Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

330 manns í frumsýningarveislu Cannondale

Lokuð frumsýningarveisla var haldin í húsakynnum Bílabúðar Benna s.l. laugardagskvöld. Var þar margt um manninn og reyndar miklu fleiri en nokkur átti von á. Jólagjöfin frá Bílabúð Benna var Ljóshraða-serían 2002 á VCD-diski. Bjarni Bærings stýrði hófinu og Jói „Bærings“ sá um grafísku hliðar gleðinnar. Benedikt Eyjólfsson kynnti til sögunnar Cannondale umboðið ásamt öðrum tengdum torfæruhjólavörum sem Bílabúð Benna mun verða með. Frú Umhverfisráðherra og bifhjólakona, Siv Friðleifsdóttir, steig á stokk og lýsti yfir fullum stuðningi við okkur torfæruökumenn í baráttunni fyrir úthlutuðu æfingasvæði. Hún hafði unnið heimavinnunna vel, talað við rétta aðila í kerfinu og kom Heimi og Hákoni í samband við öfluga áhrifamenn. Bindum við miklar vonir við þennan öfluga stuðningsmann okkar. Siv endaði mál sitt með því að svipta hulunni af nýja X440 krossaranum. Veitingar voru fram bornar af forkunnarfögrum ofurfyrirsætum og mjöðurinn rann niður digurlega barka ökumanna meðan hjólin voru tekin út og gæðaprófuð af sjálfskipuðum sérfræðingum kvöldsins. Eftir fjörugt kvöld og dillandi gleði tók alvara lífsins við hjá ansi mörgum – bjarga leigubíl niður í miðbæ og skella sér aftast í biðraðir öldurhúsa borgarinnar, í beljandi rigningunni…!!! Bjarni Bærings.

Cannondale frumsýning á laugardagskvöld

Cannondale

Bílabúð Benna kynnir í fyrsta sinn á Íslandi amerísku torfæruhjólin frá Cannondale, í húsakynnum sínum að Vagnhöfða 23. Lokuð frumsýningarveisla verður haldin laugardagskvöldið 14. desember. Öllum meðlimum VÍK, AÍH, VÍV, MÁ, VÍR, KKA, VÍS, MSÍ og Sniglum er boðið í veisluna. 2003 árgerðin af Cannondale verður afhjúpuð ásamt óvæntum uppákomum og níðþungum veitingum. Sá/sú sem sviptir hulunni af fyrstu Cannondale hjólunum er án nokkurs efa ein áhrifamesta bifhjólamanneskja okkar tíma. John Harriman sérfræðingur frá Cannondale verður á staðnum og svarar tæknilegum spurningum um hjólin. Von er á fjölda gesta og mikilli gleði. Veislan hefst kl. 18.00 og fyrstu 100 gestirnir eiga von á óvæntri jólagjöf frá Bílabúð Benna…!!! F.h. Team Cannondale, Bjarni Bærings.

Lesa áfram Cannondale frumsýning á laugardagskvöld

Grein frá einum dönskum

Vefnum var að berast grein frá íslenskum ferðalangi í Danmörku.

Nú fyrir stuttu var undirritaður í Skandinavíu í sinni sjötugustu en ekki síðustu ferð um mesta menningar pláss jarðarbúa. Það er að sjálfsögðu ekki í frásögu færandi ef ekki væri eitt sem setti mark á ferðina öðru framar.  Niðri á brautarstöð í Kaupmannahöfn áskotnaðist mér eintak af Dönsku útgáfuni af BIKE.  Bike er að mestu götuhjólablað sem kemur út á fjórum norðurlandatungum og kaupir undirritaður það þegar ekki er grænni taða í sjónmáli. En það sem sagt skildi er að þessu eintaki fylgdi svokallaður DVD diskur fullur af MC efni sem hafði verið tekið á Spáni er alþjóðlegur hringur MC blaðamanna var að prufukeyra öll helstu götu(keppnis)hjólinn 2002.  Ducati 748R, 998R, Honda, Suzuki, Kawasaki, Yamaha ZXVTRGSXYZFSP – og Honda CBR 600 sport.  Það hefur verið þrælgaman að skoða þetta efni sem teigir sig í tugi ef ekki hundruða mínútna og væntir undirritaður að þess sé að vænta að þessi tuttugu eða svo mótorhjólablöð muni fljótlega senda DVD efni frá torfæruhjólunum!!!!

Kveðja # 9,52,99.

Fréttir að Norðan

„Hér hafa menn verið að keyra á ís á tjörninni við Skautahöllina. Mikill ís-áhugi hjá okkur. Verður jafnvel æfingarkeppni næsta laugardag, ef veður leyfir. Kristján Skjóldal, betur þekktur sem Dragsterökumaður og íslandsmeistari í Sandspyrnu, er búinn að selja draggann og kominn á 520 KTM og ný Trelleborg. Alinn upp á hjólum, enn aldrei keyrt á ís-dekkum áður. Alveg villtur á 520 hjólinu. Árni Grant fyrrum Torfærukappi og sleðameistari, er búinn að selja 2-stroke 550 KTM bombuna og kominn á 400 EXC KTM með „happytakka“ ( rafstarti.)Aldrei verið eins gaman og núna !! Gunni Hákonar WSA-Snocross maður og fyrrum sleðameistari, á 4-stroke 250 Yamaha hjólinu, keyrir á ísnum og stoppar bara til að tanka og sofa. Og Bóndinn á 450F Hondunni prjónar um allan ísinn með bros á vör. ( fraus víst brosið þegar hann prjónaði yfir sig.) Þegar byrjað að plana ferðir næsta sumar, og bara gaman. Mikil gróska á Dalvík þar sem Dalvíkurbær er að aðstoða strákana í að gera crossbraut, rétt utan bæjarins. Einnig uppgangur á Ólafsfirði og á Húsavík eru Birkir og félagar, búnir að fá lánað tún, og ætla að vera með braut í vetur á túninu, sem er flott fyrir nagladekkin. Hér hjá mér er boðið upp á kaffi og vínarbrauð, alltaf á miðvikudögum kl 09.3o Þar er farið yfir stöðuna og málin rædd. Baráttukveðjur…. Siggi B. / Motul.is“

Viðtal við Paul Edmundson

Til þess að koma viðtalinu til ykkar sem fyrst er þessi út gáfa ekki þýdd,vinsamlegast kalli til foreldri varðandi þýðingu. UK Enduro guru Paul Edmonson returns to Europe after a five year spell in the USA racing cross-country events. In his third decade of racing off road, Edmonson will ride for Husqvarna, the Italian manufacturer that has already earned him a World Enduro Titles. We spoke to the man they call „Fast Eddy“ about racing in America, Lesa áfram Viðtal við Paul Edmundson

Hámarkshraði – Gírhlutföll

Höfundur: Haraldur Ólafsson

Hámarkshraði – Gírhlutföll

Nú er það svo að meiri hluti torfærumótorhjóla er ekki með hraðamæli.Oft heyrast vangaveltur um það hver hámagkshraði motocrosshjóla er o.s.frv. Ýmsar leiðir eru til að finna út hver hámarkshraði hjóla er. Ein leiðin er sú að reikna þetta út miðað við snúningshraða vélarinnar og gírhlutföll.
Ef við skoðum hvað er átt við með gírhlutföllum er rétt að skoða lið fyrir lið hvað gerist.Gíring er leið til að minnka snúningshraða afturhjólsins gagnvart snúningshraða Lesa áfram Hámarkshraði – Gírhlutföll