Garðar er búinn að skafa brautina og slétta hana. Núna er frostlaust og bjart veður og brautin í frábæru standi. Á morgun er spáð frosti og því síðasti séns í bili að hjóla í frostlausu. Miðarnir eru í Kaffistofunni, have fun!
Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Næturmotocross í Bolaöldu annað kvöld!!
Merkilegt þetta veður, nú er motocrossbrautin í Bolaöldu frostlaus og í frábæru standi og það um hávetur. Arnar Ingi #616 var þar í gær og brosti allan hringinn, brautin ófrosin, röttar í beygjum og pöllum og aðeins einn pollur. Það er því hugmynd að breyta næturenduroinu tímabundið í næturmotocross í brautinni annað kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20. Landsnet lánar okkur eitt mastur með kösturum sem stillt verður upp í brautinni ásamt bílum þar sem því verður komið við. Auk þess mæta menn bara með allan tiltækan ljósabúnað á hjólin og láta vaða í brautina. Það er spáð 5 stiga hita og lítils háttar rigningu þannig að veðrið spillir ekki fyrir. Slóðarnir eru væntanlega talsvert blautir þannig að þetta er það besta sem býðst. Heitt kaffi/kakó og piparkökur í húsinu. Skemmtum okkur í skammdeginu! 🙂
Akstur á Hvaleyrarvatni bannaður
Vefnum hefur borist bréf frá lögreglunni í Hafnarfirði:
Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í mars 2008 var ákveðið að draga til baka heimild til ísaksturs á vatninu sem gefið var út árið 2001. Þannig er ljóst að akstur á ísilögðu vatninu er óheimill samkvæmt ákvörðun bæjarráðs Hafnarfjarðar. Umhverfi vatnsins er útivistarsvæði og við erum með nokkrar kvartanir yfir hávaða frá hjólum þarna á vatninum nú um sl. helgi. Lögreglan fór að vatninu í gær og ræddi við nokkra mótorhjólamenn sem voru við akstur á ísnum og sögðust vera félagsmenn í Vík.
Ég óska eindregið eftir að þú komir þessari ábendinu til ykkar félagsmanna þannig að menn séu meðvitaðir um bannið og ekki síður að menn virði það bann sem þarna gildir. Ég hef hvatt Hafnarfjarðarbæ til að setja upp merkingar við vatnið þannig að það fari ekki framhjá mönnum um að akstur sem þessi sé óheimill.
kveðja,
Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri
Svæðisstöð II. Flatahrauni 11 Hafnarfirði.
sími 444-1141 – 843-1141.
Sun 23.nóv Þorlákshöfn LOKAÐ
Lokað vegna viðhalds. Verið að gera klárt fyrir kreppukeppnina