Greinasafn fyrir flokkinn: Aron #66

Fyrsta keppnin í Belgíu

Jæja þá er fyrsta keppnin í Belgíu á þessu ári afstaðin. Ég fór í síðustu viku til þess að sækja Jonna.is útá flugvöll en hann kom til mín í tíu daga að æfa. Í leiðinni fórum við í vöruskemmuna hjá Kawasaki í Hollandi að sækja tvö splunku ný 2010 Kawasaki hjól. Eitt 450cc fyrir mig og eitt 250cc fyrir Signý. Við erum búnir að vera duglegir að hjóla þennan tíma sem Jonni er búin að vera hérna en á mánudaginn kepptum við svo í páskakeppni, sem var önnur umferð BMB mótaraðarinnar. Keppnin fór fram á Axel brautinni í Hollandi, sem er sandbraut einsog allar aðrar brautir í Hollandi.

Við fórum kvöldið áður á keppnina og gistum á svæðinu ásamt endalaust mikið af öðru fólki. Við gistum í race bílnum hennar Signýar #43 sem myndaði helvíti kósý stemmingu hjá okkur strákunum. Við lentum í miklu veseni með að taka bensín og leit út á tímabili að þetta yrði önnur keppnin í röð sem ég myndi missa af. Við gátum ekki tekið bensín á leiðinni á keppnina eftir ítrekaðar tilraunir og tveggja klukkutíma rúnt framm og til baka í nágrenni brautarinnar, annaðhvort voru bensínstöðvarnar lokaðar og ekki með sjálfsala eða þá að kortunum okkar var hafnað. Við vöknuðum klukkan 7 og Jonni brunaði að leita að bensíni, á meðan sat ég einsog hálfviti á miðju túni að passa plássið okkar fyrir bílinn. Jonni kom svo tvem tímum síðar, eða rétt fyrir níu með bensín þannig að við gátum tekið þátt í keppninni, en æfingarnar byrjuðu einmitt klukkan 9.

Við skráðum okkur báðir í Pro flokka, ég í Mx1 og Jonni Mx2. Við fórum í tímatökur, Jonni byrjaði og endaði 29. af 29 í tímatökunum. Ég fór og endaði 30. af 31. í mínum flokk svo útlitið var ekki bjart hjá okkur félugum. Ekki varð útlitið bjartara fyrir fyrsta motoið hjá Jonna þar sem honum var meinuð þáttaka vegna þess að það vantaði keðjuhlífina yfir fremra tannhjólið. Við reyndum einsog við gátum að verða okkur útum hlíf en allt kom fyrir ekki og Jonni endaði á því að verða yfir mekki Ómarsson Racing Team þennan daginn. Ég fór í mitt fyrsta moto og keyrði ágætlega fyrstu mínúturnar, svo fór ég að pumpast upp og þreytast aðeins um mitt moto enda nýbyrjaður að æfa aftur eftir viðbeinsbrotið. Motið var rauðflaggað eftir umþb. 15 mínútur vegna þess að ökumaður hafði keyrt á áhorfanda sem meiddist alvarlega og því var motoið stoppað. Ég endaði því 20. í fyrsta motoinu og varð ekki hringaður sem ég var hæst ánægður með 🙂 Í seinna motoinu keyrði ég mun betur og þreyttist ekki neitt, né pumpaðist upp. Ég keyrði á fínum dampi og fór að týna upp gaura um mitt moto. Ég kom í mark og endaði aftur 20. og skoraði 2 stig eftir daginn, en það gaf mér þó einungis 25.sætið overall.

Ég er alveg ágætlega sáttur með að hafa klárað bæði motoin í topp 20og sérstaklega ánægður að vera kominn á fullt aftur og án þess að finnafyrir öxlinni þegar ég hjóla eða þurfa að kæla hana eftir æfingu. Égfinn mikinn dagamun á forminu og verð vonandi kominn í topp form íendan apríl. Jonni fer heim á fimmtudaginn og við tekur hjá mér baraáfram hjólerí. Ég stefni á að keppa í Lommel næstu helgi, en það er international keppni þar sem er haldin einu sinni á ári.

Svo var ég að gera fanpage síðu á Facebook þar sem ég mun setja inn myndir ofl. Einnig verða skemmtilegir leikir í gangi í sumar með skemmtilegum vinningum. Endilega gerist FAN á facebook og styðjið ykkar mann í útlöndum! 🙂

http://www.facebook.com/photo.php?pid=159179&id=108291719195873#!/pages/Aron-Omars-66/108291719195873

race2

Check in report

Þá koma úrslit úr fyrstu keppni:
Aron Omarsson – Not registered.

