Vinnukvöld á miðvikudaginn kl 1800.
ps. Team möri mun segja hetjusögur, úr síðustu endurokeppni og jón verður með pennann á lofti svo þið getið kvittað á gifsið hans.
kv Ernir
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Vinnukvöld á miðvikudaginn kl 1800.
ps. Team möri mun segja hetjusögur, úr síðustu endurokeppni og jón verður með pennann á lofti svo þið getið kvittað á gifsið hans.
kv Ernir
Búið er að opna brautina í Bolaöldu og er búið að yfirfara hana og reynt hefur verið að vökva hana eins og kerfið býður upp á. Miðjarðarhafsstemming er á svæðinu núna og sprangar fólk um á stuttermabolnum. VÍK mælist til að fólk fari frekar í Bolaöldu en Álfsnes þar sem Álfsnes hefur ofþornað og er ekkert annað en ryk í boði þar með tilheyrandi vandræðum fyrir loftsíuna. Það er spáð rigningu um helgina og gæti Álfsnes orðið góð eftir helgi.
Motocross brautin á Akureyri verður formlega opnuð á morgun, laugardaginn 16. maí. Búið er að vinna við að koma brautinni í stand í vikunni, allir pollarnir voru ræstir út og brautin sléttuð. Brautin kemur ótrúlega vel undan vetri og er það að þakka því frábæra efni sem í henni er. Minni á að miðar eru seldir í bensínstöðinni N1 við Hörgárbraut (rétt hjá Bónus). Árskort verða seld eins og vanalega hjá Stebba Gull í Studio 6 og hefst sala þeirra mánudaginn 18. maí.
Til hamingju með Hjólasumarið mikla!!
Unnar Helgason
Motocrossrautin á Álfsnesi opnar á sunnudaginn kl. 13. Hún er í ágætis ástandi eftir veturinn og hefur ekki verið löguð neitt síðan í fyrra. Barnabrautin er í toppstandi, búið er að fara yfir alla palla og laga þá og bæta. Það er því um að gera fyrir alla fjölskylduna að kíkja á Álfsnesið á sunnudaginn og taka nokkra hringi. Munið bara eftir miðunum í brautina hjá N1 í Mosó.
Síðustu daga hefur varla verið hægt að keyra Vesturlandsveginn vegna roks en það hefur samt ekki verið mikð rok í MotoMos brautinni, vorum þarna nokkrir að hjóla síðustu daga og í dag líka , það var nánast logn þannig að það er vel hægt að hjóla í MotoMos þó að það sé ekki sérstakt veður í borginni. Brautin er í mjög góðu standi.