Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Framboðsmál

Vefnum hefur borist ný áskorun með nýju sniði frá formanni VÍK.

Í framhaldi af skrifum mínum hérna á vefnum um hverjir ætla að taka við í stjórn klúbbsins, vil ég rifja upp eftirfarandi sögu, en þetta er góð saga sem lýsir ástandinu í framboðsmálun á þann hátt að allir ættu að skilja.  Sjá söguna.
Magnús Þór Sveinsson

Óánægja með keppnisdagatalið

Vefnum hefur borist bréf frá Vestmannaeyjum.

Hvað er í gangi! Vilja menn sleppa eyjakeppninni úr Ísl.mótinu í crossi næsta sumar? Eða hafa menn upp á eitthvað betra að bjóða. Í Eyjum er fullbúin braut sem lögð er í náttúrulegu landslagi með brekkum, hólum og hæðum + tilbúnum pöllum. Brautin er erfið MX-braut(kannski of erfið fyrir suma). Eru menn kannski að setja fyrir sig ferðakostnað fyrir eina ferð með Herjólfi á meðan við förum u.þ.b. 6 keppnisferðir yfir sumarið og látum það ekki hindra okkur í að stunda þetta frábæra sport. Það hljómar undarlega að menn séu tilbúnir að fórna því að keppa á þessari alvöru mx-braut þar sem keppt er með fullu leyfi og stuðningi bæjaryfirvalda, fyrir kannski braut í Reykjavík sem ekki er til en verður vonandi einhverntíman að veruleika.
Hvað finnst mönnum vera boðleg mx-keppnisbraut???
1. Reykjavík (???????????)
2. Selfoss (stuttur góður æfingahringur)
3. Akureyri (flatt svæði með stórum stökkpöllum (supercross))
4. Ólafsvík (mjög góð braut)
5. Eyjar (tilbúin braut frá náttúrunnar hendi)
Þetta eru aðeins mínar hugleiðingar, með von um breitt keppnisdagatal og skemmtilegt motocross tímabil.
Með (o-ring)keðju Sævar „Langston“ B-kongur
PS. í Eyjum er hægt að hjóla 11 1/2 mánuð á ári. Allir velkomnir nema fýlupúkar.

Hver ætlar að taka við?

Ég vil byrja á því að óska öllum félagsmönnum í VÍK gleðilegs árs og þakka fyrir þau gömlu. Nú þegar það styttist í aðalfund VÍK vil ég velta upp þeirri spurningu. Hverjir ætla að taka við í stjórn klúbbsins? Því eins og fram kom á síðasta félagsfundi þá ætla fjórir af fimm meðlimun stjórnarinnar að hætta. Það er því nokkuð ljóst að það vantar fjóra drífandi einstaklinga til að taka sæti í stjórninni, til þess að fylla upp í þau skörð sem þar myndast. Skúli er sá eini sem ætlar að bjóða sig áfram í sjórn VÍK. Mér hefur verið bent á það, að það sé ekki viturlegt að skipta svona mörgum út í einu, og er ég sammála því. En eins og staðan er í dag þá er enginn af þessum fjórum einstaklingum tilbúinn að halda áfram í stjórninni og er ég þá meðtalinn. Við sem ætlum að hætta komum sjálfsögðu til með að aðstoða væntanlega stjórn í að komast inn í þau mál sem fylga því að halda utan um klúbbinn og rekstur hans. Ég tel að fráfarandi stjórn skili góðu búi og það sé ekki erfitt verk að taka við stórnartaumunum. (Vá! Þetta var eins og hjá Davíð) Ég vil því hvetja menn til þess að íhuga það hvort stjórnarseta í VÍK, samheldnasta mótorsportklúbbi á Íslandi sé ekki eitthvað sem vert sé að skoða. Því ég er farinn að hafa nokkrar áhyggjur af framtíð VÍK miðað við þær dræmu undirtektir sem framboðsmálin hafa fengið. Og ég trúi því ekki að enginn hafi áhuga á þessum skemmtilegu félagsstörfum. Því vissulega eru þetta skemmtileg og gefandi félagsstörf sem gaman er að vinna. Þess vegna skora ég á menn að bjóða sig fram til stjórnarsetu sem fyrst því það styttist óðum í aðalfund.

