Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Frábært veður í dag – Bolaöldubrautin opin í kvöld frá kl. 18

Garðar var að hafa samband og vill opna brautina í kvöld kl. 18. Um síðustu helgi var unnið lítillega í henni og hún ætti því að vera orðin klár í opnun í dag. Um helgina er spáð frosti og meiri vindi þannig að besti sénsinn sem við eigum er í kvöld. Þeir sem geta mætt kl. 16 og aðstoðað við að laga til á svæðinu og grjóthreinsa, keyra frítt eftir kl. 18 – bara að melda sig við Garðar um leið og þið komið. Miðarnir fást í Olís og kaffistofunni – góða skemmtun.

Bolaöldusvæðið lokað í dag!

Því miður var hellirigning í nótt og næturfrost í morgun þannig að Bolaöldusvæðið verður lokað í dag vegna bleytu og drullu. Þorlákshöfn er því málið í dag, miðarnir fást á Olís, Norðlingaholti eða í söluskálanum í Þorlákshöfn. Látum vita hvort við reynum við opnun á morgun.

Ekki á hestastígunum eða utanvega!

Við viljum minna alla sem eru að spá í að hjóla á morgun að nota kerrurnar og keyra með hjólin á þau svæði sem opin eru eins og Þorlákshöfn (nú fást miðarnir á Olís í Norðlingaholti) og Bolaöldubrautina þ.e. ef veður leyfir í fyrramálið. Allir slóðar eru rennandi blautir og enduro kemur ekki til greina nema mögulega á línuvegum. Ekki reyna að keyra út fyrir veg – það kemur bara í hausinn á okkur.
Og af gefnu tilefni munum að reiðstígar eru fyrir hesta og alls ekki mótorhjól – látum reiðstígana algjörlega eiga sig!

Lesa áfram Ekki á hestastígunum eða utanvega!

Bolaalda er LOKUÐ!

Rétt er að minna á það að allt Bolaöldu svæðið er lokað og biðjum við hjólafólk að virða það. Samkvæmt nýjustu heimildum þá eru tveir stórir snjóskaflar í crossbrautinni sem ættu að láta undan fljótlega ef veðrið helst óbreytt. Þá er möguleiki á opnun eftir ca. 10 daga.

Bolaöldubraut opin um helgina

bolalda

Keli „formó“ var að koma ofan úr Bolaöldu. Hann segir brautina vera í ágætu ásigkomulagi, uppstökk og lendingar í ótrúlega góðu standi. Einhverjir drullukaflar eru í hringnum, þó ætti það ekki að vera neinum alvöru drullumallara til travala.

Munið bara að það þarf að hafa miða eða kort í brautina. Um að gera að skottast uppeftir, kíkja á brautina, rúlla sér síðan út á Litlu Kaffistofu og kaupa miða. Eftir það er hægt að keyra með bros á vör og þá þarf ekki að líta um öxl. Nú er hægt að hafa gaman saman og það um miðjan Janúar.