Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Bolaöldubrautir

Garðar vill koma því á framfæri að allar brautirnar eru í frábæru standi. Það fraus aðeins í nótt en það var að mestu bráðið þegar hann mætti til vinnu í morgun. Eins og alltaf, á þessum árstíma, þá er frábært rakastig í brautunum sem gerir það að verkum að allt viðhald er mun auðveldara og pallarnir halda sér mun betur. Getur ekki verið betra.

Enn og aftur hvetjum hjólafólk að nýta sér þá góðu daga sem bjóðast og dagurinn í dag er einmitt einn af þeim.

Þeir sem ekki eru með árskort!!!!! Munið eftir að kaupa miða í Litlu Kaffistofunni eða í Olís.

Gaman saman á flottu Bolaöldusvæði.

Bolaöldusvæðið

Garðar vill koma því á framfæri að allar brautir eru í frábæru ástandi. Veðrið er frábært og þeir fáu pollar sem voru á svæðinu í gær ættu að vera farnir um miðjan dag. Hann var sveittur í allan gærdag að fara yfir brautirnar!!!  Allt fyrir okkur hjólarana.

Einnig er Garðar búinn að vera að vinna töluvert í barnabrautinni, nú er kominn þar rosa flottur pallur með 20 metra lendingu. Þetta ætti að kæta alla byrjendur/ börn.

Höfum gaman saman á Bolaöldusvæðinu. Nýtum dag eins og þennann, það verða ekki margir svona dagar í viðbót.

Bolaöldubraut

Garðar er búinn að vera að græja brautirnar í Bolaöldunni og segir að þær séu allar í 100% ásigkomulagi. Einnig bendir hann á að veðrið er frábært þessa stundina og veðurspáin fyrir morgundaginn er eins góð og hún getur orðið á þessum árstíma. Hann er búinn að vera að hamast, bæði með jarðýtunni og traktornum, við að rippa brautinar og lagfæra palla. 

Nú er um að gera að nýta sér þessa góðu daga sem bjóðast til að hjóla.

MotoMos brautin lokuð

MotoMos Brautin er lokuð í dag því þar er allt á floti. 🙁

Og verður lokuð þar til annað er auglýst.

Fjör í Bolaöldu á Sunnudegi

Það var hörku fjör hjá þeim sem voru að tæta og trylla í Bolaöldubrautinni í dag, það ringdi á stöku stað svona rétt til þess að hafa gott rakastig í brautinni. Öll uppstökk og lendingar eru í frábæru  standi og er varla hægt að hafa brautina betri. Það voru allar gerðir af ökumönnum í brautinni allt frá byrjendum upp í nokkuð góða, en þó var lítið um topp ökumennina. Sennilega flest allir búnir að missa sig í kökur og sælgæti eftir að keppnistímabilinu lauk. Humm nei það getur ekki verið, hlýtur að vera almenn leti enda ýmislegt framundan í sportinu, bikarkeppnir á víð og dreif hér og þar um landið. Einnig gæti síðasta endurokeppni sumarsins, sem var haldin á Akureyri í gær, spilað þar inní.

Ég smellti nokkrum myndum af frískum hjólurum.

Lesa áfram Fjör í Bolaöldu á Sunnudegi

Bolaöldusvæðið.

Garðar var að láta vita að brautirnar eru í frábæru ástandi. Hann var að klára barnbrautina og er búinn að græja stóru brautina líka. Ekki spillir fyrir að það er búið að rigna vel þannig að þær eru allt að því 100% eða jafnvel betri. Hvetjum alla til að nýta þessa frábæru daga sem eru framundan. Það styttist alltaf dagurinn! Munið eftir að kaupa miða!

Garðar hefur einnig veri að vinna í slóðakerfinu. Búið er að laga Jósefsdalinn og er hann orðin allt að því í hraðbrautargæðum. Nú ætti að vera hægt að blasta þar allt í rot, þó skil ég ekki hvað er svona gaman við það ( nott). Að venju er gott að fara varlega fyrsta hringinn til að átta sig á aðstæðum.

SLÓÐAKERFISVINNUDAGUR:

Næstkomandi miðvikudag verður hinn mjög svo eftirsótti Slóðavinnudagur/ kvöld. Nú kemur í ljós hverjir hafa virkilegann áhuga á að halda slóðunum okkar í viðunandi /nothæfu ástandi. Það hafa fallið þó nokkur orð um gæði slóðanna okkar og hafa notendur að sjálfsögðu forgang í að fá að vinna við þá. Við byrjum vinnuna kl 18:00. Fyrir þá sem geta komið fyrr þá mun Garðar beina vinnuþyrstum á réttar leiðir. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir fjölda manns og höfum við skipulagt vinnusvæðin í þaula þannig að allir fái verkefni.

Látum ekki stóru orðinn falla undir steinana sem þarf að tína úr slóðunum.

Sjáumst hress og kát.

Stjórnin.