Það vildi svo skemmtilega til að þegar ég mætti um morgunin til að skrá mig í Genk keppnina, jafnframt mína fyrstu keppni í Belgíu þetta árið, þá ákváðu belgarnir bara að breyta klukkunni sama dag, og flýttu henni um einn klukkutíma. Þannig að þegar ég mætti klukkan 8 um morgunin til að skrá mig til leiks, þá var klukkan hjá þeim bara orðin 9 og ég missti af skráningar tímanum. Þannig fór nú það. En það er fleiri keppnir framundan, mánudaginn næsta er önnur keppni ársins í svokölluðu BMB meistaramóti. Hún er í sandbraut sem heitir AXEL. Formið er að koma hægt og sígandi eftir meiðslin, verð að sjá til hvað ég endist með þessum köllum hérna í sandinum.

Á þriðjudaginn sótti ég Jonna.is útá flugvöll en hann er kominn hérna til mín og verður fram til 8.apríl. Í gær fórum við í Lommel, fórum í keppni hver kæmist flestu hringina í henni og keppnin endaði þannig að við komumst báðir 6 hringi! Hún var gjörsamlega ókeyrandi einsog við kölluðum það, en „perfect for practice“ einsog belgarnir kölluðu það. Í dag fórum við svo í braut sem kallast Helecine, sem er eina pjúra moldarbrautin í belgíu. Dagurinn var vægast sagt GEÐVEIKUR, en það rigndi til að byrja með og svo kom sólin upp til að þurrka brautina og hún reyndist fullkomin eftir það. Reynir, Eysteinn, Biggi og Eyþór komu í dag. Ég held að Reynir og Eysteinn hafi tekið báðir tvo klukkutíma moto, það var ekki hægt að stoppa þá. Það heyrðist ekkert nema „þetta er svo geðveik braut“ allan daginn.

Næsta mánudag er einhver frídagur hérna í belgíu, og þá ætlum við Jonni að keyra til Hollands og keppa í þessari keppni sem verður í Axel brautinni. Ég er kominn á nýtt 2010 450 hjól, svo nú er engin afsökun. Fer og sýni þessum belgum hvernig á að gera þetta. Hérna eru nokkrar myndir frá deginum í dag, reyndar bara síðustu tuttugu mínuturnar sem ég hjólaði á Jonna hjóli þar sem ég sprengdi á mínu.

Halló halló

Sælir nú! Svo fór að skjárinn á tölvunni minn brotnaði og þurfti ég að senda tölvuna í viðgerð til íslands, svo ég hef ekkert verið internettengdur í tæpar tvær vikur! En nú er það vesen á brott, og við blasa ekkert nema bjartir tímar. Ný heimasíða kemur í loftið á næstu dögum, og allskyns frábærir hlutir í gangi. Ég er búin að hjóla í viku núna eftir brotið, svo ég er rétt að koma mér í gang. Um helgina er ég að fara að keppa í BMB mótaröðinni, en BMB er eitt af þrettán samböndnum hérna í Belgíu (við erum með eitt á íslandi, MSÍ). Þetta er fyrsta keppni sumarsins í BMB mótarröðinni og fer hún fram í minni heimabraut, Genk. Tekur mig einungis 5 mínútur að keyra á brautina, ég fór að skoða hana í dag og hún lítur vægast sagt SVAÐALLEGA vel út.

Reynir Jóns, Biggi Bróðir hans og Eysteinn MotoMos Ýta eru komnir til belgíu að hjóla og er ég að fara að hitta þá á morgun. Þeir verða hérna fram yfir páska svo ég reyni að hjóla með þeim eins mikið og ég get á meðan þeir eru hérna. Þriðjudaginn næsta kemur svo Jonni.is í heimsókn og ætlar að vera hérna í 9 daga að æfa með mér, þannig að það er nóg framundan.

Ég er kominn með vinnu í hollandi, vinn tvo daga í viku, mánudag og þriðjudag sem gæti ekki hentað betur því það er allt lokað á mánudögum hvort sem er, svo vinn ég þriðjudag, og get þá hjólað miðvikudag, fimmtudag og föstudag og svo mun ég keppa nánast hverja helgi þangað til ég kem heim fyrir fyrstu keppnina heima á íslandi. Fyrirtækið sem ég er að fara að vinna hjá heitir Ultimate Suspension, og er þetta demparafyrirtæki sem sérhæfir sig bara í Motocross fjöðrun. Fyrsti dagurinn minn er á mánudaginn næsta, sweet! Getið skoðað heimasíðuna hans hérna www.ultimatesuspension.com en hann sér um fjöðrun fyrir flesta ökumenn í hollenska meistaramótinu, nokkra í belgíska og nokkra í heimsmeistara keppninni.

Kem svo með fréttir og update eftir keppnina á sunnudaginn.