Virðingafyllst
Magnús Þór Sveinsson
Formaður VÍK

Jólabónus??

Þórir Kristinsson sendi vefnum tvær myndir sem hægt er að nota með eftirfarandi orðsendinu:

Ég á dáldið af M-X myndum sem ég hef verið að gera. Hér eru tvær sem þú getur sett á netið sem “jólabónus” fyrir alla sem eru þreyttir á skammdeginu og hugsa um bjartari tíð. Fínt sem skjámyndir. Þakka góðan vef. (Þórir Kristinsson)

Bog Work ævintýri í Englandi

Steini Tótu sendi vefnum stutta lýsingu á ævintýri sínu um síðustu helgi.

Steini Tótu fór um helgina á “ Steve Bertrams memorial Bog Wash “ í norður Englandi. Innlendingar ákváðu að nú fengi Íslendingurinn að finna hvað “ Bollocks Bog Work“ væri.  Bog work snýst aðallega um að bera hjólið sitt um endalausa mýri, upp úr festum ( upp að sæti ) o.s.frv. „Bog“ er sem sagt mýrarpyttur.
Steini hélt að „Wales Enduro“ Væri ca. toppurinn á drullu bullinu, en þetta var spes. Þegar hjólið var upp að eyrum, voru ennþá 200m eftir í land.
Sviti og innan blaut föt hafa fundið nýja merkingu.
Mæling á enduro galla er:
1) Ef þú ert tilbúinn að halda áfram eftir 3 festur þá er Gore Texið að virka.
2) Ef þú ert tilbúinn að halda áfram eftir 5 festur. ( Að lyfta hjóli úr mýri er aðallega spurning um hvort þú sért maður eða kona ) Þá er spurning hvort þetta sé gaman.
3) Ef þú meikar trjágöng með 50 drainage-um ( þverskurðir til vatnslosunar ) ca. 1/2km á einni gjöf, ertu orðinn enduro guð, og hinir fara að spá í hvaða græjur þú ert með. Trjágöng hafa þann skemmtilega eiginleika að hafa ekkert grip. Bara mosa og drullu.
Planið hjá Englendingum fór „Out the window“ á slóð sem kallast “ The Coarse Way“ Þar átti að sýna hver var undan hverjum og hlæja svolítið að aðkomumanninnum.
Túrinn breyttist í “ Disaster “ þegar útlendingurinn á KDXinu var sá eini sem komst í gegn og innlendir urðu að fara framhjá “ The hard bit “ Eingöngu til að villast af leið og týna útlendingnum, sem hélt áfram eftir kortinu og fann innfædda löngu síðar eftir myrkur, í þorpi þar sem allt var frosið. Mannskapurinn, Pöbbinn og hjólin.
Steini Tótu er að spá í hvort Disaster tours ( Þar sem ekkert virkar eftir plani ) gæti veri buisiness!

Bréf frá Vestmannaeyjum

Vefnum hefur  borist bréf frá Vestmannaeyingum sem er birt hér.

Við Vestmannaeyingar erum „MJÖG“ ósáttir við drög að keppnisdagatali næsta árs, þar sem okkur er úthlutað bikarkeppni á aðal hjólaferðahelgi ársins. Þar sem við héldum íslandsmót í fyrra um hvítasunnuhelgina og nokkurrar óánægju gætti hjá keppendum vegna ferðaleysis Herjólfs og annríkis endúrókappa. Hér með óskum við eftir að keppnisdagatal Víkur verði endurskoðað, og við Vestmannaeyingar fáum úthlutað einni keppni í íslandsmótinu 2002, þar sem við teljum okkur hafa staðið vel að undirbúningi og keppnishaldi undanfarin ár. Við teljum að nauðsynlegt sé að fá eina umferð í íslandsmótinu til að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu sportsins.