Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Bolaöldubrautir.

Seint koma fréttir en koma þó.

Brautin er opin í dag, föstudag til kl 21:00.  Venjulegur opnunartími um helgina.  Brautin mun vera í sínu besta ásigkomulagi þessa dagana enda fullt af vökva komið í hana. Einnig hefur Garðar verið að vinna í barna og unglingabrautunum.

Góða skemmtun en munið eftir miðunum.

Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Þetta er ófölsuð ljósmynd. Brautin lítur HRIKALEGA vel út.

43 keppendur eru skráðir í MXoN styrktarkeppnina sem fram fer  á morgun á Selfossi. Enn er þó pláss fyrir fleiri keppendur og það helst í kvennaflokki, 85 flokki og C flokki. Annars er pláss laust í öllum flokkum, brautinn verður vökvuð í dag og í kvöld þannig að brautinn verður alveg 100%. Sýnum stuðning og höfum gaman að deginum, hlökkum til að sjá sem flesta.

10:00 Mæting  / Skráning

10:30 – 10:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C & Heiðursmenn)
11:00 – 11:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
11:20 – 11:50 Hlé

12:00 – 12:15 MX 85 & Kvenna
12:20 – 12:35 C & Heiðursmenn
12:40 – 12:55 MX B
13:00 – 13:15 MX Open

Lesa áfram Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Bolaöldubraut, aukaopnun í dag Föstudag!!!!

Vegna góðs árangurs í viðhaldi á MX  brautinni mun hún verða opin í dag frá kl 18:00 – 21:00.

Vökvunarkerfið verður keyrt á milli kl 17:00 – 18:00.

Þeir sem koma kl 17:00 og hjálpa til í grjóthreinsun ( lágmark 1. hringur í brautinni ) fá frímiða í brautina.

Palli, sérstakur aðstoðarmaður Garðars, mun passa uppá að allt fari eftir settum reglum á svæðinu.

Garðar og aðstoðarmenn.

Motomos lokuð !!!

 

Motomos verður lokuð vegna breytinga fram á sunnudag 28. ágúst,
brautin er í allsherjar yfirhalningu, það á að keyra meira efni í neðri part brautarinnar og breyta efri hlutanum.

Auglýsum opnunina síðar.