Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Enduro – hugmyndir um breytingar

Mig langar að leggja fram nokkrar hugmyndir varðandi framkvæmd enduro-keppna.
Ég vil áður en lengra er haldið, hrósa þeim sem að framkvæmd þeirra hafa staðið fyrir óeigingjarnt starf og þá sérstaklega Hirti líklegum. En eins og Íslendinga er siður tel ég mig hafa eitthvað til málanna að leggja og vil varpa hér fram nokkrum hugleiðingum og vona ég að með þessu komist af stað umræða um þessi mál.

Lesa áfram Enduro – hugmyndir um breytingar

Viðtal við Dick Lechien,stofnanda Maxima Oils

Það eru ýmsar hugmyndir um hvernig eigi að sjá vélhjólavélum um smurningu ,en aðeins fár aðferðir réttar.Til að hreynsa allan misskilning um efnið náðum við tali af Dick Lechien,stofnanda Maxima oils,og spurðum hann.
enduro.is:Hvaða blanda fyrir 2.geingis vélar er best,þ.e.a.s.olía og bensín?
DL:32:1er góð blanda fyrir MX en ´trial ökumaður gæti hæglega notað 100:1.þar sem hann sjaldnast snýr vélinni að nokkru ráði.Hinsvegar mundi 125cc götu reiser þurfa 16:1 vegna mikils snúnings vélarinnar.
Vélin er í raun bara pumpa:hún innbirður eldsneyti og loft,brennur eldsneytinu og smá súrefni og spýtir restinni út.
Því meiri snúningur vélarinnar,því meira af olíu þarf að vera í eldsneytinu.
Til að gera langa sögu stutta ,þá þarf Mike Brown(ný kríndur 125 MX Meistari USA) meira af olíu í tankinn en einhver stráklingur á svartri Hondu.

enduro.is. Er það rétt að há oktan benzín sé kraftmeira en venjulegt benzín og að gott sé að nota (reis)benzín á hjólin?
DL: 95 oktana benzín er mun sprengifimara en tildæmis 100.oktan benzín.
þegar benzín er sett undir þrysting verður það sprengifimara og því hærri sem oktan talan er því meiri þristing þarf til að fá sama sprengikraft og hjá lægra oktan benzíni.
Kepnislið nota alment kepnisbensín,það er yfirleitt vegna þess að vélarnar eru kraftmeiri en alment,háþrýstari o.s.f.v.
Ef svona hjól mundu nota almennt benzínstöðva Kraftstoff myndu vélarnar fara forsprengja og láta öllu illum látum og loks myndi stimpillin bráðna,brotna!! úrbræðsla!!!!

Hvað er trial?

Trial er ný vélhjólaíþrótt hér á landi. Íþróttin byggir á því að ekið er eftir fyrirfram ákveðinni leið yfir hindranir án þess að stoppa og stíga niður fæti. Þetta er því einskonar þrautakóngur á vélhjólum. Þegar ekið er yfir hindranir getur hraðinn verið allt frá mjög litlum hraða upp í ca. 60 km/klst. En það er ekki hraðinn sem skiptir mestu máli heldur nákvæmnin. Í hvert skipti sem ökumaður stöðvar eða stígur niður fæti þá fær hann refsistig frá dómara. Það skal tekið fram að það er einungis einn keppandi í hverri þraut í einu. Til þess að útskýra þetta betur þá skulum við líkja þessu við golf. Í golfi þá safnar þú refsistigum í hvert skipti sem þú slærð boltann. Þegar þú byrjar á nýrri holu er stigagjöfin núll. Eftir því sem þú notar fleiri högg því fleiri stig færðu. Í lok hverrar holu vinnur sá keppandi sem fengið hefur fæst stig. Í trial þá er brautin byggð upp á þrautum og keppandinn byrjar hverja þraut með núll stig. Lesa áfram Hvað er trial?

Fölsuð hjól !

Einhver góður brandari í Danaveldi hefur séð ástæðu til að falsa 3stk CR500 til landsins. Tvö koma frá Reykjanesi, annað frá Höfnum og hitt var selt í Njarðvík. Þau koma gegnum einhvern Gosa í Danmörku. Búið er að selja 2stk. sem 99 árgerð en annað þeirra lenti hjá VH&S í endursölu í gær. Raggi sá strax að hjólið var ’95árgerð, engann veginn ’99. Við settum stell númerið gegnum EKJU og út kom að hjólið var flutt inn sem árgerð ’99. Við nánari skoðun er búið að slípa niður stell númerið og slá inn öðru númeri. Það er ekki einu sinni vel gert! Hjá Honda passaði númerið við ’99 og greinilegt að falsarinn hefur aðgang að dealer upplýsingum í Baunmörku. Eitt svona hjól er enn í tolli og hægðarleikur að finna innflutnings aðila og stoppa þetta grín.
Steini.

Gamli góði XR-600

Búinn er að setja saman nokkrar línur um “gamlan vin” –XR 600 sem nú er að mestu út-dauður, og fylgja 4 myndir.  Gæti verið þokkaleg lesning.  Kveðja 4.

