Við Gunnar fórum og löguðum brautina eitthvað áðan hún var sléttuð og ég lagaði uppstökk og lendingar á einhverjum pöllum þannig að hún ætti að vera mjög góð á morgunn það er ef það snjóar ekki í nótt.
Kreppukeppnin verður 29. nóv af veður leyfir nánari uppl. síðar.
Kv. Sindri Þorlákshöfn
Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta
Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta
Mosó í góðu standi 11.nóv
Allir út að hjóla!!! Brautin í Moso er mjög góð núna miðað við árstíma, vorum að slóðadraga hana í dag þannig að það verður pottþétt frábært að hjóla í henni á morgun, ekkert frost í henni en að sjálfsögðu smá bleyta enda er er 8 nóvember = vetur.
Góða skemmtun og muna eftir miðum á N1 í Mosó!!!
Kveðja, Guðni
2.nóv Bolaalda: Barnabrautin snjólaus og nýlöguð
en stóramotocross brautin full af snjó og Endurósvæðið lokað v/bleytu!
MotoMos opin 1.nóv
Brautin nýlöguð og fín
Bolaalda góð
var verið að laga hana í dag. Geggjuð
Álfsnes opnar !!
Í dag kl: 13.00 Sunnudag opnar brautin á Álfsnesi. Jarðýtan hefur verið að störfum um helgina við að slétta og gera brautina klára fyrir sumarið. Dagsmiðar verða til sölu í Esso í Mosfellsbæ. Dagsmiði fyrir 85cc og minni hjól kostar 500 kr. Dagsmiði fyrir 125cc og stærri kostar 1000 kr. Eftir helgina verða svo seld sumarkort á 14.000 kr 125cc og stærri hjól og 7000 kr. 85cc og minni hjól. Svo er bara að taka höndum saman og passa að allir séu með miða. Peningurinn rennur beint í brautina því er mikilvægt að allir leggist á eitt, ef einhver er að hjóla í brautinni án miða þá er hann raunverulega að hjóla á þinn kostnað. Svo er bara að hafa góða skapið með sér og skemmta sér. Kv. Reynir Jónsson