Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Bolaöldusvæðið

new-image-bolalda-vokvun
Flott vökvunarkerfið í Bolaöldum

Enn og aftur viljum við ítreka það að Bolaöldusvæðið er í frábæru standi þessa dagana, núna þegar þessi orð eru rituð eru nokkrir mættir í brautina til að tæta og trilla.

Garðar er búinn að vera með traktorinn á fullri gjöf, í allan morgun, við að lagfæra uppstökk og rithmapalla. Einnig hefur hann verið að vinna  í að lagfæra síðustu hólana í rithmapöllunum, til að gera það mögulegt fyrir hraðari að fara hratt og líka fyrir þá hægari.

Svei mér þá ef við náum því ekki að!!

Hjóla Hjóla, fram til jóla. 🙂

Stjórnin.

Lesa áfram Bolaöldusvæðið

MotoMos brautin

Brautin er ennþá lokuð, ennþá er verið að vinna við frágang á lóð við húsið, koma rafmagni í húsið (búið;) og frárennsli í brautarstæði.

Við munum auglýsa þegar allt verður tilbúið.

Bolaöldusvæðið

Veðrið á Bolaöldusvæðinu í dag er ekki mjög hjólavænt, nema að sjálfsögðu fyrir alvöru hardcore hjólamenn!  En brautirnar eru allar í góðu ásigkomulagi en að sjálfsögðu eru þær nokkuð blautar.

Veðurspáin fyrir helgina er hjólalega-þrælgóð miðað við árstíma, eina sem þarf að gera er að klæða sig samkvæmt veðri.

Það er ástæða til þess að hvetja hjólafólk til að nýta sér Bolaöldusvæðið á meðan veður leyfir, það hafa verið ótrúlega margir nothæfir hjóladagar það sem er af Október, ekki víst að það verði mjög margir í viðbót. Nema að þú sért Hardendurohjólakappi sem elskar snjó eða viðbjóðslegar aðstæður og teljir það að hjóla í hringi sé bara fyrir þá sem rata ekkert nema það sem hringurinn leiðir þá. Bolaöldusvæðið er að sjálfsögðu kjörið svæði yfir vetrartímann fyrir þannig hjólara.

Hjólafjör með bros á vör.

Bolaöldubrautir

Garðar vill koma þessu á framfæri.

Nú er tækifærið!!! Það er frábært veður í Bolaöldum, brautirnar eru allir í mjögu góðu ásigkomulagi og allur snjór horfinn. Hann skorar á hjólara að finna allar ástæður til að losna úr vinnu eða skóla og koma að hjóla.

 Hann nefndi ýmsar aðferðir til þess að losna, m.a ýmsar umganspestir sem eru á ferðinni sem mætti nota sér í afsökun, setja inn sprengjuhótun í skólanum og ýmislegt sem ekki er hægt að hafa eftir honum. Vefurinn styður að sjálfsögðu ekki svona aðgerðir en hvetur fólk samt til að hjóla eins mikið og hægt er á meðan veðrið en eins gott og nú er.

Þeir sem ekki eru með árskort verða að sjálfsögðu að muna eftir því að kaupa miða!. Garðar er á svæðinu til eftirlits.

Bolaöldubraut

Það var tekin vetvangsskoðun í Bolaöldum í morgun. 7. stiga hiti var á svæðinu og það kom á óvart að vindurinn var ekki að flýta sér eins mikið þarna uppfrá eins og hér í byggð. Brautin er í ótrúlega góðu standi miðað við árstíma, það er minna af snjó í brautinni en var um síðustu helgi. Einungis smá snjóspýjur hér og þar í brautinni sem ætti að hverfa við smá hjólerí.

Að sjálfsögðu biðjum við fólk um að fara varlega fyrstu hringina.

Þeir sem ekki eru með árskort!!! Muna eftir að kaupa miða í brautina.

Stjórnin

Bolaöldubrautir

Samkvæmt veðurfréttum frá Litlu Kaffistofunni þá er frábært veður á Bolaöldusvæðinu. Hiti rétt um frostmark og galmpandi sól,  einungis smá snjóföl yfir sem ætti að bráðna af fljótlega upp úr hádegi. Jörð er ekki enn farin að frjósa þannig að brautirnar ættu að vera fínar. Eina sem þarf að gera er að fara varlega fyrstu hringina.

Minnum á miðana í Litlu kaffistofunni fyrir þá sem ekki eru árskortshafar.