Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

MotoMos opin

MotoMos er opin, þar eru nú nokkrir að hjóla.

Það var unnið í að slétta hluta brautarinnar í vikunni þannig að hún ætti að vera í ágætis standi.

Munið eftir miðum hjá N1  í Moso. Góða skemmtun.

Bolaöldubrautin lokuð í dag, opnar á morgun kl. 13

Brautin í Bolaöldu er að þorna hratt eftir úrhelli vikunnar og frost að fara úr jörðu. Í dag verður brautin löguð með jarðýtu og því verður svæðið áfram lokað í dag. Stefnt er á opnun á brautunum á morgun, sunnudag kl. 13. Á milli kl. 11 og 13 verður unnið að tiltekt og hreinsun á svæðinu og þeir sem koma og hjálpa til keyra frítt á morgun.
Enduroslóðarnir eru ennþá harðlokaðir þar til annað verður tilkynnt. :/ Sjáumst hress í Bolaöldu á morgun og búum til góða opnunarstemningu. Munið miðana í Olís eða Kaffistofunni.

Sólbrekka lokuð

Sólbrekkubraut verður lokuð á morgun 17.apríl og fram eftir vikunni vegna lagfæringa.
Opnun verður auglýst síðar
Stjórn VÍR

MotoMos lokuð í dag föstudag !

Brautin er lokuð í dag,  föstudag vegna bleytu.  Það verður opið á morgun ef það helst þurrt.

Minnum á að það er stranglega bannað að koma akandi á motocrosshjólum að svæðinu,
öll hjól á kerrum, miði á hjólin og þá verða allir glaðir 🙂

Álfsnesbrautin.

Álfsnesbrautin var tekin í vettvangskönnun í dag.

Það er amk 1-2 vikur í að hún verði ökufær, það eru stórar tjarnir hér og þar í brautinni og  undirlagið er frosið. Farið verður í það á næstunni að ræsta vatnið úr brautinni og gera það sem þarf til að hún verði nothæf sem fyrst.

Brautin er LOKUÐ þangað til annað verður auglýst.

Stjórnin.

MotoMos opin

Óli Gísla tók nokkra galvaska með sér til að grjóthreinsa brautina í morgun og brautin er bara nokkuð góð þó uppstökkin hafi alveg verið betri.  Munið eftir miðum hjá N1  í Moso. Góða skemmtun.