Jæja þá er fyrsta keppnin í Belgíu á þessu ári afstaðin. Ég fór í síðustu viku til þess að sækja Jonna.is útá flugvöll en hann kom til mín í tíu daga að æfa. Í leiðinni fórum við í vöruskemmuna hjá Kawasaki í Hollandi að sækja tvö splunku ný 2010 Kawasaki hjól. Eitt 450cc fyrir mig og eitt 250cc fyrir Signý. Við erum búnir að vera duglegir að hjóla þennan tíma sem Jonni er búin að vera hérna en á mánudaginn kepptum við svo í páskakeppni, sem var önnur umferð BMB mótaraðarinnar. Keppnin fór fram á Axel brautinni í Hollandi, sem er sandbraut einsog allar aðrar brautir í Hollandi.
Við fórum kvöldið áður á keppnina og gistum á svæðinu ásamt endalaust mikið af öðru fólki. Við gistum í race bílnum hennar Signýar #43 sem myndaði helvíti kósý stemmingu hjá okkur strákunum. Við lentum í miklu veseni með að taka bensín og leit út á tímabili að þetta yrði önnur keppnin í röð sem ég myndi missa af. Við gátum ekki tekið bensín á leiðinni á keppnina eftir ítrekaðar tilraunir og tveggja klukkutíma rúnt framm og til baka í nágrenni brautarinnar, annaðhvort voru bensínstöðvarnar lokaðar og ekki með sjálfsala eða þá að kortunum okkar var hafnað. Við vöknuðum klukkan 7 og Jonni brunaði að leita að bensíni, á meðan sat ég einsog hálfviti á miðju túni að passa plássið okkar fyrir bílinn. Jonni kom svo tvem tímum síðar, eða rétt fyrir níu með bensín þannig að við gátum tekið þátt í keppninni, en æfingarnar byrjuðu einmitt klukkan 9.
Við skráðum okkur báðir í Pro flokka, ég í Mx1 og Jonni Mx2. Við fórum í tímatökur, Jonni byrjaði og endaði 29. af 29 í tímatökunum. Ég fór og endaði 30. af 31. í mínum flokk svo útlitið var ekki bjart hjá okkur félugum. Ekki varð útlitið bjartara fyrir fyrsta motoið hjá Jonna þar sem honum var meinuð þáttaka vegna þess að það vantaði keðjuhlífina yfir fremra tannhjólið. Við reyndum einsog við gátum að verða okkur útum hlíf en allt kom fyrir ekki og Jonni endaði á því að verða yfir mekki Ómarsson Racing Team þennan daginn. Ég fór í mitt fyrsta moto og keyrði ágætlega fyrstu mínúturnar, svo fór ég að pumpast upp og þreytast aðeins um mitt moto enda nýbyrjaður að æfa aftur eftir viðbeinsbrotið. Motið var rauðflaggað eftir umþb. 15 mínútur vegna þess að ökumaður hafði keyrt á áhorfanda sem meiddist alvarlega og því var motoið stoppað. Ég endaði því 20. í fyrsta motoinu og varð ekki hringaður sem ég var hæst ánægður með 🙂 Í seinna motoinu keyrði ég mun betur og þreyttist ekki neitt, né pumpaðist upp. Ég keyrði á fínum dampi og fór að týna upp gaura um mitt moto. Ég kom í mark og endaði aftur 20. og skoraði 2 stig eftir daginn, en það gaf mér þó einungis 25.sætið overall.
Ég er alveg ágætlega sáttur með að hafa klárað bæði motoin í topp 20og sérstaklega ánægður að vera kominn á fullt aftur og án þess að finnafyrir öxlinni þegar ég hjóla eða þurfa að kæla hana eftir æfingu. Égfinn mikinn dagamun á forminu og verð vonandi kominn í topp form íendan apríl. Jonni fer heim á fimmtudaginn og við tekur hjá mér baraáfram hjólerí. Ég stefni á að keppa í Lommel næstu helgi, en það er international keppni þar sem er haldin einu sinni á ári.
Svo var ég að gera fanpage síðu á Facebook þar sem ég mun setja inn myndir ofl. Einnig verða skemmtilegir leikir í gangi í sumar með skemmtilegum vinningum. Endilega gerist FAN á facebook og styðjið ykkar mann í útlöndum! 🙂