Greinasafn fyrir flokkinn: Aron #66

1.umferð – Ólafsfjörður

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í Motocross fór fram á Ólafsfirði um helgina með pomp og prakt. Þetta var í fyrsta skipti sem Íslandsmót er haldið á Ólafsfirði og tókst þetta mjög vel hjá þeim norðan mönnum. Alveg frá því ég prufaði þessa braut í fyrra hefur mér fundist þetta ein af skemmtilegri brautum landsins, og svipar svolítið til belgísku brautanna. Brautin er mjög þung, og voru menn að slátra kúplingum og mótorum hægri vinstri. Ég var búin að lenda í því að fara með kúplingu þarna í bikarmóti í fyrra, einnig helgina fyrir keppnina þegar ég var að æfa svo ég vissi í hvað stefndi. Ég setti splunku nýja kúplingu í daginn fyrir keppni og tók eina nýja með mér til að vera öruggur.

Ég kom inní þessa keppni án þess að hafa hugmynd um hvar ég stæði gagnvart hinum strákunum, þar sem ég hafði hvorki séð, né hjólað með neinum öðrum en Össa eiginlega. Ég er langt frá því að vera í mínu besta formi, þó svo að formið sé mjög gott.  Þetta gekk þó nokkuð smooth fyrir sig, og komst ég í gegnum keppnina á einni kúplingu, datt ekkert og lenti ekki í neinum vandræðum.

Eftir tímatökur var ég með besta tímann, tæpum 4 sekúndum hraðari en næsti maður svo það létti mér aðeins lund þó svo að maður hafi alveg lært það í gegnum tíðina að tímatökurnar skipta engu máli. Í fyrsta moto hélt ég að ég væri búin að ná holeshotinu þangað til að Einar læddist utaná mig í fyrstu beygjunni og tók fyrsta sætið. Hann leiddi fyrstu hringina, ég reyndi að elta en það var svo mikið ryk í sumum beygjunum að ég sá aldrei neitt og var nokkrum sinnum tæpur á að fara á hausinn. Ég hleypti honum því aðeins frá mér og elti hann og athugaði með línurnar hans. Einar gerði svo smá mistök, sem gerði mér kleift að stela af honum fyrsta sætinu sem ég hélt svo til enda með nokkuð öruggu forskoti. Ég fór niðrí fjöru strax eftir fyrsta motoið til að athuga hvort að kúplingin væri nokkuð farinn að snuða, svo virtist ekki vera svo ég fór með´sömu kúplinguna í næsta moto.

Í öðru moto var sama sagan, Einar náði holeshotinu og ég elti. Núna var ég sneggri frammúr en ég sá strax á öðrum hring hvar ég ætlaði frammúr.  Ég elti hann því allan næsta hring og gerði atlögu á þeim stað sem ég ætlaði mér en það tókst ekki í þetta skiptið. Ég elti hann því annan hring og passaði mig á því að vera nær honum í þetta skiptið þegar ég gerði atlöguna. Í þetta skipti tókst það og ég gat einbeitt mér að því að keyra mínar línur og kláraði aftur í fyrsta sæti einnig með öruggt forskot. Ég fann ekkert athugavert við hjólið, né kúplinguna en fann það svo daginn eftir þegar ég prófaði hjólið útá plani að kúplingin var gjörsamlega búin.

Ég kláraði því þessa keppni á fullu húsi stiga og er með nokkuð gott forskot í stigakeppni til Íslandsmeistara þar sem bæði Einar og Gylfi duttu út í seinna motoinu en þeir voru í 2. og 3.sæti eftir fyrsta motoið. Stigataflan er ekki ennþá kominn á netið, en það bíða eflaust allir eftir því að geta skoðað tímana sína.

Þar sem ég er íslandsmeistari og má keyra með rauðan bakgrunn, lét ég útbúa rautt límmiðakitt á hjólið fyrir keppnina í „Chad Reed style“. Er ekkert sérstaklega óánægður með útkomuna.

Ég vil þakka N1, Nitro, Red Rooster, Hreysti, Serrano, Lífsstíl Líkamsrækt, Tanid.is, Bílalökkun.is, Mxs.is og Ultimate Suspension fyrir stuðninginn!

Einnig mömmu og pabba fyrir stuðningin og hjálpina!

Ólafsfjörður

Ég skrapp á Ólafsfjörð að æfa um helgina með Motosport.is familyunni, Össa, Kjartani og Karen. Fórum á föstudagskvöld og komum heim á laugardaginn. Náðum mjög góðum degi þarna á laugardaginn í sól og blíðu. Brautin var náttúrulega hrikalega góð einsog alltaf, en þetta er klárlega ein skemmtilegasta braut landsins. Farið endilega inná www.motosport.is og skoðið myndir úr ferðinni.

Motosport

Motosport

Motosport

Motosport

Motosport

Grein í útlöndum !!

