Greinasafn fyrir flokkinn: Aron #66

Keppnis Einkaþjálfun

Ég hef ákveðið að halda áfram með einkaþjálfun í Motocross í sumar, en einungis eru laust pláss fyrir 4 einstaklinga.  Þetta varða tveir hópar, og í hverjum hóp verða tveir einstaklingar sem munu alltaf æfa saman. Æfingarnar fara fram 2x í viku. Hvert tímabil er einn mánuður, eða 8 æfingadagar. Ekki þarf að taka alla mánuðina, hægt er að kaupa bara júní, bara júlí eða bara ágúst. Fyrstir koma, fyrstir fá, þó með tilliti til þess að ef einhvern bókar allt sumarið, þá á hann forgang. Þetta er ekki hópþjálfun, heldur pjúra einkaþjálfun sem er sett þannig upp að nemendur hafi æfingafélaga allt sumarið, því það hefur sýnt sig og sannað að það að hafa æfingafélaga, skilar betri árangri. ATH! Þjálfunin sem um ræðir er einungis ætluð keppnis fólki með metnað og hefur áhuga á að ná árangri og er tilbúin að leggja á sig það sem þarf til að ná árangri. Fýlupúkar, letingjar og neikvæðir einstaklingar er ekki heimiluð þáttaka. Einnig eru þeir einstaklingar ekki velkomnir sem ekki kunna að meta það sem þeir eru með í höndunum og halda að kraftpúst, nýtt fatbar stýri eða nýji Chad Reed gallinn geri gæfumunin. Ég legg allan minn metnað í mína þjálfun um að nemendur mínir sýni bætingu, betri árangur í keppnum og nái sem mestum árangri, og geri því kröfu um að nemendur sýni metnað til baka og vilja um að ná sömu markmiðum. Þeir sem hafa áhuga á  Keppnis þjálfun í sumar geta sent mér línu á aron@aron66.is

Svo er á dagsskrá sérstakt „Klausturs námskeið“ getið lesið allt um það hér.

 

Chad Reed reiður

Rakst á mjög svo áhugavert viðtal við Chad Reed þar sem hann talar opinskátt um það sem betur má fara í supercrossinu og hvernig honum finnst það vera að þróast. Hann talar einnig um kaflann þar sem Villopoto brotnaði, þar sem það sást í sjónvarpinu þegar hann var að biðja þá um að breyta kaflanum, og svo var aftur sýnt þegar þeir fóru með bobcat að breyta honum. Hann segir það hafa verið feikað atriði og þeir hafa í raun engu breytt. Hann lætur þá hjá Feld Racing alveg heyra það.

Smellið á myndina til að sjá viðtal

Race Report – BMB Mons

Um helgina, nánar tiltekið Sunnudaginn 19.apríl fór ég og keppti í þriðju umferð BMB mótarraðarinnar sem fram fór á Mons brautinni í franska hlutanum neðst í Belgíu. Stóð til að fara á hollenska meistaramótið og horfa á Bryndísi frænku keppa en tók ég þá skyndiákvörðun seint á laugardeginum að keppa frekar sjálfur þar sem það styttist í heimferð hjá mér. Á laugardeginum fór ég að hjóla með Stebba flugvirkja sem ég minnst á áður, en hann vinnur á flugvelli hérna í belgíu. Við fórum í braut sem heitir Veldhoven og er í Hollandi. Brautin þar var í svo hrikalega góðu ástandi, þurr sandurinn, mjög svipað færi og er yfirleitt í þorlákshöfn. Eftir góðan dag í þeirri braut var farið og græjað hjólið fyrir morgundaginn, dekkjaskipti, hugsanlega þau lengstu í sögu mótorhjólsins, olíu skipti og allskyns viðhald. Hjólið var orðið klárt frekar seint um kvöldið og ég var ekki farinn að sofa fyrr en 2 um nóttina. Stebbi bauðst til að koma með mér og mekka fyrir mig þar sem engin vinna var hjá honum, þökk sé Eyjá-fjá-dla-jókúl Glaciar. Við sváfum heima hjá honum þar sem hann býr nær brautinni en það var ræs klukkan 6 um morgunin, þar sem eg þurfti að vera mættur fyrir klukkan 8 til að skrá mig til leiks.

