Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Hugleiðingar „Líklegs“ að keppnishaldi 2002

Hjörtur „Líklegur“ Jónsson hefur tekið sig til við að skrifa íslenska útgáfu af Harry Potter ævintýrinu.  Svo virðist sem heildarútgáfan muni spanna fjórar til fimm greinar og er sú fyrsta birt hér.  Endirinn er kyrfilega læstur í hausnum á Hirti og bendir allt til þessa að Hjörtur sjálfur nái honum ekki út… fyrr en síðasta greinin verður skrifuð

Nafnaruglingur

Kjartan Kjartansson í enduro.is hefur fundið sig knúinn til að koma eftirfarandi orðsendingu á framfæri.

Á rally.is hefur verið sett fram mannskemmandi grein um nokkra af forkólfum bílasportsins. Ekki ætla ég að rekja efni greinarinnar þar sem það er ekki prenthæft.
En ég varð fyrir því óláni að sá sem skrifaði þessi skilaboð notaði nafnið Tralli. Eins og menn hafa eflaust tekið eftir þá hef ég notað sama nafn á korknum enduro.is, og reyndar verið kallaður þessu gælunafni lengur en ég man.
Ég vil bara að menn viti að ég kom ekki nálægt þessum skrifum.
Kveðja
Kjartan Kjartansson

Keppnistímabilið 2001

Grein eftir Karl Gunnlaugsson. 13.11.01

Ég rakst á nokkuð góða grein eftir Kjartan Kjartansson á Enduro.is þar sem hann kemur með margar
þó nokkuð góðar hugmyndir um komandi keppnistímabil í Enduro. Mig langar til að bæta við þetta og leggja
fram hugmyndir að annars frábæru keppnishaldi VÍK, Líklegs, Eyjamanna, Ólafsvíkinga og Akureyringa.
Ég held að ef við ætlum að halda áframhaldandi uppgangi í sportinu þurfa menn og konur að staldra við,
horfa um öxl (viðbein) og skoða hvað við betur getum gert.
Ef við skoðum farinn veg og byrjum á fyrsta alvöru árinu þegar stóra bomban varð í Sportinu, árið 1999
1999:
3 (5) Enduro keppnir, 2 keyrðar tvöfaldar eða 90mín hringir í hvora átt sem hver um sig gaf full stig og
1 keppni keyrð sem sérleiðakeppni. = 5 keppnir sem gáfu stig eða 5×30 stig = 150 stig
3 Moto-Cross keppnir, allar keyrðar sem 3x Moto og mest 3×20 x3 = 180 stig
2000:
Enduro keppnirnar keyrðar með sama fyrirkomulagi og 1999 og 150 stig í pottinum, gott mál.
4 Moto-Cross keppnir, aukið um eina keppni frá árinu á undan og 3×20 x4 = 240 stig
Þetta gerði Moto-Crossið mun meira spennandi og mjög hæfilegur fjöldi keppna til Íslandsmeistara.
Einnig var byrjað að keyra 2x B Moto í keppnum sem tókst frábærlega vel og gerði stormandi lukku
hjá áhorfendum
2001:
3 Enduro keppnir og aðeins 3×30 stig = 90 stig í pottinum. Keppnir keyrðar í 2 tíma og B flokkur keyrður
sér í 1 tíma.
Að mínum dómi slæm afturför, keppnum sem gefa stig fækkað um 2 og aksturstími til Íslandsmeistara
styttur úr 450 mín. í 360 mín. og stigum í pottinum fækkað í 90 úr 150.
Hvað er til bragðs að taka, fjölga keppnisdögum, nei ég held ekki, við erum þegar með 7 helgar undir
Íslandsmótið og okkar stutta sumar telur ekki nema mesta lagi 12-14 helgar.
Væri hugsandi að keyra ákveðin hring í 120 mín Laugardag og í hina áttina á Sunnudag, ekki spennandi,
lengir viðverutíma starfsmanna, eykur kostnað keppanda ofl.
Er málið að keyra 120 mín frá 10 – 12 hlé og aftur 120 mín frá 14 -16, sniðugt finnst mér sem leikmanni.
Hvað á þá að gera við B flokkinn ? Keyra hann með A flokknum ekki spurning, hvernig ? B flokkur startar
á eftir A flokk í sömu braut en tvö talningarhlið annað fyrir A og hitt fyrir B síðan má deila um heildar aksturstíma
B flokksins sem ég tel ágætan sem 60 mín.
Þetta fyrirkomulag myndi kalla á lengri braut ca. 12-15 mín. hring fyrir Topp 10 A mann.
Keyra Íslandsmótið með 2x tvöföldum keppnum og einni alvöru sérleiðakeppni eins og gert var ´99 og ´00
Með talningu að gera þá þurfum við ekki að finna upp hjólið ! í „Fast Eddy´s“ í Bretlandi og „Off-Road Challenge“
í Austurríki þar sem 250 – 300 keppendur eru í einu í ca. 10 mín braut er notuð strikamerking eins og í Bónus
og hver keppandi er með merki sem lésið er af með skanna í talningahliðinu, einfalt og gott, klikkar ekki
eða vitið þið til þess að maður sleppi með nokkuð fram hjá skannanum hjá Bónus……
Ég er viss um að „Tölvukallinn“ hann Guðjón hafi lausn á foritinu eða að hægt sé að útvega það.
Moto-Crossið virðist vera komið í mjög fastar skorður og B flokkurinn búinn að festa sig í sessi
og rétt að halda þar Íslandsmótinu við 4 keppnir en einbeita okkur að því að gera þær að alvöru „SHOW“ dæmi.
Í lokinn langar mig til að menn virði og viðri hugmyndir sýnar og reynum nú allir saman að fara að komu festu á
Enduro keppnirnar eins og Moto-Crossið.
kveðja,
Karl „Katoom“ Gunnlaugsson

