétt!

Byrjum á afturfjöðruninni. Það eru nokkur illþýðanleg hugtök sem koma við sögu þegar fjöðrun er annars vegar og það fyrsta er svokallað „sag“, þ.e. hversu mikið afturfjöðrunin sígur saman þegar að þú situr á hjólinu. Það á að vera ca 1/3 af heildar slaglengd fjöðrunarinnar. 125 cc og stærri hjól ættu að hafa frá 90 – 100 mm „sag“ og 80 cc hjól eiga svo að hafa 80-90 mm „sag“.

Lesa áfram Fjöðrunin stillt

2 Trac drifið

Í sambandi við grein í Mogganum um Yamaha 2-trac, finns mér vanta að það eru Öhlins menn sem hafa hannað þetta system. Það er Öhlins í Svíþjóð sem smíðar allt systemið. Þetta er fyrsta 2-trac systemið sem virkar og eru fleiri framleiðendur hrifnir af því. Upphaflega áti þetta system að
vera aftermarket, sem þú gætir keypt og sett á hjólið þitt. En þar sem þetta er flókin búnaður að setja á hjólin, var ákveðið að þetta yrði selt til framleiðenda eða söluaðila þar sem hjólin
yrðu seld, tilbúin með 2-trac. Öhlins fjörðunin sem er á hjólinu, er til að flest hjól, að hún sé góð
vita flestir, að hún sé dýr, veit ég ekki, en best er að gera fyrirspurn til okkar um, enduro eða motocross fjöðrun.

Öhlins 2 Wheel Drive for Motorcycles The 2-wheel drive system from Öhlins Racing AB means a technological breakthrough for the world of motor cycles, when Öhlins can offer, a
reliable, compact and relatively inexpensive system that can be installed in virtually any motor cycle without requiring any major modification of the frame or the front fork.

When Yamaha in the beginning of 2004 launched the first series of Yamaha WR 450 F 2WD it?s a great success for Öhlins Racing AB, who now sees a development project that has taken almost ten years going into series production. The two-wheel drive system from Öhlins Racing AB brings
benefits for all kinds of riders ? racing riders can reduce lap times and in-experienced new owners will benefit from more sure-footed road holding.

Með kveðju að norðan,, Siggi Öhlins

Íslenskt Súpercross

Ég á mér draum um íslenskan Supercross vetur! Væri það ekki ótrúlega svalt ef að við hefðum aðstæðu til að æfa innanhús á veturnar. Ef að við gætum keyrt á „mini“ Supercrossbraut eða það sem ameríkanarnir kalla Arenacross. Við þurfum ekki risa höll til þess að þetta gæti orðið að veruleika …sjá meira
Kv, Ingi / MotoXskólinn