
Selfyssingar ætla að vakna snemma í fyrramálið, græja brautina og bjóða svo öllum sem vilja að koma að hjóla klukkan 11. Brautin er auðvitað í góðu standi og búist er við nokkuð góðri mætingu.
Munið eftir að kaupa miða í Pylsuvagninum
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Bolaöldubrautirnar eru í flottu standi. Pottþéttur raki og Garðar er búinn að skríða um á fjórum fótum til að hreinsa smásteina úr stóru brautinni.
Hvetjum alla hjólara til að nýta sér þá daga sem bjóðast. Þeim fer víst alveg örugglega fækkandi.
Munið eftir miðunum í Olís Norðlingaholti eða Litlu Kaffistofunni.
Brautarnefnd.
Garðar „brautarmeistari“ er búinn að vera í jarðhræringum alla vikuna þannig að brautirnar verði í sem bestu ástandi um helgina. Miðað við veðurpá fyrir Laugardag þá ætti allt að smella saman í frábærann hjóladag fyrir alla, bæði hringakstursfólk og slóðaeltandi hjólakappa.
Fyrir þá sem ekki eru með árskort…… Muna eftir miðunum sem fást í Olís Norðlingaholti eða Litlu kaffistofunni.
Gaman saman.
Bolaöldubrautir: Stóra brautin og 85cc brautin voru lagaðar með ýtu í vikunni og eru mjög góðar.
Álfsnesbraut er í fínu standi, eina sem gæti verið er að sjálfvirka vökvunin hafi verið í of miklu mæli. En þá er það bara alvöru drullumall.
Góða skemmtun um helgina hvort sem þið keppið að Jaðri eða leikið ykkur í hringakstri.
Álfsnesbraut er í flottu standi.
Bolaöldubrautir eru lokaðar í dag á meðan Tóti ýtukall fer yfir 85cc brautina og stóru brautina. Látum vita þegar verkið er búið.