Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Vor verkin hafin í Bolaöldu. Brautir og slóðar eru LOKAÐIR uns annað verður kynnt.

Búið að hreinsa snjóinn úr brautinni og lagfæra það sem hafði skemmst í vetur.
Við erum byrjuð að undirbúa vertíðina í Bolaöldum. Tóti ýtukall var fenginn til að ryðja snjónum úr brautinni og lagfæra það sem skemmst hafði í vetur. Sjáið grein frá Einari hér fyrir neðan.
Garðar er að vinna við traktorinn og ripparann, enn er verið að tjasla þessu saman með von um að dótið dugi enn eitt árið.
Vonandi getum við tilkynnt opnun á svæðinu bráðlega.

Vor-verkin

Tjörnin er á sínum stað, en fer óðum minnkandi

Góðir hálsar!
Nú fer í hönd árlegur tími þýðunnar.  Þá er gríðarlega nauðsynlegt að vera ekki að spóla um í drullunni sem er allsráðandi, enda flokkast slíkt sem hrein og bein skemmdarstarfsemi.
Einhver van-hugsuður ók slóða, hér fyrir ofan höfuðborgina í fyrra, sem leiddi til þess að þeir voru alveg hundleiðinlegir fram eftir öllu sumri.
Aflið ykkur upplýsinga um stöðuna á slóðunum áður en lagt er í’ann – og snúið strax við ef ástandið er eitthvað annað en gott.
Bolalda kemur þokkaleg undan vetrinum og verður farið í það fljótlega að ýta burt snjósköflum og lagfæra verstu úrrennslin.

Sumarið (og Klaustur) á næsta leiti

Það er komið að því að greiða félagsgjaldið og styrkja félagið ykkar. Sumarið er rétt handan við hornið og félagið þarf þinn stuðning. Skráning í Klausturskeppnina hefst 10. mars og þá verða allir keppendur að hafa greitt félagsgjald í sitt félag.

Vorverkin í Bolaöldu og Álfsnesi hefjast von bráðar og það er margt sem okkur vantar til að geta staðið okkur í sumar. Félagið vantar m.a. dráttarvél og margt fleira sem nauðsynlegt er að útvega sem allra fyrst. Auk þess kostar það einfaldlega stórfé að byggja upp og reka aksturssvæðin og því þurfa sem flestir að leggja sitt af mörkum.

Félagið heldur úti tveimur svæðum og hjá því er starfsmaður í vinnu auk sumarstarfsmanns sem er kostnaðarsamt. Fjöldi manns vinnur líka sjálfboðastarf á vegum félagsins við að halda keppnir, byggja upp svæðið og tryggja rétt okkar á slóðum og vegum landsins.

Lesa áfram Sumarið (og Klaustur) á næsta leiti

Bolaöldubrautir

Garðar er búinn að rippa og lagfæra stóru brautina eftir fjör helgarinnar. Öll uppstökk og lendingar eru flottar, pottþéttur raki og góðir battar.

Brautirnar eru allar í flottu standi og nú er um að gera að nýta sér hvern dag sem hægt er áður en það fer að frysta. Sem fer öruggla að gerast.

Muna eftir miðum eða árskortum Á HJÓLUNUM!!

Brautarstjórn

Bolaöldubrautir

Bolaöldubrautir er sennilega í því besta ástandi sem möguleiki er á. Pottþéttur raki í jarðveginum, öll uppstökk gjörsamlega geðveik og lendingarnar ekki síðri. Slóðakerfið er ekki síðra!!!  OG VEÐRIÐ!!!!!!  Það gerist ekki betra.

Það er Október!!! Garðar var hreinlega ekki alveg viss hvort að hann væri þarna á réttum árstíma þar sem á sama tíma í fyrra var allt frosið. Nú er um að gera að nýta helgina í tætlur og hjóla af sér afturendann. Það er ekki öruggt að okkur bjóðist svona verður aftur þetta árið.

Muna eftir miðunum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Keli verður svakalega grimmur í eftirlitinu í dag. Engin miði eða árskort á hjóli þýðir brottvísun með svaka skömm á bakinu. Og jafnvel verður það rætt sérstaklega á árshátíð.

Miðar eru seldir í Olís við Rauðavatn og í Litlu Kaffistofunni.

Gaman saman.

Brautarstjórn.

Tiltektardagur í MotoMos

Tiltektardagur á morgun í Motomos, ætlum að hittast og taka til í húsinu, skrúfa niður sprinklera og rétta við stangir í brautinni og tína nokkra steina:) 1-2 tíma vinna. Pulsa, kók og hjóla frítt fyrir þá sem nenna að vinna 🙂 Mæting kl 13:00.