Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í Motocross fór fram á Ólafsfirði um helgina með pomp og prakt. Þetta var í fyrsta skipti sem Íslandsmót er haldið á Ólafsfirði og tókst þetta mjög vel hjá þeim norðan mönnum. Alveg frá því ég prufaði þessa braut í fyrra hefur mér fundist þetta ein af skemmtilegri brautum landsins, og svipar svolítið til belgísku brautanna. Brautin er mjög þung, og voru menn að slátra kúplingum og mótorum hægri vinstri. Ég var búin að lenda í því að fara með kúplingu þarna í bikarmóti í fyrra, einnig helgina fyrir keppnina þegar ég var að æfa svo ég vissi í hvað stefndi. Ég setti splunku nýja kúplingu í daginn fyrir keppni og tók eina nýja með mér til að vera öruggur.
Ég kom inní þessa keppni án þess að hafa hugmynd um hvar ég stæði gagnvart hinum strákunum, þar sem ég hafði hvorki séð, né hjólað með neinum öðrum en Össa eiginlega. Ég er langt frá því að vera í mínu besta formi, þó svo að formið sé mjög gott. Þetta gekk þó nokkuð smooth fyrir sig, og komst ég í gegnum keppnina á einni kúplingu, datt ekkert og lenti ekki í neinum vandræðum.
Eftir tímatökur var ég með besta tímann, tæpum 4 sekúndum hraðari en næsti maður svo það létti mér aðeins lund þó svo að maður hafi alveg lært það í gegnum tíðina að tímatökurnar skipta engu máli. Í fyrsta moto hélt ég að ég væri búin að ná holeshotinu þangað til að Einar læddist utaná mig í fyrstu beygjunni og tók fyrsta sætið. Hann leiddi fyrstu hringina, ég reyndi að elta en það var svo mikið ryk í sumum beygjunum að ég sá aldrei neitt og var nokkrum sinnum tæpur á að fara á hausinn. Ég hleypti honum því aðeins frá mér og elti hann og athugaði með línurnar hans. Einar gerði svo smá mistök, sem gerði mér kleift að stela af honum fyrsta sætinu sem ég hélt svo til enda með nokkuð öruggu forskoti. Ég fór niðrí fjöru strax eftir fyrsta motoið til að athuga hvort að kúplingin væri nokkuð farinn að snuða, svo virtist ekki vera svo ég fór með´sömu kúplinguna í næsta moto.
Í öðru moto var sama sagan, Einar náði holeshotinu og ég elti. Núna var ég sneggri frammúr en ég sá strax á öðrum hring hvar ég ætlaði frammúr. Ég elti hann því allan næsta hring og gerði atlögu á þeim stað sem ég ætlaði mér en það tókst ekki í þetta skiptið. Ég elti hann því annan hring og passaði mig á því að vera nær honum í þetta skiptið þegar ég gerði atlöguna. Í þetta skipti tókst það og ég gat einbeitt mér að því að keyra mínar línur og kláraði aftur í fyrsta sæti einnig með öruggt forskot. Ég fann ekkert athugavert við hjólið, né kúplinguna en fann það svo daginn eftir þegar ég prófaði hjólið útá plani að kúplingin var gjörsamlega búin.
Ég kláraði því þessa keppni á fullu húsi stiga og er með nokkuð gott forskot í stigakeppni til Íslandsmeistara þar sem bæði Einar og Gylfi duttu út í seinna motoinu en þeir voru í 2. og 3.sæti eftir fyrsta motoið. Stigataflan er ekki ennþá kominn á netið, en það bíða eflaust allir eftir því að geta skoðað tímana sína.
Þar sem ég er íslandsmeistari og má keyra með rauðan bakgrunn, lét ég útbúa rautt límmiðakitt á hjólið fyrir keppnina í „Chad Reed style“. Er ekkert sérstaklega óánægður með útkomuna.
Ég vil þakka N1, Nitro, Red Rooster, Hreysti, Serrano, Lífsstíl Líkamsrækt, Tanid.is, Bílalökkun.is, Mxs.is og Ultimate Suspension fyrir stuðninginn!
Einnig mömmu og pabba fyrir stuðningin og hjálpina!