Þórir skrifaði fína grein í Moggan á sunnudaginn, hér er hún:
UNDANFARIÐ hafa verið uppi umræður um innanbæjarakstur og utanvegaakstur torfæruhjóla í Hafnarfirði og málum gerð skil m.a. í Fjarðarpóstinum. Virðist í flestum tilfellum vera um að ræða illa upplýsta og réttindalausa unglinga sem leika lausum hala. Slíkt ástand er með öllu óásættanlegt og verður að ráða bót á. En hvernig? Raunverulegur árangur næst ekki nema ráðist sé að rót vandans. Í þessu ákveðna tilfelli byrjar
Lesa áfram Um torfæruhjól og Hafnarfjarðarbæ
Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar
Greinar sendar vefnum…lesendabréf
Husqvarna WR250 – gamall konungur rís upp frá dauðum
Husqvarna kom æðinu af stað. Þeir bera að miklu leyti ábyrgð á því að mótókross- og endúróíþróttin varð almenningseign og í kringum 1965 áttu þeir bransann með húð og hári. En á áttunda áratugnum völtuðu japönsku risarnir Honda, Suzuki, Yamaha og Kawasaki yfir sænsku (og síðar ítölsku) Husqvarna-verksmiðjurnar og hefur Husqvarna aldrei borið sitt barr eftir það. Fjárhagsörðugleikar, slæm framleiðsla og gjaldþrot hafa riðið yfir „Húskann“ síðustu ár. En það eru teikn á lofti um að þetta sé að breytast fyrir alvöru. Aukið fjármagn, góð hönnun, stórbætt gæðaeftirlit og nýir heimsmeistaratitlar gefa manni ástæðu til að ætla að Husqvarna sé loks að stimpla sig aftur inn sem alvöru þáttakandi í torfæruhjólabransanum. Ein afurð ítölsku verksmiðjanna er WR 250-endúróhjólið. Lesa áfram Husqvarna WR250 – gamall konungur rís upp frá dauðum
Stelpur og mótorhjól
Í bílablaði Moggans á föstudaginn var Þórir að ræða við Teddu um stelpur og mótorhjól. Þar kemur meðal annars fram að það stendur til að halda námskeið um almennt viðhald á mótorhjólum fyrir stelpur, og einnig að þrjár séu á leið til Bretlands að keppa. Fín umfjöllun og hér er þetta: Lesa áfram Stelpur og mótorhjól
Grein um Íslandsmótið í Motocross frá Aroni Reynissyni
Nú þegar Íslandsmótið er um garð gengið finnst mér rétt að taka saman nokkra punkta um þá reynslu og þær athugasemdir sem við viðuðum að okkur í sumar. Einnig vil ég hvetja sem flesta til þess að tjá sig um keppnishaldið hvort sem þeir gera það hér á vefnum eða með e-mail til Vélhjólaíþróttanefndar ÍSÍ á aronreyn@simnet.is eða einfaldlega munnlega beint til mín. Næsta vor mun síðan vonandi verða stofnað
Lesa áfram Grein um Íslandsmótið í Motocross frá Aroni Reynissyni
Kærumál !!
Nú get ég ekki orða bundist lengur… sportið virðist orðið leikspottur skriffinna og reglupésa sem eltast við að sanna sig með því að beita reglum til hins ýtrasta án þess að þurfa að fara eftir þeim sjálfir!! 3 dæmi :
1. nærtækast er mitt mál frá Álfsnesi þar sem dómur er upp kveðin án þess að tala við viðkomandi ( mig) og
Lesa áfram Kærumál !!
450 testið úr Mogganum
{mosimage}Það er gaman að sjá hversu þó þokkalega okkur drullumöllurum gengur að fá pláss fyrir sportið okkar í fjölmiðlum – því plássið er naumt skammtað og samkeppnin við aðra – og betur borgandi efnisflokka (ma bíla) er hörð. Vonandi að okkur takist að halda dampi í þessum efnum. 450cc enduróhjólin voru nýlega tekin fyrir í Dagbók Drullumallarans og vil ég þakka öllum sem hönd lögðu á plóginn við að gera þennan sjö hjóla
Lesa áfram 450 testið úr Mogganum