Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Íslandsmótið í Sólbrekkubraut

Nú fer að styttast í Íslandsmótið í Sólbrekkubraut. Undirbúningur búinn að vera á fullu og vonandi smellur allt saman. Einar og Jói búnir að vera í brautinni og gera hana fína. Rakastig hefur verið nokkuð gott í brautinni og kappsmál er að halda því þannig og vökva hana vel fyrir mót. VÍR verður með sjoppu eins og áður þar sem boðið verður upp á ýmislegt. Síðasti opnunardagur er miðvikudagurinn 20. júlí svo nú er um að gera að nýta tímann sem eftir er vel. Brautin er í góðu standi og bara skemmtileg og geggjuð eins og alltaf !

Kveðja,VÍR

Bolaöldubraut í frábæru formi.

Brautin er í frábæru standi enda hafa veðurguðirnir og Garðar séð til þess að vökva og tæta upp brautina hressilega. Brautin var löguð með jarðýtu í síðustu viku og svo hefur Aron Berg, yfirmaður grjót og grashreinsistarfa, verið á fullu í því að snyrta bæði innan og utan brautar. Þeir félagar, Garðar og Aron, verða í grjóthreinsun fram eftir degi þannig að vinsamlegast farið varlega ef þið sjáið þess duglegu og hressu starfsmenn VÍK í brautinni.  Munið eftir miðunum Á HJÓLINU.

Brautarstjórn.

Sólbrekka

Smávægilegar viðgerðir á Sólbrekku í dag.
Hún er þurr, hörð og æðisleg!

Álfsnes áfram í toppstandi

Smellið fyrir stærri mynd
Eyþór á æfingu á Álfsnesi

Reynir og félagar eru ánægðir með góða mætingu á Álfsnesið í vikunni og ætla að halda áfram að halda henni í góðu standi. Í kvöld og fyrramálið kemur verktaki og mun keyra sjó í brautina til að viðhalda góðu rakastigi í henni. Planið er að opna á laugardaginn um klukkan 11 og þá ætti brautin að vera í toppformi.

Allt að verða klárt í Álfsnesi

Á morgun fer fram önnur umferð í Íslandsmótinu í motocrossi í Álfsnesi.

#11 á heimavelli á nesinu ("Stolin" mynd frá motosport.is, takk Sverrir 🙂

Um 90 keppendur eru skráðir til keppni á morgun og verður gaman að fylgjast með hvað gerist í þessari keppni. Aðstæður undanfarna daga hafa vægast sagt verið erfiðar. Sól og rok hefur þurrkað svæðið og því hafa verið notaðar haugsugur til að keyra yfir 200 þúsund lítra af vatni og sjó í brautina til að bleyta jarðveginn svo hægt hafi verið að æfa og lagfæra brautina fyrir keppni. Nú rignir loksins en þó vonandi ekki meira en svo að nýlöguð brautin verður í frábæru standi í fyrramálið. Í fyrramálið er spáð smáskúrum fram í tímatöku og svo þurru fram yfir verðlaunaafhendingu. Við vonumst því til að sjá sem flesta á keppninni á morgun.:)  Lesa áfram Allt að verða klárt í Álfsnesi