Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Eru keppendur tryggðir?

Aron Reynisson vonast til þess að svar hans við erindi Hákons Ásgeirssonar, fyrr í dag,  skýri málið og taki af allan vafa um að keppendur eru ótryggðir nema þeir geri sérstakar ráðstafanir.
Inngangur greinar minnar var „Tryggingar á ökumönnum í keppni“.
það var því ekki ætlunin að deila við stjórn VÍK um það hvort keppnishald þeirra er löglegt eða ekki, heldur benda ökumönnum á að þeir eru ótryggðir í keppni nema að þeir geri ráðstafanir og semji við tryggingafélag sitt um keppnistryggingar (þ.e. ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns).
Í svari VÍK segir annars orðrétt:  „Með því tryggingarskírteini sem VÍK kaupir fyrir hverja og eina keppni ábyrgðartryggir VÍK þann skaða sem keppnistækin valda þriðja aðila, þ.e. skaða sem verður af völdum þeirra á áhorfendum eða aðstandendum.“  Það er því ljóst að keppendur í keppninni eru ekki tryggðir með þessari tryggingu.  Einnig getur hver fyrir sig lesið reglugerð um akstursíþróttir en hún er hér á vefnum undir liðnum keppnisreglur.  Það er alveg skýrt að hvert einstakt ökutæki skal ábyrgðartryggt sérstaklega fyrir keppnishald.  Ég (fyrir hönd VÍH) er búinn að eiga viðræður við tryggingafélögin ásamt fulltrúa VÍK (Heimi Lopa) um meðal annars þetta mál og það hefur verið alveg skýrt að svona er þetta.  Það er því ekki um neinn misskilning að ræða af minni hálfu.  Ég vil einnig nota tækifærið og benda mönnum á að þessi keppnis ábyrgðartrygging (sem er skylda að kaupa) innifelur ekki slysatryggingu ökumanns.  Hún bætir einungis það tjón sem þú kannt að valda öðrum ökumanni, með því t.d. að aka hann niður.  Eins og staðan er í dag getur ábyrgðarmaður aksturskeppninnar lent í þeirri stöðu að keppandi sem slasast af völdum annars ökumanns í keppni, getur sótt hann til ábyrgðar ef sá sem slysinu veldur er ekki ábyrgðartryggður samkvæmt reglugerðinni.  Ég vona að þetta skýri málið og taki af allan vafa um að keppendur eru ótryggðir nema þeir geri sérstakar ráðstafanir.  Allar „venjulegar“ ökutækjatryggingar gilda ekki í keppni og VÍK tryggir þá ekki gegn slysum á þeim sjálfum.
Virðingarfyllst
Aron Reynisson

Ólöglegar keppnir! Misskilningur

Fyrir hönd VÍK svarar Hákon Ásgeirsson erindi Arons Reynissonar (sjá þ. 24.10.01) varðandi tryggingar í keppnum.

Fyrir hönd VÍK og keppnishaldara langar mig að svara grein sem Aron Reynisson birti hér á vefnum um daginn.

Nokkurs misskilning gætir hjá Aroni.  Allar keppnir sem VÍK hefur haldið eru löglegar. Hver einasta keppni er ábyrgðartryggð og ökutækin í þeim. Allar keppnir eru haldnar í samráði við Sýslumann viðkomandi umdæmis sem gefur út keppnisleyfi þegar hann hefur fengið í hendur tryggingarskírteini, leyfi landeiganda og ýmis önnur gögn. Með því tryggingarskírteini sem VÍK kaupir fyrir hverja og eina keppni ábyrgðartryggir VÍK þann skaða sem keppnistækin valda þriðja aðila, þ.e. skaða sem verður af völdum þeirra á áhorfendum eða aðstandendum. Þessi trygging er uppá 45.000.000 ísl. krónur. (lesist 45 milljónir). Ath. Að keppnistækin sjálf eru ekki tryggð fyrir eigin skemmdum (það þýðir ekki að hringja í Sjóvá ef afturskermurinn brotnar). Sýslumaður samþykkir skoðunarmann á hverri keppni sem sér til þess að hjólinstandist öryggiskröfur. Lesa áfram Ólöglegar keppnir! Misskilningur

Verð í tryggingar

Vefnum hefur borist bréf frá Tryggingamiðlun Íslands.

Ég er að bjóða Sjúkra- og slysatryggingar frá Tryg Baltica, dönsku tryggingafélagi, sem eru að mörgu leyti frábrugðnar hliðstæðum tryggingum sem í boði eru á íslenska vátryggingamarkaðnum. Má í því skyni nefna mun umfangsmeiri tryggingavernd og hagstæðari iðgjöld. Gjaldskrá félagsins tekur til dæmis ekki mið af kyni eða aldri viðskiptavinarins. Boðið er upp á bótasvið hvað varðar varanlegaörorku vegna veikinda og slysa, dánarbætur vegna slysa og dagpeningabætur, annað hvort vegna veikinda og slysa eða eingöngu vegna slysa. Sé óskað eftir sjúkra- og slysatryggingu er tryggingavernd vegna varanlegrar örorku skylda, en viðskiptavinurinn hefur frjálst val um það hvort tryggingin feli í sér dánarbætur eða dagpeninga. Hægt er að velja biðtíma allt niður í 2 vikur ogbótatíma allt að 104 vikum. Að sjálfsögðu getum við hæglega boðið fólki sem stundar áhættusamar íþróttir (t.d. krossarar) þessa tryggingu og mun það ekki hækka iðgjöld verulega. Taka má fram að trygging þessi er mun ódýrari en íslensku félögin eru að bjóða. Iðgjöld tryggingarinnar eru reiknuð út miðað við starf viðkomandi tryggingataka en munu ekki taka sérstaklega til þess að um aðila er að ræða sem stundar áhættusama íþrótt Lesa áfram Verð í tryggingar

Tryggingar á ökumönnum í keppni

Það virðist gæta nokkurs miskilnings varðandi tryggingar á ökumönnum í aksturskeppni. Menn halda almennt að þeir séu tryggðir af keppnishaldara þegar þeir taka þátt í Enduro eða Crossi. Þetta er að sjálfsögðu misskilningur og í raun hefur allt keppnishald í Motocross og Enduro verið ólöglegt undanfarin tvö ár. Í reglugerð um aksturskeppni segir eftirfarandi um tryggingar:

Lesa áfram Tryggingar á ökumönnum í keppni

Aðvörun !

Það hitnar í kolunum fyrir veturinn.

Í morgunblaðinu í dag er greint frá því að tveir hjólamenn hafi verið stöðvaðir af lögreglu á Vogastapa í gær og hjólin tekin af þeim vegna þess að þau voru ekki á skrá. Vitað er að þrír hjólamenn voru teknir um þarsíðustu helgi undir Hafnarfjalli. Lögreglan var í því tilviki einnig eingöngu með hugann við það hvort hjól þeirra væru skráð. Þeim var sleppt eftir að þeir gátu sannað að hjól þeirra væru skráð þrátt fyrir að þau væru ekki á númerum. Hvort sem um tilvilun er að ræða eða ekki, þá eru tvö lögreluembætti með hugan við það sama: „Skráningar torfæruhjóla“. Látið ekki grípa ykkur á óskráðum hjólum. AR.