Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Frá Kára Jónssyni

Frá Kára Jónssyni #46, Íslandsmeistara síðustu tveggja ára í enduró meistaradeild  

Því miður verð ég að láta mér nægja að vera áhorfandi á lokamóti sumarsins í enduro og mótokrossi. Mér tókst að brjóta á mér hægri löppina í júlí og er enn í gifsi, sem fer ekkert sérstaklega vel á mótorhjóli. Fyrir lokakeppnina er ég efstur að stigum og verð því að  sætta mig við að verja ekki íslandsmeistaratitilinn í þetta sinn.  

TM 250 hjólið sem ég keppti á í sumar er langbesta TM hjólið sem ég hef átt og átti ég bara eftir að ná meiru út úr því.  

Ég hef heyrt að brautin sé krefjandi og skemmtileg með mörgum erfiðum enduro þrautum sem er eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af.   

Ég vil þakka styrktaraðilum mínum, JHM Sport, TM Racing, Merrild, Pepsi Max, Orkuverinu, Garmini og Goða fyrir frábæran stuðning og skilning á mínum aðstæðum. Auk þess vil ég vil þakka þeim sem ég hef keppt við í sumar góða og drengilega keppni og hlakka til að óska nýjum Íslandsmeistara til hamingju með titilinn.

Lesa áfram Frá Kára Jónssyni

Hljóðstyrkur

Við skoðun hjóla í Álfsnes keppninni vöru tekin út nokkur hjól og hljóðstyrksmæld.Í reglum MSÍ er hávaðatakmörkun við 102db (desibel) í keppnisreglum 2007 og hefur verið óbreytt í nokkur ár. Bandaríkin hafa viðmiðin 99db fyrir crosskeppnir en 96db fyrir Endurokeppnir (sumstaðar jafnvel niður í 93db).

Til að útskýra hljóðstyrk mældan í db (desibel) er munurinn á milli 92db og 95db í raun tvöfaldur. Fyrir hver 3db í aukningu þarf tvöfalt meiri orku til að framleiða styrkaukninguna. Tvö hjól þar sem hvort mælist

Lesa áfram Hljóðstyrkur

Meira um mótorhjólaiðnaðinn

Eins og komið hefur fram hér á vefnum þá hef ég verið að vinna af því að taka út áætlaða þá upphæð sem mótorhjólafólk skilar í ríkiskassan miðað við meðalnotkun á öllum enduro og crosshjólum. Þess ber að geta að sumir nota hjólin mikið og aðrir nánast ekki neitt. Hér eftir er lítill úrdráttur úr þessari greinagerð, en hjólaflokkunum er skipt í 5 flokka og er ég að bíða eftir nokkrum tölum til að geta klárað þetta verk, en eitt er víst að lokatölurnar eiga eftir að koma verulega á óvart.
1. Torfæruflokkur: (ekki keppnismenn og ekki er tekið kaup á hjólinu sem sett er inn annarsstaðar). Iðkendur
Lesa áfram Meira um mótorhjólaiðnaðinn

Mótorhjólaiðnaðurinn

Vegna greinargerðar um mótorhjólaiðnaðinn á Íslandi sem ég er að vinna að þessa dagana vantar mig ef einhver á í fórum sér dagbækur um allt það sem menn eyða í mótorhjólið sitt. Um er að ræða kostnað s.s. bensín, dekkjakostnað, olíur, bón, galla, hjálma og kostnað er tengist því að nota hjólið. Einnig væri gott að fá dagbækur um endurotúra og kostnað vegna þeirra. Lokið hef ég úttekt á muninum á venjulegum endurotúrum og akstri í merktri endurobraut í endurotúrum og er mikill munur á slysatíðni þar á, ef einhver á upplísingar um
Lesa áfram Mótorhjólaiðnaðurinn

Íþróttamaður ársins í Svíþjóð

Um hver áramót kjósa íþróttafréttamenn íþróttamann ársins og er sýnt beint frá þessari miklu hátíð á a.m.k. tveim sjónvarpsstöðvum. Svipaður háttur er hafður við kjör íþróttamanns ársins í Svíþjóð og hér nema að það var mótorhjólamaður sem varð íþróttamaður ársins í Svíþjóð. Þetta var sex faldi speedway heimsmeistarinn Tony Rickardsson með 63% atkvæða. Hann er einnig fyrirliði sænska speedway landsliðsins.  Í öðru sæti var
Lesa áfram Íþróttamaður ársins í Svíþjóð

Æfingarsvæði fyrir torfærumótorhjól.

Í Morgunblaðinu í gær birtist góð grein eftir Ómar Jónsson, þar sem hann skrifar um aðstöðuvanda íþróttarinnar og fl. Hér er greinin:
Það er deginum ljósara að torfæru mótorhjólaíþróttir eru ekki lengur jaðarsport. Mótorhjólaíþróttir hafa vaxið svo mikið að gera má ráð fyrir tvöföldun iðkenda árlega síðastliðin fjögur ár.
Ef ekki verður á næstunni  bætt úr brýnni þörf á æfinga svæðum stefnir fljótlega  í mikið óefni.
Ástæða þess að ég sting niður penna um málefni vélhjólafólks nú, er umræðan sem fram fór á Alþingi á
Lesa áfram Æfingarsvæði fyrir torfærumótorhjól.