Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

VÍK breytir opnunartímum motocrossbrauta

VÍK hefur hér með breytt opnunartímum í motocrossbrautunum í Álfsnesi og Bolaöldu. Brautirnar opna nú fyrr á virkum dögum eða frá klukkan 14. Álfsnesið færir opnunartíma frá föstudegi yfir á miðvikudag og bætir við sunnudagsopnun.

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:
Þriðjudagar 14-21
Fimmtudagar 14-21
Laugardagar 10-17
Sunnudagar 10-17
Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Endúróbrautin er alltaf opin.

Opnunartímar í Álfsnesi
Mánudagar 14-21
Miðvikudagar 14-21
Laugardagar 10-17
Sunnudagar 10-17
Lokað aðra daga

Selfoss nýlöguð

Aftur!!

Álfsnesbraut og Bolaalda

Opnunarartímar í dag og á morgun uppstigningardag.

Álfsnesbraut OPIN Miðvikudag. 14 -21.  Uppstigningardag. 10 – 18.

Bolaöldubrautir Lokaðar Miðvikudag. Uppstigningardag  opið 10 – 17.

Brautarstjórnir.

Selfoss í toppstandi

Selfossbrautin er nýlöguð og aldrei litið betur út

Selfoss í dag

MotoMos-Vökvunarkerfið komið í gang

Vökvunarkerfið fór í gang í gær í Motomos, það á aðeins eftir að fínstilla það, þeir sem ætla að hjóla, ekki klikka á miðunum sem fást á N1 !!!

Staðan á Álfsnesi

Sumarið er að koma!

Óli Gísla fór í Álfsnes í gær til að kanna ástand brautarinnar. Brautin er þurr á köflum en annarstaðar eru ennþá drulludý í henni. Reynt var að fara með gröfu í brautina um daginn til að ræsta fram úr brautinni en þá sat hún bara föst á köflum. Nú ætti að vera hægt að klára málið og vonandi verður hægt að opna brautina formlega upp úr því.

Þangað til er brautin lokuð.

Lesa áfram Staðan á Álfsnesi