Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Bolaöldubraut.

Stóra brautin í Bolaöldum verður lokuð frá og með deginum í dag. Opnar aftur á fimmtudag kl: 18:00.

Við erum að fá jarðýtu í brautina og ætlum að gera smá breytingar.

Þeir sem vilja fá forskot í brautina á fimmtudag! þá er það hægt með því að mæta tímalega og tína grjót.

Barnabrautir eru opnar sem og Enduro slóðar. En því miður býður veðrið okkur ekki uppá heilbrigða vökvun.

Bolaöldubraut, Miðvikudag

Garðar, yfirgæslumaður Bolaöldusvæðisins, mun hafa MX brautina lokaða til kl 19:00 á morgun.

Verið er að gera smá lagfæringar í brautinni sem taka fram til 19:00. Óskað er eftir áhugasömum til að aðstoða frá kl 18:00 – 19:00.

Nú er bara að dusta rykið af félagsandanum, mæta í Bolaölduna á morgun, láta gott af sé leiða og skella sér síðan nokkra hressandi hringi í brautini. Og það sem meira er að það ringdi alveg ágætlega í brautina í dag, rakastigið ætti þar af leiðandi að vera gott.

Motoveðurfréttir

Við hjá motocross.is erum að taka í notkun þessa daga nýjan hugbúnað þar sem við birtum veðurfréttir af sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum Veðurstofu Íslands. Veðrið verður birt fyrir þá veðurathugunarstöð sem er næst öllum helstu motocrossbrautum landsins. Til dæmis verður veðrið á Sandskeiði birt fyrir Bolaöldu.

Veðurstofan uppfærir veðrið á heila tímanum og gerist það sjálfkrafa hér hjá okkur í leiðinni. Aðeins mannaðar veðurathugunarstöðvar sýna myndrænt hvernig veðrið er, þ.e. með mynd af sólinni eða álíka.

Hér er sýnishorn fyrir Álfsnes þar sem veðurathugunin er á Geldinganesi, en annars er hægt að sjá veðrið við allar brautirnar sem eru í valmyndinni hér fyrir ofan í /að hjóla/brautir/

[iframe /wp-content/plugins/vedur/geldinganes/vedur.php 200 100]

Jósepsdalur opnar á morgun kl. 12

Jæja þar kom að því að hægt er að opna á amk. hluta af enduroslóðunum. Garðar og fleiri öflugir hafa verið að leggja slóða um Jósepsdalinn og verður hægt að keyra hann kl. 12 á morgun laugardag. Keyrt er meðfram veginum upp í dal en ALLIR AÐRIR SLÓÐAR ERU ÁFRAM LOKAÐIR, Bruggaradalurinn og alls staðar þar sem er mold og enn frost/bleyta í jörðu. Félagsmenn VÍK keyra frítt en aðrir borga 500 kr. í enduro. Góða skemmtun!

Gott ástand á brautum – slóðar enn lokaðir

Garðar segir mjög gott ástand á brautunum, pottþétt rakastig og veðurspáin lofar mjög góðu fyrir næstu daga. Álfsnesbrautin ætti sömuleiðis að hafa fengið passlega vökvun í gær og vera klár í kvöld og næstu daga.  Muna bara eftir miðunum á Olís og kaffistofunni.
Nokkuð hefur borið á því að menn hafi verið að reyna sig við brautina frá endurokeppninni um helgina. Svæðið er mjög blautt ennþá og frost ennþá í jörðu. Allir slóðar eru því LOKAÐIR í Bolaöldu áfram og þar til annað verður tilkynnt – sorrí. Slóðarnir eru viðkvæmastir á þessum tíma og verða að fá frið til að þorna áður en við opnum á þá.

Vinnudagur í MotoMos á sunnudag

Halló allir saman,

Nú ætlum við í Motomos að reyna að taka  til á svæðinu okkar og vantar hjálp 🙂
Vinna við húsið og reyna að festa niður dælur, skrúfa sprinklera upp aftur, vinna í brú, tína grjót og margt fleira.  Gott væri að fá sem flestar hendur, þá tekur þetta stuttan tíma 🙂
Mæting kl 12 á sunnudaginn og vinna til kl 16 og hjóla svo saman ………
Sjáumst hress,

Guðni F