Brautin er opin í dag, föstudag til kl 21:00. Venjulegur opnunartími um helgina. Brautin mun vera í sínu besta ásigkomulagi þessa dagana enda fullt af vökva komið í hana. Einnig hefur Garðar verið að vinna í barna og unglingabrautunum.
43 keppendur eru skráðir í MXoN styrktarkeppnina sem fram fer á morgun á Selfossi. Enn er þó pláss fyrir fleiri keppendur og það helst í kvennaflokki, 85 flokki og C flokki. Annars er pláss laust í öllum flokkum, brautinn verður vökvuð í dag og í kvöld þannig að brautinn verður alveg 100%. Sýnum stuðning og höfum gaman að deginum, hlökkum til að sjá sem flesta.
Selfyssingar liggja ekki með hendur í skauti sér þessa dagana enda bara örfáir dagar til keppni. Hressilegar endurbætur standa yfir fyrir MXoN styrktarkeppnina sem verður á laugardaginn og hér eru nokkrar myndar af framkvæmdunum í gær.
Motomos verður lokuð vegna breytinga fram á sunnudag 28. ágúst,
brautin er í allsherjar yfirhalningu, það á að keyra meira efni í neðri part brautarinnar og breyta efri hlutanum.