Ég ætlaði að færa mig niður um flokk, og skrá mig í National Mx1 flokk, sem er flokkurinn fyrir neðan Pro flokkinn. Þeir tóku það ekki í mál kvikyndin í skráningunni þar sem þeir sáu að ég hafði keppt í Pro flokknum síðast. Þannig ég skellti mér bara í Pro flokkin, sem þurfti að keyra 30 mín +2 hvert moto í þessari braut, sem var ein þyngsta sandbraut sem ég hef keyrt hérna, hún grófst svaðallega. Xavier Boog frá Factory Kawasaki liðinu var í mínum flokk, ásamt Anthony Bossiere frá Factory TM liðinu og Gert Krestinov sem keyrir fyrir eistneskt Kawasaki lið. EFtir tímatökur var ég í 28. sæti af 32. og var í svaka stuði og fýlaði brautina geðveikt vel.

Mættur í waiting zone fyrir fyrsta moto.

Fyrsta motoið gekk mjög illa. Ég lenti í því í fyrstu beygju, að það var strákur sem fór fram fyrir sig, og lenti á mér. Við það fór ég á hausinn og svo kom hjólið hans á eftir okkur og lenti ofan á mínu hjóli. Þegar ég stóð upp og rankaði við mér, reisti ég hjólið við og sá þá að það vantaði aftara hliðarplastið á. Ég þurfti því að fara inní pitt og setja nýtt plast á og við það missti ég úr 3 hringi. Stýrið var líka rammskakkt en það var engin tími til að rétta það. Ég dreif mig aftur út til að ná sem mestum tíma í brautinni, bara uppá æfinguna að gera. Ég lenti í hörku reisi við strákinn #39 á myndinni fyrir ofan, og þegar tveir hringir voru eftir stökk ég frammúr honum á stæðsta pallinum í brautinni sem hann var ekki að stökkva. Ég var þó 3 hringjum á eftir honum útaf krassinu og endaði 29. af 32.

Hérna er ég á leiðinni inní pitt, sjáið hvað stýrið er skakkt.

Það voru 3 tímar í næsta moto, svo ég hafði nógan tíma til að dunda í hjólinu og hvíla fyrir næstu 30 mínútur. Ég hafði greinilega lent á úlnliðnum í krassinu, því eftir fyrsta moto byrjaði hann að stífna verulega upp og ég fann að ég hafði greinilega tognað. Ég hugsaði þó með mér, að þar sem þetta var nýbúið að ske að þá væri hægt að hamast aðeins á hendinni lengur án þess að finna fyrir því, því yfirleitt finnur maður lítið fyrir tognunum fyrr en daginn eftir. Ég skellti mér í annað moto, að drepast í hendinni á startlínunni. Um leið og hliðið féll þá hvarf sársaukin að hendin var alveg til friðs allt motoið. Ég datt í svaka gír og lenti strax aftur í reisi við strákinn #39. Hann setti smá bil á mig í byrjun, en þegar líð fór á mótóið fór ég að nálgast hann hratt og ég var stein hissa á því hvað ég entist lengi á topp hraða, sérstaklega þar sem brautin var orðin algjörlega ónýt. Ég lenti í því að stolla hjólinu þegar um 7 mínútur voru eftir á klukkunni, og því setti #39 aftur bil á mig. Ég var samt frekar snöggur í gang og setti hraðasta hringinn minn á næst síðasta hring! Ég var búin að sækja verulega á hann og kom rétt á eftir honum í mark, og endaði í 23.sæti í því motoi.

Hendin var greinilega ekki ánægð með mig og um leið og ég kom inní pitt eftir síðasta motoið þá var verkurinn í hendinni orðin gríðarlegur. Ég átti erfitt með að klæða mig úr gallanum og svaf lítið nóttina eftir. Daginn eftir var hendin svo orðin þreföld og öll skökk og ég var skíthræddur um að hún væri mölbrotinn. Í dag eru þó mestu bólgurnar farnar úr og ég er farinn að geta notað hendina. Stefni á það að fara að hjóla á morgun.

Það náðust engin stig þennan daginn. 29. í fyrsta moto og 23. í því seinna.

Það fer að styttast í heimkomu, en ég verð væntanlega komin heim fyrir fyrstu enduro keppnina. Það hefur hvarflað að mér að taka þátt í henni, en þó er ekkert ákveðið.

Ég eignaðist annan nýjan vin þennan daginn, reyndar tvo, það voru þeir Xavier Boog og pabbi hans.

 

Klausturs námskeiðið 2010 !

Við viljum vekja athygli okkar á „Klausturs námskeiðinu 2010“. Fyrir þá sem vilja ná sér í forskot á sæluna og mæta vel undirbúnir til leiks á klaustri, reynslunni ríkari að þá verðum við með þriggja daga námskeið dagana 11.(þri) – 13.(fim) og 15.(lau) Maí.
Kennt er frá 18:00 – 20:00 virku dagana, og 10:00 – 12:00 á laugardeginum. Námskeiðið kostar 9.000 og er skráning hafin á aron@aron66.is flóknara en það er það nú ekki 🙂 ATH! Námskeiðið er þó ekki einungis fyrir þá sem ætla að keppa á klaustri, öllum er frjálst að skrá sig.

