Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Staðan á Motomos

Brautin er í þokkalegasta standi í dag, Þriðjudag.  Var tekin í gegn að hluta til í gær.  Munið eftir miðum á N1 og
setja miðana á hjólið 🙂

Álfsnesbraut Opnar

Reynir er búinn að vera að græja og gera Álfsnesbrautina. Brautin verður opnuð á morgun, Sunnudag, kl 12:00. Allir að muna eftir miðunum í OLÍS Mosó. ATH enginn fer miðalaus í brautina……

Það gætu verið einn til tveir mjúkir / blautir kaflar í brautinni og er nauðsynlegt að fara varlega fyrstu hringina.  Og að sjálfsögðu stoppa allir öðru hverju til að hreinsa steina og drasl úr brautinni.

Álfsnesnefndin.

Bolaöldubraut Laugardaginn 24 Apríl

Bolaöldubrautin er opin í dag. Hitastigið kl 9 í morgun var um 3 gráður í +. Það var sáralítið næturfrost og brautin ætti að vera orðin góð um hádegi. Háþrýstidælan verður opin til kl 16:00 eða á meðan Garðar er á svæðinu. Minnum alla á að kaupa sér miða í brautina í Olís v/ Norðlingaholti eða í Litlu Kaffistofunni.

Endúró slóðarnir eru LOKAÐIR. En einhverjir telja sig ekki þurfa að fara eftir því og hafa verið að spæna upp slóðana. Og með því framferði er verið að skemma. Það er verið að skemma þá þannig að við þurfum að öllum líkindum að LOKA einhverjum af þeim í allt sumar. ATH við erum ekki að LOKA bara af því. Það er lokað að því að jarðvegurinn þolir ekki akstur ennþá. Það myndast djúp för eftir hjólin sem jafna sig jafnvel aldrei.

EINUNGIS 1 % ÖKUMANNA FARA EKKI EFTIR SETTUM REGLUM. EKKI HALDA ÁFRAM AÐ SKEMMA FYRIR ÖLLUM HINUM.

Bolaöldunefndin.

Akrabraut, Akranesi.

Akrabraut opnar
Ákveðið hefur verið að hafa brautina opna nú um helgina, það er laug 24 og sunn 25 apríl. Nýji kaflinn er óökufær sökum bleytu og þar með lokaður og biðjum við fólk að virða það. Miðar eru seldir í Olís beint á móti Tjaldsvæðinu okkar  Góða skemmtun og farið varlega.

www.vifa.is

Sólbrekka opnar í dag

Ýtusnillingurinn hann Tóti er búinn að laga Sólbrekkubraut og er hún hreint út sagt frábær.

Munið að kaupa miða á N1 í Lækjargötu, Hafnarfirði eða á N1 í Keflavík. Þeir sem verða uppvísir af að keyra miðalausir í brautinni verður umsvifalaust vísað af staðnum.

Stjórn VÍR.

Bolaöldubrautin opnar kl 13.00 Sunnudag

Bolaöldubrautin fékk góða yfirhalningu í dag. Tóti ýtukall og Gaðar Bolaöldumeistari tóku alla brautina í gegn, allir pallar og lendingar eru í toppstandi. Einungis eru 1-2 smákaflar blautir  að öðru leyti er brautin 100%.

Félagslyndir og morgunhressir eru hvattir til þess að mæta í fyrramálið kl 11.00 og hreinsa aðeins til í brautinni og fá að launum frímiða í brautina. Svo ekki sé nú talað um hamingjuna í því að hjóla í frábærri braut.

Árskortin frá því í fyrra eru ekki lengur gild og verða ALLIR að kaupa sér miða í Olís v/ Rauðavatn eða Litlu Kaffistofunni.  Undantekning á þeirri reglu eru að sjálfsögðu þeir sem mæta í morgunvinnuna.

Enduró slóðarnir eru LOKAÐIR þangað til annað verður tilkynnt.

Sjáumst hress og kát á morgun.

Brautarstjórn