Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Bolaöldubraut. Opnun þessa viku.

Í dag Þriðjudaginn 16.08. Opið 14:00 – 21:00

Á morgun Miðvikudaginn 17.08. Opið allan daginn til kl 21:00.

Brautin lokuð fimtudag, föstudag, laugardag vegna keppni og undirbúnings.

Brautarstjórn.  

„Munið að skráningu í keppnina lýkur kl 21:00 í kvöld 16.08.11“

Bolaöldubraut opin til 15 á laugardag vegna bikarkeppni

Við minnum á bikarkeppnina í Bolaöldu á sunnudaginn. Brautin verður opin í dag og á laugardag fram til kl. 15. Eftir það verður hún lokuð til að hægt verði að laga hana fyrir bikarkeppnina. Enduroslóðarnir verða opnir eins og vanalega.

Koma svo og skrá sig í keppnina á sunnudaginn hér!

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Bikarkeppni næsta sunnudag!

Það styttist í næstu keppni sem verður í Bolaöldu 20. ágúst nk. Í kvöld hefur brautin verið lokuð þar sem Óli Gísla og Garðar hafa verið að vinna með jarðýtunni í lagfæringum og minniháttar breytingum. Brautin opnar aftur á morgun, miðvikudag kl. 18 og verður væntanlega í hrikalegu flotti standi. Þrátt fyrir sól og hita er frábær raki í brautinni þessa dagana og um að gera að fjölmenna á morgun.

Við ætlum svo að kýla á létta bikarkeppni á sunnudag til að koma mönnum vel í gírinn fyrir keppni. Nánari upplýsingar og skráning opnar von bráðar hér á motocross.is.

Lesa áfram Bikarkeppni næsta sunnudag!

Bolaöldubraut Lokuð Þriðjudag 09.08.2011

Stóra brautin í Bolaöldum verður lokuð á morgun Þriðjudag. Unnið verður með jarðýtu í brautinni. Brautin opnar aftur á Miðvikudag kl 18:00.

Brautarstjórn

Toppaðstæður á Akureyri

Linus Sandahl keppir á Akureyri á mogun

Góð stemmning hefur nú þegar myndast fyrir motocross keppnina á Akureyri sem fram fer á morgun. Bærinn er fullur af fólki, blankalogn og funheitt en ekkert sólskin. Flestir keppendur eru komnir á staðinn og margir þeirra hafa jafnvel verið þar alla vikuna við stífar æfingar. Brautin er búin að vera frábær í allt sumar og Akureyringar láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram að bæta aðstöðuna með nýjum pitt og svo eru þeir nú að bæta í brautina meiri trjáspæni til að gera hana enn betri. Rakastigið í henni hefur verið frábært í allt sumar og segja heimamenn að þó það rigni lítilsháttar á morgun eigi brautin eftir að þola það vel.

Eyþór Reynisson kemur í keppnina með fullt hús stiga en fær væntanlega enn meiri samkeppni en hingað til því að þessu sinni er skráður til keppni ungur sænskur ökumaður sem heitir Linus Sandahl og hefur verið framarlega í Sænsku keppnunum undanfarin ár. Hann er 18 ára og keppir í sænska MX2 og var að gera góða hluti þar til hann viðbeinsbrotnaði í vor. Hann er kominn í toppform aftur og líklegur til að gera góða hluti.

 

Bolaöldusvæðið

Búið er að bæta við vökvunarkerfið í MX brautinni. Eftir smá bilun í vökvunarkerfinu um s.l helgi er kerfið keyrt á fullum afköstum. Minnum á opnunartímana.

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 14-21
  • Fimmtudagar 14-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.