MotoMos er opin, þar eru nú nokkrir að hjóla.
Það var unnið í að slétta hluta brautarinnar í vikunni þannig að hún ætti að vera í ágætis standi.
Munið eftir miðum hjá N1 í Moso. Góða skemmtun.
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Brautin í Bolaöldu er að þorna hratt eftir úrhelli vikunnar og frost að fara úr jörðu. Í dag verður brautin löguð með jarðýtu og því verður svæðið áfram lokað í dag. Stefnt er á opnun á brautunum á morgun, sunnudag kl. 13. Á milli kl. 11 og 13 verður unnið að tiltekt og hreinsun á svæðinu og þeir sem koma og hjálpa til keyra frítt á morgun.
Enduroslóðarnir eru ennþá harðlokaðir þar til annað verður tilkynnt. :/ Sjáumst hress í Bolaöldu á morgun og búum til góða opnunarstemningu. Munið miðana í Olís eða Kaffistofunni.
Sólbrekkubraut verður lokuð á morgun 17.apríl og fram eftir vikunni vegna lagfæringa.
Opnun verður auglýst síðar
Stjórn VÍR
Álfsnesbrautin var tekin í vettvangskönnun í dag.
Það er amk 1-2 vikur í að hún verði ökufær, það eru stórar tjarnir hér og þar í brautinni og undirlagið er frosið. Farið verður í það á næstunni að ræsta vatnið úr brautinni og gera það sem þarf til að hún verði nothæf sem fyrst.
Brautin er LOKUÐ þangað til annað verður auglýst.
Stjórnin.