www.vifa.is
Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
MotoMos opnar í dag
Það er blautt en við ætlum að opna MotoMos kl 17 í dag, því það er ekki hægt að halda strákunum á hlíðarlínunni lengur 🙂
Brautin er eingöngu fyrir vana hjólamenn því töluverð drulla er ennþá. Miðar eru seldir í N1 Þverholti. Ath það er stranglega bannað að hjóla í gryfjunum annarsstaðar en í brautinni.
Barnabrautin er ekki í tilbúin enda ekki séns að vera á litlum hjólum ennþá.
Brautin verður svo sléttuð aftur á laugardagsmorguninn.
Videóið hér að neðan var tekið í gær fyrir rigninguna miklu.
[flv width=“530″ height=“330″]http://www.motocross.is/video/mxgf/moso/OPNUN.flv[/flv]
Vestmannaeyjar í frábæru standi.
Harðfeni á Heklusvæðinu
Næturmotocross í Bolaöldu á fimmtudagskvöldið kl. 20
Á fimmtudagskvöldið verður gerð tilraun með að keyra næturmotocross í Bolaöldubrautinni. Þeir sem prófuðu brautina um helgina voru gríðarlega ánægðir með aðstæður og skemmtu sér frábærlega. Við erum búnir að fá lánaðar tvær ljósakerrur sem lýsa brautina mjög vel upp í snjónum. Garðar mætir snemma og fer yfir brautina eftir þörfum og gerir húsið og kaffið klárt.Nú er bara að mæta með trella/karbíta undir hjólunum og láta vaða. Miðarnir fást í Litlu kaffistofunni – sjáumst annað kvöld.
Bolaöldubrautin rudd í dag
Garðar að fara uppí Bolaöldu á eftir og kanna með aðstæður og ryðja brautina svo hægt verði að keyra hana á nöglum/karbítum. Allir eru hvattir til að mæta upp eftir og prófa.
Brautin var keyrð á þriðjudaginn og þá voru Einar, Gunni og fleiri að stökkva pallana og skemmta sér fyrir allan peninginn. Brautin verður bara betri í dag þannig að það hlýtur að verða tóm hamingja þar. 🙂
Kveðja, Keli