Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Langisandur Beach Race 12 Júni.

VÍFA hefur ákveðið að Langasandskepnin verði haldin 12. Júní. Ástæður fyrir því hversu snemma Beach Racið er þetta árið mun vera sú að flóð og fjara er óhagstæð í haust.

VÍFA biður alla vinningshafa frá því í fyrra að skila inn bikurum til Magga í Nítró. Gott væri ef það kláraðist innnan viku.

Nánari upplýsingar um keppnina koma bráðlega.

Mótorhjólaferð uppað eldfjalli

KTM-ið við Eyjafjallajökul

Sænski mótorhjólablaðamaðurinn Johan Ahlberg vildi fá að kynnast hinu heimsfræga eldgosi í Eyjafjalljökli aðeins nánar. Hann hringdi nokkur símtöl og stuttu seinna var hann kominn um borð í flugvél og eitt 990 KTM beið hans hjá Kalla Gunnlaugs fyrir ævintýraleitina.

Ahlberg á í vandræðum með lýsa ferðinni með orðum og nýtir sér því gamla hugtakið „myndir segja meira en þúsund orð“.

Smellið hér fyrir myndasýninguna hans.

Motocross matseðill

Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi hélt fyrirlestur hjá VÍK um daginn um næringu keppenda í motocrossi.  Þótti fyrirlesturinn bæði áhugaverður og lærdómsríkur. Fyrir þá sem misstu af eru hér tveir matseðlar sem hún bjó til fyrir mótorhjólamenn og gætu gefið mönnum góðar hugmyndir:

MotoCross-Matseðill

Nesti-í-keppnisferðum

Flott mynd frá Sólbrekku

Egill Sigurðsson sendi vefnum þessa mynd sem hann tók í Sólbrekkukeppninni í sumar. Það vantaði sko ekki baráttuna í MX-Unglingaflokkinn í sumar og þessi mynd lýsir því nokkuð vel.

6 á flugi
6 á flugi

98 dB

Í flestöllum þeim löndum sem við miðum okkur við hafa verið teknar upp reglur um leyfilegan hámarks hávaða frá mótorhjólum. Rökin fyrir því að setja reglur af þessu tagi eru í mínum huga aðallega tvíþætt.

· Að vernda heyrn keppenda, aðstoðarmanna, starfsmanna á keppnum og áhorfenda.

· Að draga úr hávaðamengun í umhverfinu sem er þyrnir í augum almennings í landinu.

Reglur um leyfilegan hámarkshávaða frá útblástursröri mótorhjála er að finna í motocross- og enduro-reglum MSÍ. Í reglum MSÍ segir Lesa áfram 98 dB