Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Ef þetta er ekki næg ástæða til að taka fram tugguna, þá hvað?

Veðurspá fyrir Sunnudag. 4-8 ms skúrir á stöku stað, hvar sem það er.
Veðurspá fyrir Sunnudag. 4-8 ms, 8 stiga hiti og skúrir á stöku stað, hvar sem það er.

Nú er um að gera að þurka rykið af tuggunni, smyrja keðjuna, tékka á loftsíunni, endurnýja bensínið,ef það er gamalt. Klæða sig í samræmi við veður og skella sér í smá drullumall.

Bolaalda er öll á kafi í drullu og vatni. Garðar er á svæðinu í þessum skrifuðu orðum. Hann fann  lykkla kippu með fjórum lykklum, út í  braut, ef einhver saknar!  Brautin er LOKUÐ.

Hef það eftir öruggum heimildum að Sólbrekkubraut sé ekki í sínu besta formi. Mikil drulla og ekkert hefur verið gert fyrir hana í einhvern tíma.

Mosóbraut hefur verið hjólafær undanfarið, en það má búast við því að hún sé ansi blaut eftir miklar rigningar undanfarna tvo daga. Jafnvel á floti. 🙁

Ég heyrði líka í Þorlákshafnarhetjunum, það búið að yfirfara alla palla og slétta brautina. Að öllum líkindum er sú braut í hvað bestu ástandi þessa dagana. Enda eru engir aukvissar sem sjá um brautina.  🙂

Motomos opin

MotoMos brautin OPIN ! Hún er í fínu lagi núna, og verður það á meðan ekki rignir………..

Nýjustu fréttir úr Bolaöldu

Skv. Garðari er ágætt ástand á brautinni í Bolaöldu, aðeins grafin hér og þar en annars í mjög góðu standi. Það hefur ekkert frosið á svæðinu sem er alveg ótrúlegt miðað við árstíma. Veðrið er svipað og í bænum, engin rigning, 3 stiga hiti og smá gola. Jósepsdalurinn er frábær en það er hætt við að moldarslóðarnir séu blautir víða. Sjáumst á eftir, góða skemmtun.

Uppskeru-Árshátíðar-hjóladagur í Bolaöldum

Loksin kom að því að við getum hrært þessu öllu saman.

Samkvæmt Garðari brautar-svæðis-verkstjóra, þá er svæðið í alveg ágætis ástandi. Brautirnar ótrúlega góðar og Jósesdalurinn fínn til þess að leika sér í. Nú er um að gera að nýta sér Laugardaginn til að tæta og trylla á svæðinu, koma síðan úthjólaður og til í fjörið á hátíðina í Rúbín um kvöldið.

Veðurspáin fyrir morgundaginn er glæsileg en trúleg mun kólna verulega eftir helgi, jefnvel frysta. Þá verður ekki gott að hjóla um svæðið nema útbúinn til vetraraksturs.

Munið eftir því að kaupa miða á Olís eða í Litlu kaffistofunni.

Gaman saman

Stjórnin.

Bolaöldubraut

Garðar, Bolaöldustjóri, var að hafa samband og vildi koma þessu á framfæri við vefinn.

„Þegar ég mætti hér kl 11:00 í morgun voru mættir 10 manns í brautina og eru allir að skemmta sér gríðarlega vel. Brautin er einstaklega góð, miðað við árstíma, og veðrið er eins og það gerist best. 2° snemma morguns er bara ansi gott í Nóvember. Ég hvet fólk til að fjölmenna í Bolaöldubrautir í dag og hafa gaman saman. Það gæti vel verið að það verði kaffilögg til fyrir þá kaffiþyrstu. Kveðja, Garðar.“

Svo viljum við minna á Krakkakross í Reiðhöllinni á morgun sunnudag kl. 17

Stjórnin.

Bolaalda frábær í dag

Það er bara með ólíkindum hvað veðrið og aðstæðurnar leika við okkur þessa dagana. Brautin í Bolaöldu hefur verið algjörlega ótrúleg

Veðrið á morgun!
Veðrið á morgun!

síðustu daga og dagurinn í dag var enginn undantekning. Þvílík snilld, pallarnir fínir, engin drull og geggjað gott grip út um alla braut , sól, 8 stiga hiti og log – í lok október!

Veðrið fyrir morgundaginn lítur ekki verr út, aðeins kaldara en bjart og þurrt. Er ekki málið að fjölmenna upp eftir á morgun og taka nokkur létt mótó? Muna bara miðana á Olís Norðlingaholti eða hjá Stebba í Kaffistofunni. Sjáumst á morgun.