Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Svar frá keppanda, varandi bikarmótið á Akureyri

Hann Þór Þorsteinsson ætlar að svara fyrir norðlendingana, vegna gagnrýni Péturs á bikarkeppnina fyrir norðan. Hann segir meðal annars: Hann Pétur fer ófögrum orðum um frammistöðu norðan manna vegna Keppninnar á Akureyri um verslunarmanna helgina. Þar sem aðeins 17 keppendur voru skráðir í keppnina gátu norðan menn að sjálfsögðu ekki lagt út mikinn kostnað. Keppendum hefði verið nær að skrá sig í vikunni svo að keppnishaldarar gætu gert sér grein fyrir umfanginu Lesa áfram Svar frá keppanda, varandi bikarmótið á Akureyri

Bréf frá keppanda

Geta virkilega hvaða fúskarar sem er haldið bikarmót???

Ég tók stefnuna norður um verslunarmannahelgina eins og svo margir aðrir,
og réði bikarmót/handfangarmót sem var haldið þar í bæ úrslitum um stefnuna.

Til að öðlast meiri reynslu í íslandsmótinu skellti ég mér norður og tók þátt,
en varð fyrir svo miklum vonbrigðum og þar sem ég heirði að ég var ekki einn um það ákvað ég að skrifa bréf sem ég vonast eftir að birtist á vefnum því þetta var skömm fyrir sport á svona mikilli uppleið.

Keppnisgjöldin í þessa keppni voru 5000 eins og í kepnir í íslandsmótinu, sem er í lagi ef keppnishaldið er í lagi (35 keppendur = 175.000)

Brautin var algerlega ekki tilbúinn í keppni ekki grjóthreinsuð, léleg uppstökk og öll í gömlum förum og holum á öllum bremsuköflum,
enginn tímatökubúnaður var til staðar og það var enginn startbúnaður notaður, bara flagg og hvert moto var 8 mínútur + 2 hringir sem er styttra en í íslandsmótinu (15 mín + 2 hringir) og áhorfendasvæðinn alveg ómörkuð og olli það miklum leiðindum á staðnum.
En eftir að það var búið að keyra þessa keppni í gegn kom að verðlaunaafhendingunni og það sló nú öll met í fúskinu, gúmíhandföng fyrir öll sæti í öllum flokkum, Ég stóð í þeirri meiningu að bikarmót væri mót sem teldi ekki stig til íslandsmeistara en væri eins upsett að öllu leiti (eins og td keppnin á Álfsnesi sem var 100% að mínu mati) Svona mót ætti að heita handfangarmót. Ég vona að norðanmenn skammist sín fyrir þessa
frammistöðu og endurgreiði keppnisgjöldin og noti aðgangseirinn til að láta að minstakosti prenta viðurkenningu fyrir mætingu og sæti. Menn eiga ekki að vera að taka að sér að
halda svona keppni ef þeir geta ekki gert það sæmilega og svo væri gaman að vita í hvað keppnisgjaldarpeningurinn fór???

Flest allir sem ég veit um hafa annað að gera um versl. en að láta plata sig í svona rugl.

Pétur Smárason # 35

Gagnkvæm réttindi og skyldur til meistarakeppna!

Í umræðum og greinaskrifum undanfarið um hverjir geta keppt til Íslandsmeistara í motocross og hverjir ekki, má sjá hin sér Íslenska einkahagsmuna molbúahugsunarhátt í hnotskurn. Menni vilja öll réttindi til að keppa og safna stigum í öðrum löndum, en ekki virða þær skyldur sem því fylgja gagnvart öðrum. Þegar það er talið hennta er gripið til tilvísana í reglur sem menn eru ekki aðilar að og keppnisgreina sem koma motocross ekkert við máli sínu til stuðnings.

Motocross er FIM keppnisgrein. FIM er viðurkennt af alþjóða olympíunefndinni og FIA, sem eru systursamtök FIM hvað varðar keppnir á bílum. Reglur FIM eru að flestu leyti hliðstæðar reglum FIA, sem ég þekki mjög vel. Það væri því nær að sækja í reglur FIM en reglur um tennis, pílukast, skák eða annað.

MSÍ er ekki aðili að ÍSÍ, FIM eða öðrum alþjóðlega viðurkenndum samtökum. MSÍ hefur heldur ekki neinar reglur um íslandsmeistarakeppnir og því koma þessi vandamál upp núna. Við erum aftur á móti stödd á Íslandi, sem er aðili að EES samningnum, sem er hluti af Evrópusambandinu hvað varðar ákveðin atriði eins og frjálsan og gagnkvæman flutning varnings, fjármagns og fólks milli landa innan svæðisins. Samkvæmt því er bannað að mismuna fólki eftir litarhætti, kyni, trú og þjóðerni innan samningssvæðisins. Evrópusambandið viðurkennir FIA og FIM.