Förum ca. 6 ár aftur í tímann og þá þótti Honda XR 600 ennþá einn flottasti “thumperinn”  í bænum.  Förum aðeins lengra aftur,  kannski 10 ár og þá var bara ekkert annað til heldur en Honda XR 600 (amk í hugum flestra).  Enginn var maður með mönnum nema eiga honduna, og ekki að ástæðulausu, hjólið var gott á þeirra tíma mælikvarða, virkaði vel, var fjölhæft, flott og ekki síst alveg ódrepandi.  En svo kom Yamaha með YZ400 fourstroke sem svo óx úr öllu valdi og er afleiðingin fjórgengis bylting sem má alveg lýsa sem æði.  Hondan þróaði síðar alveg nýja hugmynd af fjórgengishjóli sem í dag heitir CRF (og CRF-X sem er endúró týpan) og smátt og smátt helltist gamli góði XR-inn úr lestinni sem forystufákur í fjórgengisdeildinni. Auðvitað mega XR-in sín lítils gegn nútíma fjórgengishjólum í keppni.  Þau eiga einfaldlega ekki sjéns (nema kannski í Baja). Lesa áfram Gamli góði XR-600

Husqvarna (og ISDE)

Ég sé og heyri að menn eru að velta fyrir sér stöðu Husqvarna í dag, og ekki að ástæðulausu. Sagansegir að Husqvarna opni útibú hér á landi í vetur.  En ýmsar spurningar um stöðu Husqvarna eru í loftinu. Hér er það sem ég veit þó að er að gerast.

Husqvarna kynnti í fyrra nýja línu af hjólum og voru þar mest áberandi TE 250, 400 og 450.  Ekki að álit mitt sé einhver stóridómur en persónulega tel ég að Husqvarna eigi ekki eins sterkt CROSS hjól og Honda CRF. En í ENDURO deildinni er stðan önnur og tel ég að TE450 sé eitt áhugaverðasta hjólið (ásamt KTM 450).  Paul Edmundson hefur verið mjög ánægður með TE250  í ár sem líkist ekki í neinu “gömlu góðu” Husqvarna hjólunum.  Hans helsta umkvörtunarefni er að aflið skortir eilítið í 250 hjólið miðað við Yamaha 250 sem hans helsti keppinautur, Knight, hefur ekið.  Hinsvegar er kallinn byrjaður að nota TE 400 núna (í ISDE) og virðist vera drullu sáttur við hjólið.  Ég sá stöðu mála í ISDE og það er gaman að sjá hversu sterk Husqvarna eru þar.  Hvað varðar svo framleiðslumál hjá Husky eru blikur á lofti.  Til stóð að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en það hefur nú hlaupið snuðra á þráðinn sem á mannamáli þýðir að peninga skortir sem kemur til með að koma niður á fjölda hjóla sem verða framleidd.  Synd og skömm.  Team Husqvarna UK og þar á meðal Paul Edmundson fengu ekki greidd umsamin laun frá Husky sl. season sem er tilkomið vegna áðurnefndra peningavandræða.  Þrátt fyrir þetta bull hefur Paul líst yfir vilja sínum að vera í Team Husky næsta ár sem talsmenn Husky mega þakka fyrir. Þrátt fyrir allt bullið er Paul ánægður með hjólin og virðist hafa trú framhaldinu.  Vonandi að nú geti þeir borgað umsamin laun.  Husqvarna hefur reynt að einbeita sér að hafa hjól fyrir keppnisliðin klár en fá hjól hafa verið fáanleg fyrir almenning.  Hvað varðar okkur hér á íslandi þá er stór aðili að undirbúa opnun Husqvarna umboðs með hækkandi sól, eða svo hvísla litlu fuglarnir.  Ljóst er að það þarf stóran og fjársterkan aðila til að starta dæminu, það þarf að gerast af fullum krafti, kveða niður gamlar Husqvarna draugasögur og byrja að hirða dollur í íslenska endúróinu og crossinu.  Auðvitað er það svo að önnur merki ss. KTM, súsúkí, Husaberg, Honda osfrv, eru ekki spör á yfirlýsingar um Husqvarna og hversu hrikalegt ástandið er þar.  Því verður ekki leynt að peningavandræði ítalana eru veruleg en hvað gæði hjólanna varðar held ég að niðurstöður erfiðustu endúrókeppna í heimi (ss ISDE) þetta ár, í fyrra og svo framvegis tali sínu máli.  Allavegana fyrir mig!   Sú var tíða að enginn var maður með mönnum nema hann keppti á Husky.  Þetta breyttist allt, peningavandræði komu í spilið og gæði hjólanna fóru hratt niður á við.  Sl. 2 ár hafa orðið miklar breytingar og nú eru Husqvarna aftur með “hardcore” græjur.  Hinsvegar kostaði framþróunin of mikla peninga og nú eru vændræði með að taka skrefið til fulls.  Á meðan Husqvarna hefur ekki aur til að standa undir mikilli framleiðslu og standa í auglýsinga og áróðursherferðum eins og önnur companý gera, fær almenningur ekki að kynnast styrkleika nýju hjólanna.  Þar til það gerist verðum við að treysta á hugsuði eins og Paul Edmundson að halda augum okkar opnum.   Lesa áfram Husqvarna (og ISDE)