Kv, Aron og Össi
Motocross Skólinn
www.mxs.is


Mike Alessi riding

Í vikunni náðust video af Mike Alessi vera að æfa sig fyrir komandi utanhúss tímabil, og fyrstu FIM heimsmeistarakeppninnar sem haldin hefur verið í Ameríku síðan 1999. Sögusagnir hafa verið í gangi um að hann hafi slitið samstarfinu við KTM, en svo virðist ekki vera. Í viðtali sem tekið var við Stefan Everts nú á dögunum, sagði Stefan sjálfur að virkilega erfitt væri að vinna með Alessi og fjölskyldu en sagði þó jafnframt að hann yrði á KTM þetta season. Alessi virtist ekki að vera að fýla sig í evrópu og var ekki að keyra nálægt þeim hraða sem topp ökumennirnir voru á, en það verður gaman að sjá hvort hann hefur eitthvað í Cairoli og félaga þegar þeir koma til Ameríku. Cairoli mun fara til Ameríku tvem vikum fyrir keppnina þar sem hann mun dvelja og æfa með Alessi.

Smellið á mynd til að sjá video

Nýr vinur!

Það var heldur betur fjör á fróni í gær í HondaPark brautinni en þar voru saman komnir margir af topp ökumönnum heims. Næstu helgi fer fram þriðja umferð FIM heimsmeistarakeppninnar í Hollandi í braut sem kallast Valkenswaard. HondaPark er með svipaðan jarðveg og Valkenswaard og voru þess vegna svona margir góðir að hjóla þarna þennan daginn, testa fjöðrun og annað. Fremsur í flokki var auðvitað Aron Ómarsson frá íslandi, einnig voru menn á borð við David Phillipaerts, Max Nagl, Jonathan Barragan, Sebastian Pourcel, Xavier Boog, Carl Nunn, Matis Karro, Zach Osbourne, og nýi besti vinur minn Steven Frossard. Steven Frossard var að æfa með mekkanum sínum og pabba sínum, en varð svo óheppinn á fyrstu hringjum dagsins að eyðileggja pústið sitt. Það vildi svo heppilega til að skúrinn minn er örfáum mínútum frá HondaPark, svo ég bauðst til að bruna í skúrinn hjá mér og sækja annað púst svo hann gæti klárað daginn. Þeir voru ekkert smá ánægðir með þetta og núna er ég efstur á vina lista CLS/ProCircuit/Monster Energy/Kawasaki liðsins. Hann vildi endilega gefa mér símanúmerið sitt og sagði að ef mig vantaði eitthvað að ekki hika við að hringja. Síðan spjölluðum við heillengi og ég fékk nokkur hernaðar leyni factory tips.

Steven Frossard chillin with #66 !

Ég var illa sáttur með daginn, fiktaði helling í fjöðruninni og lærði marga nýja hluti. Eftir að hafa fengið nokkur tips frá mekkanum hans Frossards fór ég úr 1:52 niðrí 1:44 ! Svo mikill var munurinn. Ég var heavy sáttur með hraðann sem ég var kominn á þá og var farinn að keyra á svipuðum tímum og Carl Nunn, enn hann átti best 1:43 og var að fara allt uppí 1:46. David Phillipaerts var að keyra á best 1:36 og var lang hraðastur af öllum pro gaurunum sem voru að hjóla þann daginn. Hann er í svaka formi og ég held að hann eigi eftir að eiga gott sumar í ár!

Nýi vinur minn, Steven Frossard #183

Ég er að detta í hrikalegan gír núna, og þá er voðinn vís. Fyrsta vikan núna sem ég er farinn að geta tekið armbeygjur, þannig ég er búin að taka hrikalega á því í vikunni. Ég hef ekkert æft líkamlega síðan í desember, en svo brotnaði ég í byrjun febrúar og er rétt að ná mér núna. Öxlin er orðinn góð og ég er kominn á fullt skrið. Verð kominn í topp form fyrir fyrstu motocross keppnina á Ólafsfirði í júní. Það fer að styttast í heimför en ég ætla að koma heim í byrjun maí, og gæti hugsanlega verið að þið sjáið mig á klaustri.

Um helgina verð ég í hollandi að hvetja Bryndísi og Frossard áfram en á sunnudaginn fer fram þriðja umferðin í Hollenska meistaramótinu. Það verður gaman að sjá það en DeDycker, DeReuver, Strijbos, Herlings, Frossard, Roelants, Triest og fleiri eru skráðir til leiks.