Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Bolaöldubrautir. Opna á morgun Laugardag
Vinnudagur frá kl 10:00 – 12:00. Frítt í brautina fyrir þá sem vinna.
Hjólatími fyrir vinnuþjarkana: 12:00 – 14:00.
Opnað fyrir almenning: 14:00 – 17:00. Munið að kaupa miða í brautina. Árspassar 2010 eru ekki í gildi. Stjórnin.
Bolaalda og Álfsnes
Nú er verið að vinna með stórvirkri vinnuvél í Bolaöldubraut. Verið er að harpa stóran hluta brautarinnar til að losna við sem mest af grjótinu. Vonir standa til að hægt verði að opna brautina á Laugardag.
Álfsnesbrautin er ennþá rennandi blaut en miðað við veðurspá þá ætti hún að þorna mjög hratt næstu daga. Lesa áfram Bolaalda og Álfsnes
Krókurinn opinn
Brautin á króknum er opin. Það er búið að renna yfir hana með ýtunni. En hún samt nokkuð grýtt.
Miðar fást í á Bláfelli, sjoppan á móti sundlauginni !
Selfossbrautin lokuð
Selfossbrautin er lokuð! Þó svo hún líti girnilega út, er stranglega bannað að hjóla í henni. Við eigum eftir að þjappa, keyra kurli og ná vatni úr henni eftir breytingar. Látum strax vita þegar hún verður klár. Kv.Mx Umfs
af fésbók