Búið er að fara yfir alla brautina og er hún í flottu standi. Enduroslóðar eru þó enn mjög blautir eftir að sjálfvirka vökvunarkerfið fór í sjálfvirka yfirvinnu sl daga.
Gaman saman
Brautarnefnd.
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Búið er að fara yfir alla brautina og er hún í flottu standi. Enduroslóðar eru þó enn mjög blautir eftir að sjálfvirka vökvunarkerfið fór í sjálfvirka yfirvinnu sl daga.
Gaman saman
Brautarnefnd.
Um 75 keppendur eru skráðir í síðustu motocrosskeppni sumarsins. Eins og áður gerum við ráð fyrir að keppendur flaggi einhverja staði í brautinni en okkur vantar þó aðstoð við flöggun á nokkrum pöllum. Okkur vantar uþb 4-8 manns sem geta aðstoðað okkur og róterað inn og út úr flöggun yfir daginn eftir því sem þarf.
Við bjóðum hvorki góð laun eða friðsælt umhverfi en amk. góðar samlokur og kaffi, fínan félagsskap og frábært útsýni á keppnina. Fyrrum keppendur og reynsluboltar eru sérstaklega velkomnir – ef þú ert til í að hjálpa okkur væri fínt að fá póst á palmarpet@hotmail.com (má líka vera bara hluta af deginum s.s. 13-16 og við púslum í kringum það)
En að öðru, það verður ekki önnur bikarkeppni í vikunni en í staðinn verða startæfingar á steypunni. Fyrirkomulagið verður þannig að ef þátttaka verður góð stillum við á línu eftir styrkleika, hliðin droppa og allir keyra einn heilan hring í brautinni og yfir endapallinn við húsið. Keyra niður með tjörninni og beygja til hægri út úr braut og inn í S-beygjurnar og bíða eftir næsta starti. Byrjar kl. 18.30 og stendur til 19.30 – kostar ekki neitt, bara að mæta og hafa gaman – hægt að hjóla á undan og eftir.
Guggi verður á staðnum með hljóðmælingagræjuna ef einhver vill vera viss um að vera ekki Off-limit í síðustu keppni.
Skv. Garðari er hávaðarok og vart stætt í Bolaöldu. Krakkaæfingin frestast því til morgundagsins á sama tíma, því miður.
Í sárabætur má þó koma því að við vorum að fá vilyrði frá Fák fyrir krakkaæfingum í Reiðhöllinni fram í janúar! 🙂
Brautin er opin til kl 18.00 í dag.
Brautin verður vökvuð eftir hádegi.
Munið eftir miðum og góða skapinu.
Því miður hefur sú staða komið upp vegna ástands jarðvegar fyrir norðan að færa þarf keppnina sem halda átti 15 júní á svæði KKA manna á Akureyri suður. Keppnin mun því fara fram á suðvesturhorninu og hugsanlega á suðurlandi en MSÍ mun auglýsa það nánar þegar endanleg staðsetning hefur verið ákveðin. Eins og staðan er í dag að þá er líklegast að keppnin fari fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bölaöldu en enduronefnd VÍK er að skoða aðra staði sem koma til greina og það verður að viðurkennast að fátt er um fína drætti hvað þetta varðar. Skráning í keppnina hefur ekki verið opnuð á vef MSÍ en það mun gerast á næstu dögum. Þannig að fólk verður að bara að vera duglegt að fylgjast með tilkynningum á vef VÍK og MSÍ. Jafnframt munum við tilkynna nýjan keppnisstað á fésið.
Loksins gaf kuldaboli sig.
Opnum með pomp og prakt. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svaladrykk með, ef veðrið leyfir.
Minnum á að það verða allir verða að vera með miða eða árskort. Sjá upplýsingar um árskort HÉR: Við verðum með eftirlit á því.
Því miður er slóðasvæðið enn LOKAÐ vegna aurbleytu.
Róbert Knasiak og félagar hafa verið að græja og gera í vatnsveitumálunum hjá okkur. Þeir kláruðu verkið að mestu í kvöld og framvegis ættum við ekki að vera í vandræðum með vatn á svæðinu. Þeir hafa lagt mikla vinnu í að gera þetta vel og vandað, þökkum þeim kærlega fyrir gott verk.