Leiðbeiningar fyrir byrjendur

höfundur: Heimir Barðason

Þessi upptalning á akstursaðferðum er aðallega ætluð þeim sem stutt eru á veg komnir í MOTO-CROSS íþróttinni. Einnig er hægt að nota flest allar þessar aðferðir í öðrum tegundum vélhjólasports,t.d. ENDURO akstri. Þessi upptalning er mjög gróf og tek ég einungis allra helstu atriði fyrir. Ég hef hvorki tíma né aðstöðu til að taka öll atriði fyrir, en ef þú nærð tökum á þessum atriðum hér að neðan, þá ert þú orðinn vel slarkfær í MOTO-CROSS akstri og vélhjólaakstri almennt.
Vonandi verður þessi ritlingur sem þú hefur fyrir framan þig, stökkpallur til öruggari aksturs, hraðari aksturs og umfram allt til þess að þú njótir sportsins til fulls. Lesa áfram Leiðbeiningar fyrir byrjendur

Húsmúlakeppni 2001 séð frá keppnisstjóra

höfundur: Hjörtur L Jónsson

Húsmúlakeppnin séð frá keppnisstjóra.

Þetta var 10 keppnin sem ég stjórnaði og sú 13 sem ég vann við og er ég nú hættur, en að vísu með trega því þrátt fyrir að þetta hafi verið rosalega erfitt var oftast gaman. Það voru nokkrir sem spurðu mig af hverju ég hafi ekki farið prufuhringinn eins og ég er vanur að gera. Svarið er einfalt að ég treysti mér einfaldlega ekki til þess vegna þreytu eftir að hafa verið að leggja brautina allan daginn áður og um morguninn fyrir keppni. Lesa áfram Húsmúlakeppni 2001 séð frá keppnisstjóra

Verðsamanburður á hjólum

höfundur: Árni Ísberg

Eftir að Ronni gaf upp slóð á spjallkorkinum á verðskrá hjóla í Þýskalandi og hvatti enduro.is að birta verðskrár allra umboðanna var ákveðið að gera smá verðkönnun á tveimur flokkum af torfæruhjólum þ.e. MX 250 tvígengis og enduro 400 fjórgengis. Einnig eru gefnir upp tenglar á þær verðskrár sem hægt er að nálgast á vefnum. Af einhverri ástæðu er ekki hægt að fá verðskrár þar yfir Hondu, Yamaha, Suzuki og TM þó maður gæti haldið að netið sé einmitt rétti vetvangurinn til að birta verðskrár. Skoðuð eru verð á 250cc tvígengis crosshjólum annars vegar og á ca. 400cc fjórgengis endurohjolum hins vegar að undanskildu XR 650R sem fékk að fljóta með. Verðin á Íslandi eru fengin bæði úr þeim verðskrám á vefnum sem voru til og með símtölum við umboðin. Verðin í Þýskalandi eru af áðurnefndri vefsíðu sem er uppgefin á spjallkorkinum og er gengið 40 á þýska markinu notað. Þessi verðkönnun er ekki ætlað að vera tæmandi á nokkurn hátt en hefur þann tilgang einan að gefa gestum enduro.is hugmynd um verðlagningu á flestum þeirra hjólategunda sem fást á Íslandi og í leiðinni sjá hvað sambærilegt verð er hjá einum aðila í Þýskalandi. Könnunin er gerð 23.-28.03.2001. Þó val á hjólategund sé oft hálfgerð trúabrögð þar sem verð skiptir ekki nema að litlum hluta máli er ýmislegt sem þarf að taka með í reikninginn þegar verð eru borin saman. T.d. er þjónustan hjá söluaðila varðandi varahluti á lager mikilvæg og verð þeirra ásamt tengdri viðgerðarþjónustu. Einnig má mefna að á spjallkorknum kom fram hjá einum söluaðila að verðin sem sýnd eru í verðlista eru bara viðmiðunarverð eða byrjunarverð og hægt er að semja um önnur og betri verð.

Hjól Verð í DM Verð í kr. Verð á Íslandi
TM 250 11.490 459.600 635.000 1)
GasGas Cross 250 11.990 479.600 550.000
Suzuki RM 250 11.800 472.000 650.000 2)
Honda CR 250 11.540 461.600 740.000 3)
Kawasaki KX 250 11.650 466.000 619.000
Yamaha YZ 250 12.090 483.600 730.000 4)
Husky CR 250 11.667 466.680 570.000
KTM 250 SX 11.590 463.600 618.800


Hjól Verð í DM Verð í kr. Verð á Íslandi
Suzuki DRZ 400 13.890 555.600 750.000 5) * #
Honda XR 650R 13.340 533.600 850.000 3)
Yamaha WR 426F 13.990 559.600 825.000 4)
Husky TE 400 13.789 551.560 660.000
KTM 400 EXC 13.990 559.600 734.800
Husaberg FE 400E 14.590 583.600 739.000 #

1) Verð fengið gegnum síma frá JHM Sport
2) Verð fengið gegnum síma frá Suzuki umboðinu
3) Verð fengið gegnum síma frá Honda umboðinu
4) Verð fengið gegnum síma frá Merkúr
5) Verð fengið gegnum síma frá Suzuki umboðinu(án götuklæða og bara startsveif er verðið ca. 650000)
* með ljósum ofl. fullbúið á götuna
# m. rafstarti

Tenglar á verðskrár:
KTM Ísland – KTM
Vélhjól og sleðar – Kawasaki, Husaberg
Gagni – Husqvarna, GasGas

Ekki var hægt að fá uppgefnar aðrar verðskrár á netinu.