Aðsend grein. Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 15.september 2011.
Í Bændablaðinu þann 18. ágúst sl. var auglýst mótorhjól sem „nýjung í smalamennsku“. Létt klifurhjól, tætir ekki upp gróður, umhverf- isvænt. Með þessari auglýsingu opnaðist heit umræða um smala- mennsku á vélknúnum tækjum og utanvegaakstur.
Flest mótorhjól eiga ekkert erindi í smalamennsku
Ég er á þeirri skoðun að motocross- mótorhjól eigi ekkert erindi í smala- mennsku þar sem gróður er. Þau eru sérsmíðuð keppnistæki til aksturs á motocross-brautum, en öðru gegnir með svo kölluð enduro-hjól, sem eru aðeins mýkri, en samt í flestum til- fellum óhentug til smalamennsku. Það er því vissulega fagnaðarefni ef þessi klifurhjól geta verið notenda- væn í smölun og alltaf ber að fagna nýjungum. Af hverju mættu bændur ekki nýta sér nýjustu tækni eins og aðrir? Mér fannst ég knúinn til að kanna málið.