Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Sólbrekkubraut frábær

Mikil ásókn hefur verið í Sólbrekkubraut síðustu daga. Einar hefur farið reglulega meðan við höfum jarðýtuna til að laga brautina svo hún sé í topp standi.  Rigningin gerði gott í gær.

Munið að kaupa miða í N1 í Lækjargötu Hafnarfiði, N1 í Keflavík, Skeifunni Grindavík eða á nýja sölustaðnum; N1 í Vogunum sem er stutt frá brautinni

Sjáumst hress í Sólbrekku !
Kveðja, VÍR.

Bolaöldubraut

Stóra brautin í Bolaöldu verður opnuð kl 20:00 á morgun Miðvikudag.

Þeir vösku sem mættu til að aðstoða við brautina í kvöld hafa forgang til að hjóla í henni frá kl 17:00 fram að opnun.

Brautin var öll lagfærð, allir pallar slípaðir til, sumir lengdir, aðrir lækkaðir og einn var færður aðeins til. Nokkrar beyjur fengu yfirhalningu og brekkurnar tóku líka smá breytingum. Í heildina vonumst við til að brautin verði enn betri en áður.

Brautarstjórn

PS:

Brautin lýtur hrikalega vel út, prufuökumaðurinn okkar sagði brautina vera gjörsamlega „geðveika“

ATH!!! Garðar gæti jafnvel gefið undanþágur í brautina fyrr, ef velviljaður grjóttínslumaður lætur sjá sig tímalega.

Motomos í toppstandi.

Jæja nú er brautin í góðu standi, fullkomið rakastig,  hittum 2 sem voru brosandi út að eyrum að hjóla  😉

Muna svo bara eftir miðum á N1 í Mosó.

Bolaöldubraut.

Næstkomandi Þriðjudag. 27.07.2010. verður Stóra brautin LOKUÐ vegna viðhalds.

Vinnukvöld verður í brautinni eftir að ýtan og grafan verða búin með sitt hlutverk. Vinnan hefst .kl 19:00 – 21:00 Það þarf að taka til hendinni með ýmis verk. M.a að hreinsa alla stóra steina sem koma upp, laga til meðfram brautinni og ýmislegt sem fellur til. Nú er tækifærið til að koma og sýna félgasandann. Boðið verður uppá veitingar fyrir þá sem koma og hjálpa til.

Álfsnes „rippuð“

Verið er að rippa Álfsnes brautina akkúrat núna og að sögn formannsins, Kela, er hún í mjög flottu standi og gott rakastig í brautinni.  Við þurfum að vísu aðstoð við að þjappa brautina og væri mjög vel þegið ef einhver myndi vilja vera svo vænn að fara upp í braut á jeppa og þjappa hana.  Því annars þornar brautin hratt og uppstökkin skemmast fljótt.  Líklegur er að taka 85cc brautina í gegn og ætti því brautin að vera í toppstandi fyrir alla aðila.  Áframhald verður á vinnunni á morgun í Álfsnesi og við minnum á miða í brautina sem fást hjá N1 í Mosfellsbæ.