Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Motocrossbrautin í Bolaöldu lokuð fram yfir LEX-Games

Vegna fyrirhugaðrar vinnu við motocrossbrautina fyrir LEX-Games, að þá verður stóra brautin lokuð allan morgundaginn og fram yfir keppni.  Brautin verður að sjálfsögðu opin öllum á sunnudaginn en á meðan er fólki bent á Álfsnes sem ætti að vera að gera sig eftir rakann upp á síðkastið.

Bolaöldubraut ítrekun!

„Það hefur reynst mjög vel að loka brautinni yfir daginn til að strákarnir nái að vinna í henni á þeim tíma. Þá geta menn hjólað á morgnana og kvöldin í pottþéttri braut. Við höfum því sama hátt í næstu viku á fram á miðvikudag, lokað 13-17. Brautin verður svo lokuð á fimmtudag og föstudag fyrir keppnina“

12. ág: Þorlákshöfn lokuð

sjá hér http://www.motocross.is/spjall/astand-brauta-1/orlakshofn-loku/#p560

Bolaöldubraut

Bolaöldubraut verður lokuð í dag til kl 17:00 vegna lagfæringa / breytinga.

Þriðjudag og Miðvikudag verður hún lokuð frá kl 12:00 – 17:00.

Fimmtudag verður brautin lokuð vegna bikarkeppni.

Bikarkeppnin verður haldin n.k Fimmtudag nánari auglýst í dag eða kvöld um skráningu og fyrirkomulag.

Sólbrekkumótið 2

Um 90 keppendur er skráðir í mótið og stefnir allt í frábært mót. Brautin hefur nú þegar lokað vegna undirbúnings fyrir keppnina og er stranglega bannað að hjóla í henni. Hún opnar aftur 10. ágúst.

Enn vantar flaggara á keppnina en eins og menn vita þá gildir reglan:
Engir flaggarar = engin keppni

Brettið þið nú upp ermar og gefið ykkur fram við Eyjólf í síma 898-6979 eða eyvileos@simnet.is

Í boði fyrir flaggara er : Matur frá KFC á keppnisdag + Árskort í Sólbrekkubraut.

Flaggaranámskeið á föstudagskvöld fyrir þá sem vilja og þurfa