Ég verð svo að deila með ykkur þessu hérna. Ég veit ekki alveg hvort hann sé hollenskur eða belgískur, og hvort þetta sé grín eða ekki, en það er hvorki hægt að kveikja á sjónvarpi né útvarpi hérna án þess að þetta sé í spilun.

Dót til sölu

Er með eftirfarandi hágæða búnað til sölu.

Fly Throphy hjálmur í stærðinni Small

Verð: 20.000

Einnig með FLY Fatbar stýri, í gunmetal gray lit. Með stýrinu fylgir stýrispúði.
Stýrið hefur beygjuna: Breidd 800, Hæð 77, Pullback 57.
Sem er sama beygja og ég og Chad Reed notum 🙂
Verð: 12.500

Hvorutveggja er splunkunýtt, og afhendist um páskana.

Keppni í Onda

æja, þá er ég kominn á bak aftur. Fór að hjóla í fyrsta skipti eftir brotið á sunnudaginn var, og það í keppni. Þetta var keppni sem fram fór í braut sem kallast Onda, og var þessi keppni hluti af Valencia meistaramótinu. Ég skráði mig til leiks í Mx1 án þess að vita nokkuð hvað öxlin hafði uppá að bjóða. Ég fór í æfingar um morgunin og setti hraðasta hringinn, sem skilaði mér að vera fyrstur að velja starthlið það sem eftir var dags. Ég fann ekkert sérstaklega mikið fyrir sársauka í tímatökunum svo dagurinn lofaði góðu.

 

Ég fór í frysta moto með opnum huga um að draga mig í hlé ef hendin yrði til vandræða. Ég náði ágætis starti, kom 4-5 útúr fyrstu beygju og blockpassaði svo 2 í einu í næstu beygju sem kom mér strax í annað sætið. Þá næst fór ég á eftir Danni Lavila #79 sem var þá fyrstur, ég elti hann i 2-3 hringi og var buin að finna nokkra staði þar sem ég var hraðari en hann. En því miður lak ég á hausinn og drap á og missti hann því frá mér, ég kom hjólinu í gang, var þá orðinn þriðji. Um leið og ég fór af stað aftur gler hörðnuðu hendurnar á mér og ég pumpaðist svakalega upp, enda ekkert buin að hjóla í 4 vikur. Ég hélt þá ágætis dampi þrátt fyrir armpump og vann mig aftur upp í annað sætið, stollaði hjólinu þá og varð aftur orðinn þriðji. Enn og aftur vann ég mig uppí annað sætið og hélt því til loka.

 

 

Eftir fyrsta moto var ég gráti nær af sársauka í öxlinni og ætlaði ekki út í næsta moto. En einsog svo oft áður þegar meiðsli eru annarsvegar að þá kann ég ekki að bíða. Ég gelypti tvær verkjapillur og skellti mér í næsta moto. Náði betra starti þá og kom annar útúr fyrstu beygju. Enn og aftur var Danni Lavila #79 á undan mér og ég elti hann í nokkra hringi. Á fjórða hring byrjaði ég að pumpast upp aftur og þurfti að slaka aðeins á, og komst Danni því aðeins á undan mér. Ég hélt mínu striki og þegar u.þ.b. 5 hringir voru eftir byrjaði ég að pusha einsog ég gat. Ég nálgaðist Danni mjög hratt, en því miður var ekki nógur tími og endaði ég því aftur í öðru sæti, en í þessu motoi aðeins einni sekúndu á eftir fyrsta manni, svo baráttan var hörð.

Þarna er hópurinn, Danni Lavila í miðjunni með fullt hús stiga. Pabbi hans á Alicante brautina á spáni, sem kannski einhverji íslendingar kannast við, en hún er alveg við þjóðveginn rétt við Alicante flugvöllinn. Hann æfir nánast daglega með Manuel Rivaz, sem þið ættuð að kannast við úr AMA Supercrossinu. En þegar Rivaz er ekki í ameríku að keppa að þá æfir hann með Danni.

Svo í lokin ein hringur úr keppninni. Er að uploada fleiri videoum, sem eg hrndi inn við tækifæri.

Þakkir til N1 og Nitro. Mömmu, Pabba og Fjölskyldunnar minnar, vinanna og ykkur sem hafið áhuga á að fylgjast með mér.

Kv. Aron Ómars #66

 

Ablas engles?

Smá update. Ég er farinn út aftur til Belgíu og planið er að vera þar eins lengi og fjármagn leyfir. Ég fór út á fimmtudaginn síðasta, sótti bílinn minn og gerði hjólið klárt. Svo á sunnudaginn kom Signý út til mín og við brunuðum til spánar, og ætlum að vera þar í 2-3 vikur. Ferðin hefur gengið …