Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Álfsnes frábær í dag!

Arnar Ingi hefur verið í allan morgun að rippa Álfsnes brautina og laga hana eftir keppnina og hann segir brautina vera alveg geðveika í dag. Það er alveg passlegur raki í henni eftir rigningarskúrina um helgina og hvergi ryk að sjá. Beygjur með góðum ruttum voru látnir eiga sig og pallarnir mjög flottir. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að keyra hana. Brautin verður opnuð kl. 16 – muna bara að kaupa miða hjá Olís og skemmta sér vel.

19.júl Álfsnes þurr en opin

Álfsnes verður vökvuð fyrir næstu helgi

Álfsnes opnar eftir gagngerar endurbætur

Álfsnes er opin frá og með deginum í dag, 17 júní, en brautin hefur farið í gegnum alls herjar endurbætur og hefur verið sett kurl í alla brautina.  Er þetta kærkomið að brautin skuli opnast núna því Bolaalda lokar frá og með miðnætti og fram yfir Midnight Off-Road keppnina.  Brautin á eftir að keyrast aðeins til í þeim tilgangi að kurlið blandist betur moldinni og einnig má fólk alveg taka sig til og týna upp rusl úr brautinni áður en haldið er af stað út í braut, en þeir sem hjóluðu þarna í dag fannst brautin ALGJÖR SNILLD!  Minni á miða í brautina og allir þeir sem ekki eru með miða verður umsvifalaust vísað af svæðinu.

Helgi #213 loksins að hjóla aftur og var að fíla Álfsnes vel
Helgi #213 loksins að hjóla aftur og var að fíla Álfsnes vel

Allir enduroslóðar í Bolaöldu lokaðir fram yfir keppni

VÍK óskar öllum Íslendingum til hamingju með daginn í dag en vill koma því á framfæri að allir enduroslóðar eru lokaðir vegna brautarlagningu fyrir Midninght Off-Road keppninnar, sem fer fram á laugardag.  Verða slóðarnir lokaðir fram yfir keppni.  Jafnframt á að verða vinnudagur á morgun upp í Bolaöldu eftir kl.18 og er öll aðstoð vel þegin.

Framkvæmdir í Álfsnesi – brautin lokuð!

Álfsnes á góðum degi
Álfsnes á góðum degi

Á morgun og næstu daga verða miklar framkvæmdir í Álfsnesi. 

Brautin verður tekin í gegn, sléttuð og rippuð og trjáspænir keyrður í hana. Brautin verður því lokuð næstu daga í óákveðinn tíma. Opnun verður kynnt rækilega þegar þar að kemur.

Mikið fjör í Bolaöldu í gær

Það var mikið fjör í Bolaöldu í gær. OfurSveppi ásamt OfurBínu mættu á svæðið og gerðu það sem ýmsir höfðu hugsað en ekki gert – þau kláruðu að mála húsið ásamt ýmsum öðrum verkum sem lágu fyrir.

Garðar og Biggi voru í skilta- og merkingarmálum – þvílíkir fagmenn þarna að verki.  Annað eins hefur ekki sést norðan alpafjalla.

Enduroslóðanefndin var líka á svæðinu til að vinna að 6 tíma keppninni.  Þar er á ferð hópur valinkunnra manna sem vita sínu viti, enda hoknir af reynslu. Að þeirra sögn er búið að finna flottar leiðir til brúks í keppninni – SPENNANDI !!!

Bolaöldubrautarnefnd mætti einnig á svæðið til pælinga.  Nefndin er með ýmsar framkvæmdir á prjónunum, en þær koma í ljós þegar nær dregur keppni.

Svakalegt fjör var í MX brautunum og enduroslóðar voru tættir fram og til baka. Aðstaðan okkar á svæðinu er enda til þess fallin að allir geta fundið sér eitthvað til drullumallsdundurs í sínum frítíma.

Frábær dagur og kvöld í frábærri aðstöðu með frábæru fólki.

Óli Gísla