Direct Motocross er kanadískt motocross blað, og eru einnig með vinsæla heimasíðu í anda og samstarfi við Racer X.  Dawn McClintock er blaðamaður, besta vinkona Jolene Van Vugt úr Nitro Circus, hún hafði sambandi við mig og vildi taka viðtal við mig og gera smá grein um Motocross á Íslandi í leiðinni. Endilega kíkið á fyrsta viðtalið við mig í erlendum miðli 😀

Smellið á linkin hér til að sjá viðtalið

Smellið hér til að skoða Direct Motocross


Nýr Sponsor – Red Rooster !

Nýr styrktaraðili bættist í hópinn í dag, og verður jafnframt einn sá helsti ásamt N1 og Nítró. Þetta er nýr orkudrykkur frá Canada sem var að lenda á klakanum og nefnist Red Rooster. Það verður margt spennandi framundan að gerast með Red Rooster og á án efa eftir að verða vinsælasti orkudrykkurinn á landinu innan skamms. Ég veit það þýðir ekkert fyrir mig að segja ykkur að þetta sé besti drykkurinn þar sem þið haldið að það sé sölutrix en ég hvet ykkur eindregið til að fara og kaupa eitt stykki til að prófa, þá skiljiði mig þegar ég segi að hann sé sá besti sem völ er á. Fyrir þá sem ætla að keppa á klaustri að þá verður mjög erfitt að halda út 6 klukkutímana án nægilegrar orku, mæli með að fólki nái sér í nokkra Roostera og hlaði sig upp á milli hringja ! Red Rooster fæst í Nettó og öllum Samkaups búðum á landinu!


Selfoss – 16.maí

Skellti mér á Selfoss í gær (Sunnudag) með Össa #21. Við þurftum að labba hring og týna grjót þar sem brautin var orðin mjög þurr og mikið af steinum farið að grafast upp. Hef heyrt misjafnar skoðanir varðandi stökkpallana í brautinni. Verð þó að segja að það eru einungis tveir pallar sem ég myndi segja að væru það tæknilegir að ekki allir geti stokkið þá. Restin af brautini er mjög fín og mæli með að fólk fari þangað að æfa. Stuttur og tæknilegur hringur, hægt að æfa margt þarna hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir. Við Össi skemmtum okkur mjög vel, og Össi smellti nokkrum myndum af mér sem ég læt fljóta með.

 

Sweeeet

Fimmta umferð heimsmeistara keppninnar fer fram á morgun, en í dag voru keyrð qualify race og eitt moto hjá stelpunum. Bryndís frænka var að keppa, og endaði í 28.sæti. Reikna með að eitthvað hafi komið uppá þar sem hún á að vera örugg í topp 20 á góðum degi. Það fór að rigna þegar Mx1 strákarnir voru komnir á línu, og brautin varð mjög drullug og sleip. Kevin „The Kid“ Strijbos sigraði MX1 qualify reisið sem er algjör snilld, hann hefur verið meira og minna frá í 3 ár vegna meiðsla, spurning hvort Krakkinn sé kominn aftur í sitt fyrra form ? Skemmtilegustu úrslitin voru hinsvegar í MX2 þar sem tveir vinir mínir voru í topp 4. Það var engin annar en frakkin Steven Frossard #183 á Monster Energy/Pro Circuit/Kawasaki sem vann, og meðleigjandi minn og æfingafélagi úr Belgíu, Nick Triest á Shineray/KTM sem endaði 4. ! Triest kom heldur betur öllum á óvart en bestu árangur hans á árinu er 12.sæti sem hann náði í fyrstu umferðinni í Búlgaríu í apríl.

Steven Frossard vann qualifyid í dag! Myndin er tekin þegar við vorum að æfa í hondapark í apríl.

Nick Triest #75. Nick eignaðist nýja kærustu eftir fyrstu umferðina í Búlgaríu, en í næstu tveim keppnum á eftir, Ítalíu og Hollandi gekk honum mjög illa, og bað liðsstjórinn hann vinsamlegast um að losa sig við kærustuna ef hann vildi halda sæti sínu í liðinu, en liðsstjórinn taldi hana vera að trufla einbeitninguna hans.

Össi, ef þú ert ekki í topp 10 í fyrstu keppninni á Ólafsfirði, þá verðuru vinsamlegast að losa þig við Maríu.

Veit ekki hvort þið kannist við þennan, en hann heitir Billy Laninovich. Hann er ameríkani og var á toppnum í supercross lites flokknum fyrir nokkrum árum. Keyrði m.a. fyrir Amsoil Honda og Factory KTM, einnig þekktur fyrir einu flottustu whippur sem sést hafa. Hann hefur þó síðustu ár þjáðst af þráðlátum meiðslum en kom þó til spánar og keyrði fyrir Aprilia og mun einnig keyra fyrir þá í Ameríska GP-inu í Glen Helen. Billy endaði qualify race-ið í 28.sæti af 33.

Smá drulla. Pourcel endaði 10. í dag.

Bíð spenntur eftir keppninni á morgun, hægt er að horfa á hana á www.freecaster.tv eða á Motors TV.