Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

MotoMos brautin opin

Fyrir þá sem ætla ekki á enduro á morgun þá er MotoMos í mjög fínu standi.  Atli #669 er búinn að vera klappa brautinni í vikunni 🙂

Álfsnes, morgunstund gefur gull í munn.

Amk gaf sú vinna það af sér að þeir sem mættu, fengu forgang í nýlagaða brautina. Reynir og Tóti kláruðu að mestu leyti að umbreyta brautinni í gær og allt lítur það hrikalega flott út. En það vantaði ekki mannskapinn í morgun og alir voru gríðarlega spenntir að fá að taka trylling í brautinni. Já og veðrið……. einfaldlega frábært hjólaveður. Lesa áfram Álfsnes, morgunstund gefur gull í munn.

Álfsnesbraut tekin í gegn. Opnar kl 14:00 Sunnudag.

Reynir á fullu að stika út fyrir nýjum palli

Vefurinn kíkti við í Álfsnesbrautinni í dag þar sem Reynir er á fullu við að gera brautina frábæra. Breytingarnar líta hrikalega vel út og verður pottþétt spennandi að prófa hana. Fyrir þá sem vilja fá að vera fyrstir til að keyra brautina á morgun,,,, þá er bara mæta í vinnutörn í fyrramálið milli 11- 13.00 og fá í staðinn forgang í brautina. Það verður ekkert hangs, bara kröftug vinna. Reynir verður með gríðalegt eftirlit á því ( hann er svakalegur harðstjóri 🙂 )

ATH allir verða að kaupa miða í brautina nema þeir sem mæta og vinna vel. Lesa áfram Álfsnesbraut tekin í gegn. Opnar kl 14:00 Sunnudag.

MotoMos opin

Motomos er frábær í dag laugardag,  Atli #669 lagaði brautina í gær og hún er í fínu standi.  Koma svo!!!!
Hjólin á kerru og miði á N1 🙂

Álfsnes lokuð á morgun vegna viðhalds

Álfsnes verður lokuð á morgun vegna viðhalds þar sem meðal annars pallar verða lagaðir o.fl.  Það verður jarðýta sem vinnur verkið undir leiðsögn Reynis.  Á sunnudag verður svo vinnudagur í Álfsnesi frá kl.10 – 13 og fá þeir sem mæta til vinnu, á réttum tíma, smá forskot á sæluna og keyra einir í brautinni frá kl 13 – 15.  Brautin verðu svo opnuð almenningi frá kl 15 á sunnudaginn.  Er þetta í raun fyrsta lagfæringin á brautinni síðan fyrir síðasta mót í Íslandsmeistaramótinu sem haldið var í júlí í fyrra.  Þannig að hún ætti að verða eins og best verður á kosið á sunnudaginn.  Minnum á miða í brautina sem fást á N1 í Mosfellsbæ.

Bolaöldubraut

Stóra brautin í Bolaöldu er lokuð á morgun, Föstudag.

Opnum með bros á vör og til í fjör á Laugardag kl 12:00.

Barnabrautirnar eru opnar.

Bolaöldunefnd.