Því er það þannig, að FIA og að ég held FIM hefur gengið frá fyrirkomlagi sem gildir sérstaklega innan svæðisins. Það hljóðar í stuttu máli þannig, að ríkisborgarar landa innan svæðisins hafa jafnan rétt og ríkisborgarar viðkomandi lands og bera einnig jafnar skyldur. Annað á við um ríkisborgara landa utan svæðisins eins og t.d. Bandaríkjanna. Landskeppnir og meistarakeppnir innan svæðisins eiga að vera opnar fyrir öllum borgurum EB og EES. Þetta er það fyrirkomulag sem FIA hefur viðhaft undanfarin ár. Ítali getur orðið bretlandsmeistari í Rally, Dani í Svíþjóð o.s.frv. Bandaríkjamaður, Japani eða Afríkubúi getur það ekki.

Það að breyta eða búa til reglur eftir að keppnistímabil er hafið og viðkomandi hefur tekið þátt og safnað stigum gengur einfaldega ekki. Keppandinn verður að fá að njóta vafans og menn að nota það sem stendur þeim næst. Það að mínu viti eru reglur FIM og það fyrirkomulag sem gengur og gerist í þeim löndum sem Ísland er samningsbundið við og viðhaft er í þeim löndum sem um ræðir, þ.e. Íslandi og Svíþjóð í þessu tilfelli. Gæti Íslendingur þannig orðið Svíþjóðar meistari í motocross? Það er spurningin sem þarf að svara í þessu tilfelli, en ekki hvað gert er í tennis. Við gætum þá allveg eins sótt tilvísun og samanburð í Sumo glímu í Japan og fært rök fyrir því að það ætti við hér, þar sem hjólin væru framleidd í Japan.

Mín niðurstaða er því sú, að ríkisborgarar landa á evrópska efnahagssvæðinu eiga fullan rétt á að keppa til Íslandsmeistara í motocross, sem og í öðrum greinum akstursíþrótta, en ríkisborgarar landa utan svæðisins ekki. Þetta er háð því að vera með gilt keppnisskírteini í viðkomandi landi skv. reglum. Ég myndi telja að dómstólar myndu komast að sömu niðurstöðu

Ólafur Guðmundsson,

Félagi í VÍK, Snigill #1000 og alþjóðlegur dómari FIA í Rally, GT, F3000 og F1.

Erlendir Íslandsmeistarar!!

Í mínum huga er þetta ekki spurningin um það hvort einhverjar reglur stangist á við aðrar reglur sem hugsanlega gilda ekki nema stundum og þá aðeins ef viðkomandi er meðlimur hér eða þar..! Þetta er einfaldlega spurning um hvað mönnum finnst rökrétt eða sanngjarnt og síðan verði reglurnar látnar endurspegla það. Málið er skýrt í mínum huga; Allir eiga að hafa möguleikann á að taka þátt í hvaða móti sem er og þá eðlilega geta allir sem á annað borð fá að keppa unnið viðkomandi keppni. Gefi viðkomandi keppni stig til Íslandsmeistara titils þá eðlilega fá ekki aðrir slík stig nema þeir sem á einhvern hátt teljast til Íslendingar – t.d. vegna langrar búsetu eða annarrar varanlegrar tengingar við landið. Hér nægir ekki að vera „íslandsvinur“. Hér þarf náttúrulega að setja einhver skynsamleg mörk fyrir því hvenær menn hætta að vera „íslandsvinir“ og teljist til Íslendinga. Sumir kynnu að heimta ríkisborgararétt og aðrir láta sér nægja skilgreininguna „þriggja ára samfeld búseta“. Málið er bara að um titilinn séu að keppa menn og konur sem hafa haft svipaða möguleika á að þróa sína færni í íþróttinni og standi því uppúr sem þeir bestu meðal jafningja. Hvernig litist mönnum annars á ef árlega kæmu hingað rússneskir fimleikamenn og notuðu íslandsmótið til æfinga og tækju svo með sér Íslandsmeistaratitilinn í fimleikum með sér til Rússlands á hverju ári! ?? Vissulega nauðsynleg lyftistöng fyrir íþróttina en ég efast um að menn myndu sætta sig við þetta til frambúðar!

Kær kveðja / Best regards,

Einar Sverrisson